Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Listasafn Reykjanesbæjar fagnar 15 ára afmæli í ár og opnar af því tilefni þrjár sýningar í Duus-safnahúsum kl. 18 í dag. Verkin á sýningunum eru öll í eigu safnsins og af marg- víslegu tagi. Þar gefur að líta olíu- verk, vatnslitamyndir, skúlptúra og grafík eftir ýmsa listamenn en þó fyrst og fremst samtímamenn. Tæp- lega 60 listamenn eiga verk á sýn- ingunum. Í Listasalnum er uppistaðan olíu- verk og skúlptúrar, í Bíósalnum eru mannamyndir teknar sérstaklega fyrir á sýningunni Fígúrum og í Stofunni er fjöldi vatnslitamynda, sem fjölskylda málarans og heima- manneskjunnar Ástu Árnadóttur færði safninu að gjöf. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Sýn- ingarnar eru sumarsýningar safns- ins og opnar til 19. ágúst. Sumarsýningar Á sýningunum í Listasafni Reykjanesbæjar eru m.a. olíu- verk, vatnslitamyndir, skúlptúrar, grafík og mannamyndir. Verk 60 listamanna í Duus-safnahúsum Sýning Grétu Mjallar Bjarnadóttur, … ekki skapaðar heldur vaxandi, verður opnuð kl. 17 í dag í Grafík- salnum, Tryggvagötu 17. Á sýning- unni eru grafíkverk skorin út í birki- krossvið í tölvustýrðum risafræsara. Gréta Mjöll vinnur á abstrakt hátt með myndmálið, myndrænar hug- myndir vaxa í ferlinu og hún beitir sjónrænum aðferðum við að miðla sögum. Listakonan dregur fram skynjun sína og tilfinningar í flæði og segir myndrænar sannsögur. Hún beitir þessum áhrifum í sjónrænan vett- vang á þann hátt að þær eru ekki fyrirfram skapaðar heldur vaxnar sannmyndir. Kannski með þeim skilningi að lífið með alls konar upp- lifun og ferli breytinga kalli fram vöxt, endurnýjun eða annan skilning á eigin sögu. Gréta Mjöll býður áhorfendum í heimsókn inn í hugar- heim sinn ekki ólíkt hugmyndinni í kvikmyndinni Being John Malko- vich. Sýningin stendur til 17. júní. Að störfum Gréta Mjöll glímir við að prenta eitt af sínum stóru verkum. Hún blandar saman nútímatækni fræsara við stafræna vinnslu flæðis og þrykk. Myndrænar sannsögur Lokaverkefni Unnar Lárusdóttur í ljósmyndanámi í lýðháskólanum Krogerup í Danmörku nefnist Life- lines og fjallar um líkamsvirðingu, slitför og fjölbreytileika. Vegna fjölda fyrirspurna segist Unnur hafa ákveðið að halda áfram með verkið og halda sýningu hér heima. Sú stund verður milli kl. 17 og 19 í dag í Gallerí Vest, Hagamel 67, en einnig er hægt að skoða sýninguna kl. 14-17 á morgun, laugardag. Slitför spila, að sögn Unnar, stærstan þátt í ljósmyndunum þar sem hún málar ofan í slitför fólks svo úr verði ólík mynstur. Slitförin gefi til kynna hvað líkaminn hefur upplifað og hvers hann sé megn- ugur. Unnur myndaði og tók viðtöl við 17 manns, stráka og stelpur. Í við- tölunum kom fram að fólk upplifir samfélagslega pressu vegna feg- urðarstaðla og á margt hvað erfitt með að elska líkama sinn. Á hinn bóginn kom líka í ljós að sumir hafa alla tíð elskað líkama sinn eða hafa lært að elska hann og hvernig fólk sér fegurð í ýmsu sem það sá ekki áður. Ólík mynstur Slitförin á húð fyrirsæta spila stærstan þátt í ljósmyndum Unnar. Saga lífsins í slitförunum Undir trénu 12 Agnes grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífs- myndband, hendir honum út. . Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólk- ið í næsta húsi. IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.00 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 Heima Heimildamynd um hljóm- sveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland sumarið 2006. IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 18.00 Call Me By Your Name 12 Metacritic 93/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 20.00 Independence Day 12 Metacritic 59/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 In the Fade 12 Veröld Kötju hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Sorgarferlið tekur við. Eftir nokkurn tíma fer hún að hyggja á hefndir Metacritic 64/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.30 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 18.00 The Big Sick Bíó Paradís 23.00 Avengers: Infinity War 12 Avengers og bandamenn þeirra verða að vera klárir í að fórna öllu til að sigra hinn öfluga Thanos, áður en eyði- leggingarmáttur hans legg- ur alheiminn í rúst. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 68/100 IMDb 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.40 Sambíóin Egilshöll 17.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 19.10, 22.20 Sambíóin Akureyri 21.30 Midnight Sun IMDb 6,3/10 Myndin fjallar um Katie, sem er 17 ára gömul og hefur lif- að mjög vernduðu lífi alla tíð, þar sem hún þarf að vera innandyra af því að hún er með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir hana ofur- viðkvæma fyrir sólarljósi. Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 19.40, 21.50 Sambíóin Akureyri 19.30 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00 I Feel Pretty 12 Höfuðmeiðsl valda því að kona fær ótrúlega mikið sjálfstraust og telur að hún sé ótrúlega glæsileg. Metacritic 47/100 IMDb 4,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 7 Days in Entebbe 12 Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Kringlunni 16.50 Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Erik skipulegg- ur verkefnið og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,6/10 Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 18.20 Bíó Paradís 18.00 Overboard Sagan segir frá óþolandi snekkjueiganda, sem kemur illa fram við starfsstúlku sína. Hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er og hefnir sín. Snekkjueigandinn endar í sjónum og skolast upp á land minnislaus. Metacritic 42/100 IMDb 5,4/10 Laugarásbíó 22.10 Háskólabíó 21.10 Bókmennta- og kartöflubökufélagið Rithöfundur myndar óvænt tengsl við íbúa á eynni Guernsey, skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina, þeg- ar hún skrifar bók um reynslu þeirra í stríðinu. Háskólabíó 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 Rampage 12 Metacritic 45/100 IMDb 6,4/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Draumur IMDb 6,8/10 Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Prinsinn upplifir þær breytingar að verða talinn ómótstæðilegur af flestum eftir að álfadís hellir á hann töfradufti í miklu magni. Laugarásbíó 15.50, 16.00 Smárabíó 15.00, 17.20 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó Akureyri 17.30 Pétur Kanína Myndin fjallar um kanínuna Pétur sem reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans. Þeir há mikla bar- áttu þar sem bóndinn vill halda dýrunum út fyrir garð- inn en Pétur svífst einskis til að fá það sem hann vill. Smárabíó 15.20 Víti í Vestmanna- eyjum Myndin fjallar um strákana í fótboltaliðinu Fálkum sem fara á knattspyrnumót í Vestmannaeyjum. Á fyrsta degi kynnast þeir strák úr Eyjum sem þeir óttast en komast að því að hann býr við frekar erfiðar aðstæður. Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Akureyri 17.10 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.30 Sambíóin Álfabakka 16.50, 18.00, 19.40, 21.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.40, 19.30, 22.20 Smárabíó 16.10, 16.20, 19.10, 19.30, 22.00 Solo: A Star Wars Story 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yf- ir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Laugarásbíó 15.30, 17.40, 17.50, 20.00 Smárabíó 17.40, 19.50, 22.10 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Deadpool 2 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 68/100 IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.25 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 16.50, 19.30, 22.10, 22.30 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.