Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 ✝ Friðrik varfæddur 11. desember 1952 á Ísafirði. Hann lést 21. maí 2018. Friðrik var elst- ur sjö barna hjónanna Jóhanns Sigurðar Hinriks Guðmundssonar og Ásdísar Ásgeirs- dóttur. Hann lætur eftir sig sjö börn og 19 barnabörn. Friðrik ólst upp hjá móður- systur sinni, Sigríði Tómas- dóttur, og eiginmanni hennar, Jakobi Guðmundi Hagalínssyni. Fyrstu tíu árin bjuggu þau á bænum Sútarabúðum í Grunna- vík á Jökulfjörðum og brugðu þau búi haustið 1962 þegar þau flytjast til Ísafjarðar og bjuggu í Ásbyrgi fyrst um sinn en mennskunni tók hann skip- stjórnarréttindi við Menntaskólann á Ísafirði sem og vélavarðaréttindi og starfaði sem skipstjóri og stýrimaður eftir að því námi lauk. Friðrik var liðtækur hand- verksmaður og átti hann og rak bátasmiðju í fimm ár ásamt því að þau ár sem hann var á sjón- um kom hann að viðhaldi og viðgerðum á þeim bátum sem hann kom að. Það var svo upp úr aldamótum að hann dreif sig í leiðsögunám við háskólann að Hólum. Eftir útskrift fór hann aftur á sjóinn og þá með túrista á sumrin samhliða leiðsögn um Jökulfirði og þá helst um Grunnavík sem átti alltaf mikið rými í hans hjarta. Samhliða ferðaþjónustunni var hann við veiðar á veturna. Síðustu árin fluttist Friðrik suður og bjó í Hafnarfirði og vann við akstur, bæði á hóp- ferðabílum sem og að eiga og halda úti eigin leigubíl. Útför Friðriks fer fram í Digraneskirkju í dag, 1. júní 2018, klukkan 13. lengst af bjuggu þau á Öldunni (Fjarðarstræti 38). Friðrik kom víða við og starfaði fyrstu árin í lög- reglunni á Ísafirði en hann var tekinn inn á undanþágu 18 ára sökum þess að hann var bæði líkamlega sterkur og hafði góð tök á íslensku sem kom sér einkar vel í skýrslugerðinni. Hann fór í Lögregluskólann og tók rann- sóknarlögreglumanninn í skól- anum. Eftir nokkur ár í lögregl- unni söðlaði hann um og var mikið við akstur samhliða sjó- mennsku en fljótlega fór sjórinn að kalla meira á og var hann mest af á sjó eftir miðjan ní- unda áratuginn. Samhliða sjó- Elsku hjartans pabbi minn. Ég trúi því bara ekki enn að þú sért dáinn. Hjartað í mér er svo kram- ið úr sorg og söknuði, að hugsa til þess að fá ekki faðmlag frá þér aftur og koss á kinn er óbærilegt. Það var nú bara þannig, elsku pabbi minn, að þú varst með ein- stakt faðmlag fullt af ást, hlýju og kærleik. Þú vildir allt fyrir alla gera og máttir ekkert aumt sjá. Þú varst æðislegur pabbi og afi og elskaðir okkur meira en lífið sjálft og gerðir allt fyrir okkur með mikilli gleði. Þú varst svo stoltur af okkur öllum og nýttir hvert tækifæri sem gafst til að monta þig af okkur. Ég er svo þakklát, elsku pabbi, fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér í sex vikur eftir áramót þegar þú fórst í mjaðmaaðgerðina þar sem við áttum frábærar stundir saman við fjölskyldan með þér og það er dýrmætara en allt í sorginni. Tímarnir fram undan verða rosa- lega erfiðir og sárir en allar minningarnar sem við áttum saman í lífinu mun ég geyma í hjarta mínu og ég veit að við munum einhvern tímann hittast aftur. Ég elska þig, pabbi minn, og þín verður sárt saknað. Þetta er mér mikill missir. Þín pabbastelpa, Berglind. Elsku pabbi, símtalið sem ég fékk þann 21. maí um að þú værir fallinn frá var mikið áfall. Ég átti erfitt með að trúa þessum sorg- arfréttum og að segja börnunum að Friggi afi sé dáinn var erfitt. En mikið var gott að þú varst nýbúinn að vera hér hjá okkur fyrir vestan. Þegar ég kvaddi þig hefði ég ekki trúað því að það hafi verið síðasta faðmlag frá þér. Að fá aldrei aftur pabbafaðmlag verður erfitt að sætta sig við. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Söknuður um æðar rennur, horfi til baka á liðnar stundir sem ekki voru. Aðeins ósk í mínu hjarta, ég finn til. Nú okkar tími liðinn er, aðeins minningar eftir standa. Þína hönd í mína set, þakka fyrir það sem var. Nú ég veit en kannski of seint að mér gafstu allt sem þér var unnt. Elsku pabbi nú er tími kominn til að kveðja, þakka fyrir þínar gjafir sem gafstu mér. (Ljóð og gullkorn Hjartalags) Sigríður Brynja. Þann 21. maí sl. var ég ræstur þar sem ég var sofandi út á sjó, mér var sagt að koma upp í brú að hringja heim. Ég kveikti koju- ljósið og lagðist aðeins aftur nið- ur til að ná áttum og sagði svo við sjálfan mig, hver andskotinn er í gangi núna? Ég var öruggur á að það væri ekki verið að fara að til- kynna mér það að Arsenal hefði ráðið nýjan stjóra, en mig grun- aði ekki heldur að það ætti að til- kynna mér það að tengdafaðir minn, hann Friggi Jó, væri lát- inn. Það er mjög erfitt að vera út á sjó þegar svona gerist. Konan var strax farin að skipuleggja ferð suður ásamt systkinum sínum fyrir vestan til að hitta þau sem búa fyrir sunnan. Við með 6 og 10 ára börn sem voru ekki að fara með suður. Þar sem Eyþór, 10 ára sonur okkar, tók þetta mjög nærri sér, þá varð ég feginn að komast í land á Patreksfirði ein- um og hálfum sólahring eftir að ég frétti að hann Friggi væri lát- inn. Ég hef þekkt Frigga í mörg ár, man eftir honum þegar hann var til sjós með bróður mínum, þá var ég 10 eða 11 ára. Einnig man ég eftir að hann skutlaði mér stund- um heim, þar sem hann var leigu- bílstjóri, þegar ég var að byrja að skemmta mér. Mér eru einnig minnisstæð nokkur skipti þar sem ég vildi ná í Jón Sverri, son hans, eftir ball. Það voru engir gemsar í þá daga heldur var bara hringt í heimasímann og hann kannski svaraði og gaf mér sam- band, sem ég mundi ekki gera í dag. Síðar fer ég svo að umgang- ast Ásgeir Hólm son hans mikið og er með honum til sjós. Það er svo vorið 1999 sem ég féll fyrir litlu stelpunni hans og hef þekkt hann mjög vel frá því. Friggi tók mér strax vel þrátt fyrir að ég væri talsvert eldri en litla stelpan hans. Að vera með honum í Grunnavík, þar sem hann elskaði að vera, var virki- lega gaman, að sitja á pallinum eða síðar meir í pottinum og hlusta á hugmyndirnar sem hann var með um þennan æðislega stað, sumar alveg út í hött en aðr- ar frábærar og sem urðu að veru- leika, eins og t.d. viðbyggingin, stór pallur, sturta og pottur. Það kom fyrir þegar ég var í fríi í minni vinnu að ég sigldi með honum ef hann vantaði mann með sér þegar hann var í farþegarf- lutingum. Það var gaman að sigla með honum þar sem hann var fullur af fróðleik um hvern ein- asta fjörð og hverju einustu vík á þessum slóðum. Og þegar maður var að fara að skutla fólki upp í fjöru á tuðru þá vissi hann alltaf hvar best var að fara til að reka ekki mótor í grjót og annað. Oft hugsaði maður, er hann ekki eitt- hvað að bulla núna, en þegar maður fór að athuga þessa hluti þá stóð þetta allt eins og stafur á bók. Einnig var þjónustulundin hjá honum mjög mikil og farþeg- ar mjög ánægðir með að sigla með honum. Maður hugsaði oft hvað fólk væri viljugt að sigla þetta á 8-9 sjómílum þegar í boði voru bátar sem gengu í kringum 20 sjómílur, en það var kallinn sem fólk hafði gaman af og hann vildi gera allt fyrir alla. Þegar Friggi flytur suður 2012 var sambandið okkar minna, hann að keyra mikið, en það kom fyrir að við fjölskyldan hittum hann út á landi þegar við vorum á ferðalagi. Stuttu áður en hann kveður var hann búinn að vera hjá Siggu minni og börnum í nokkra daga, en ég á sjó. Ég er þakklátur að hafa hitt hann í febrúar á Sigló hjá systur Siggu, þar var hann að jafna sig eftir mjaðmarkúluaðgerð. Ekki grunaði mann þá að það yrði síð- asta skipti sem maður kvaddi hann áður en við keyrðum vestur. Hvíldu í friði, Friggi minn. Árni Freyr Elíasson. Þeim fækkar á lífi síðustu íbú- unum í Grunnavík. Friðrik Jó- hannsson frændi minn og vinur, sem nú er látinn fyrir aldur fram, var einn þeirra. Á síðustu árum byggðar í Grunnavíkurhreppi vorum við Friðrik tveir af fáeinum börnum í sveitinni og þau einu á okkar aldri. Við áttum heima sitthvoru megin við Staðarána. Hann hjá uppeldisforeldrum sínum, Jakobi og Sigríði á Sútarabúðum, en ég hjá ömmu okkar og afa í Sætúni. Við vorum því mikið saman við leik og stundum störf. Leikir okkar voru oftast fólgnir í því að hafa það eftir sem fullorðna fólk- ið var að gera, bæði til sjós og lands. Með þessu lærðum við það sem kunna þurfti í Jökulfjörðun- um. Við lærðum líka um ágæti sveitalífsins og hætturnar á möl- inni, ekki síst hjá henni ömmu okkar. Á sumrin komu kaupstaðar- krakkarnir með aðra sýn á lífið og framandi menningu úr kú- rekamyndunum. Sumt af því þótti okkur merkilegt en lítt virt- ust þau hafa lært af kúrekunum að fara fyrir kind. Friðrik var afskaplega hlýr maður með góða nærveru. Hann var rólegur og yfirvegaður og lét sér lítt bregða. Fólki leið vel í ná- vist hans og fann til öryggis. Hann var einkar ræktarsamur við skyldfólk sitt, jafnt afkom- endur sem aðra. Friðrik fékkst við margt um ævina og það var eins og hann gæti allt. Hann var góður sjó- maður, bæði sem undirmaður og skipstjóri, góður ökumaður sem atvinnubílstjóri, vel liðinn í lög- reglunni og flinkur plastbáta- smiður. Í ferðaþjónustunni kom samskiptahæfnin að góðum not- um og ekki síður hve góður sögu- maður hann var. Ég kveð Friðrik vin minn og frænda með söknuði og við Helga sendum aðstandendum hans inni- legar samúðarkveðjur. Smári Haraldsson. Við viljum með fáeinum orðum minnast hreppstjóra Grunnavík- ur í Jökulfjörðum, Friðriks Jó- hannssonar eða Frigga Jó eins og hann var alltaf kallaður. Við töluðum alltaf um Frigga sem hreppstjórann í Grunnavík því að hann var allt í öllu í víkinni. Þegar við systkinin vorum að hugsa um að byggja hús í Grunnavík var aldrei vandamál hjá Frigga og Sigurrós að hjálpa til við það. Máttum nota húsið þeirra í Sútarabúðum eins og við vildum og voru þær ófáar ferð- irnar sem Friggi fór á Ramónu yfir djúpið með dót í húsið okkar. Hvort sem var að degi eða nóttu sigldi hann með fyrir okkur hús- einingar, dráttarvél, rafstöð, sturtuvagn og allt timbrið. Að að- stoða var aldrei vandamál hjá Frigga. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér en Frigga og Sigurrós í Sútarabúðum. Það er með söknuði sem við kveðjum Frigga Jó. Takk fyrir okkur. Börn Inga Dóra Einars Einarssonar, Sigrún, Gísli, Einar, Guð- björn, Ragnar og makar. J. Friðrik Jóhannsson ✝ Högni Jenssonfæddist 21. ágúst 1931 á Hólmavík. Hann lést 24. maí 2018. Foreldrar hans voru Kristbjörg R. Sigurðardóttir og Jens Aðalsteinsson. Systkini sam- mæðra eru þrjú og samfeðra fjögur. Högni var kvæntur Rögnu H. Friðriksdóttur, d. 1981. Börn þeirra eru Málfríður, Rósa Björg, Ragnar, Erna og Hans Birgir. Árið 1998 kynntist hann Val- borgu Jónsdóttur og giftu þau sig 16. júní 2001. Hennar börn eru María, Jónína, Rúnar Helgi, Ósk- ar Valur og Jón Freyr, d. 18. júní 1999, Óskarsbörn. Útför Högna fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag, 1. júní 2018, klukkan 13. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Högni minn, takk fyrir allt. Þín stjúpdóttir, Nína. Högni Jensson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SONJA GUÐLAUGSDÓTTIR, Böðvarsgötu 11, Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 17. maí. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 2. júní klukkan 11. Þórður Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson Ágústa Johnson Anna Ýr, Rafn Franklín, Þórður Ársæll og Sonja Dís Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA MAGNÚSDÓTTIR, Njarðarvöllum 2, áður Garðbraut 74, Garði, lést föstudaginn 25. maí á hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum. Útförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 5. júní klukkan 13. Hafsteinn Ingólfsson Aldís Jónsdóttir Þór Ingólfsson Hallfríður Þorsteinsdóttir Kristín Ingólfsdóttir Ríkharður Sverrisson Ingólfur Þór Ágústsson Kristín Gestsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, THOMAS M. LUDWIG, lést á Landspítalanum mánudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 6. júní klukkan 11. Margrét Ludwig Björgvin Jósefsson Brandur Thor Ludwig Anna Margrét Rögnvaldsdóttir Clara Regína Ludwig og barnabörn Bróðir okkar, mágur og frændi, GYLFI FELIXSON, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, áður Hjallavegi 3, Njarðvík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Njarðvík 19. maí. Útför hans hefur þegar farið fram. Aðstandendur Gylfa þakka auðsýnda samúð vegna andláts hans og þakka fyrrverandi starfsfólki hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs á Stokkseyri og starfsfólki Fögruvíkur á Hrafnistu í Njarðvík fyrir frábæra umönnun í erfiðum veikindum hans. Aðstandendur Eiginmaður minn, faðir og vinur, PÉTUR EINAR TRAUSTASON, Skriðustekk 12, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili okkar 28. maí. Útför hans fer fram frá Breiðholtskirkju miðvikudaginn 6. júní klukkan 15. Nanna Sigurðardóttir Þórunn Eir Pétursdóttir Sigurður Freyr Kristinsson, Marý Karlsdóttir foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.