Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is nari upp singar áwww.geosilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum íslenskum jarðhitakísil og magnesíum í hreinu íslensku vatni. Varan inniheldur engin aukaefni. Recover er sérstaklega hannað og þróað af geoSilica til að stuðla að eðlilegri vöðva- og taugastarfsem JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað? Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hjónin Jóna Arnórsdóttir og Gunnar Malmquist Gunnarsson á Akureyri hafa í nógu að snúast um þessar mundir. Yngri sonur þeirra, Aron Einar, er landsliðsfyrirliði í fótbolta og Arnór Þór, sá eldri, landsliðs- maður í handbolta. Þau fara að sjálf- sögðu á HM í Rússlandi en skreppa fyrst um helgina til Þýskalands til að sjá síðasta leik vetrarins hjá Arnóri og fagna því að lið hans, Bergischer, vann sér sæti í efstu deild á ný. „Við gerum að sjálfsögðu ekki upp á milli strákanna,“ segir Jóna og hlær þegar blaðamaður ræðir við þau um afreksmennina tvo. Jóna og Kristbjörg, eiginkona Ar- ons Einars, sjá alla þrjá leiki Íslands á HM eins og það var svo óvarlega orðað í samtali hennar og blaða- manns. „Fyrstu þrjá!“ segir gamli keppnismaðurinn Gunnar hvass … Hann sér fyrstu tvo leiki Íslands. Hjónin, börn þeirra og barnabörn – alls 13 manns – fóru saman á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Leigðu hús í Annecy, þar sem ís- lenska liðið hafði bækistöð, og keyrðu í leikina. „Það var rosalega gaman á EM. Allir voru svo glaðir og jákvæðir; stemningin var svo skemmtileg að ekki var annað hægt en hrífast með,“ segir Jóna. „Það var heldur ekki ónýtt að fá hann í mat, þegar við grilluðum lambakjöt sem við komum með frá Íslandi,“ segir Gunnar, en þar sem Aron gat ekki tekið þátt í öllum æf- ingum vegna meiðsla, fékk hann að skjótast og hitta fjölskylduna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikil tilhlökkun Gunnar Malmquist Gunnarsson með landsliðstreyju Arnórs Þórs, og Jóna Arnórsdóttir með treyj- una sem Aron Einar klæddist í sigrinum á Kosovo í fyrrahaust, þegar Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. „Trúin flytur fjöll“  Foreldrar Arons Einars hlakka mikið til Rússlandsferðar  Verða í Þýskalandi um helgina að fagna með Arnóri Þór Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson EM 2016 Aron Einar faðmar Jónu móður sína eftir sigurinn á Englandi. Lagt er til að lögin um kjararáð falli úr gildi 1. júlí nk. og þar með verði ráðið lagt niður í frumvarpi sem meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar hefur lagt fram á Alþingi. Þá er gert ráð fyrir að hafi ný ákvörðun ekki verið tekin fyrir 1. maí 2019 skuli laun þeirra sem heyra undir ákvarðanir kjara- ráðs taka breyt- ingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á með- altali reglulegra launa ríkisstarfs- manna eins og hún birtist í tölum Hagstofu Ís- land fyrir næstliðið almanaksár. „Skipunartími núverandi ráðs- manna kjararáðs rennur út 30. júní 2018. Í ljósi þess að nú er unnið að gerð frumvarps, þar sem stefnt er að breyttu fyrirkomulagi launaákvarð- ana þeirra sem nú heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs, þykir ekki rétt að nýtt kjararáð verði skip- að og er því nauðsynlegt að fella úr gildi lög um kjararáð,“ segir í greinargerð meirihlutans með frum- varpinu. Skynsamlegt að taka af tvímæli Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að ástæða þess að meirihlutinn legg- ur til að lögin verði felld úr gildi sé sú að skipunartíminn sé að renna út og í ljósi þess að unnið er að laga- setningu á grundvelli tillagna starfs- hóps forsætisráðherra, sem skilaði niðurstöðum sínum í febrúar sl. um að komið verði skikkanlegri skipan á ákvörðun launa þeirra hópa sem heyra undir kjararáð. Því finnst meirihluta þingnefndarinnar skyn- samlegt að taka af öll tvímæli um breytingarnar að sögn hans. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar vildu ekki vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og segir Óli Björn að það valdi vonbrigðum. Hann vonist til þess að frumvarpið komist á dag- skrá þingsins og að þó stjórnarand- staðan hafi ekki viljað vera með muni hún a.mk. ekki standa í vegi fyrir því að málið fái efnislega um- ræðu á þinginu. Segist Óli Björn ekki trúa öðru en að frumvarpið verði afgreitt sem lög fyrir sumarhlé þingsins. ,,Ég bíð bara eftir að fá að mæla fyrir málinu,“ segir hann. Megindrættir að framtíðarfyrir- komulagi launaákvarðana þeirra sem heyra í dag undir kjararáð koma fram í skýrslu starfshóps for- sætisráðherra. Lagði hópurinn m.a. til að horfið yrði frá því að úrskurða í kjararáði, eða hjá sambærilegum úr- skurðaraðila, um laun þjóðkjörinna fulltrúa, æðstu embættismanna, ráð- herra og annarra sem undir ráðið heyra. Jafnframt að laun þingmanna verði ákvörðuð í lögum um þingfar- arkaup með fastri krónutölufjárhæð og laun ráðherra verði ákveðin með sama hætti í lögum um Stjórnarráð Íslands. omfr@mbl.is Kjararáð verði lagt niður 1. júlí  Óli Björn hefur trú á að frumvarpið verði lögfest fyrir sumarhlé þingsins Óli Björn Kárason 15 DAGAR Í FYRSTALEIK ÍSLANDS Þau segjast farin að hlakka mikið til Rússlandsferðarinnar. „Þessir strákar eru svo flottir að mér finnst eiginlega engu máli skipta hvernig fer, bara að vera með á HM og fá að upplifa þetta finnst mér stórkostlegt!“ segir Jóna. „Maður er búinn að fylgjast lengi með en mér hefði aldrei dottið í hug að Ísland gæti orðið með í þessu,“ segir hún. „Þetta verður gaman, en fer mikið eftir fyrsta leiknum,“ segir Gunnar. „Innst inni hélt maður að Portúgal væri með það gott lið að við hefðum ekki roð við þeim í fyrsta leiknum í Frakklandi en annað koma á daginn. Argentínumenn eru með marga frá- bæra einstaklinga en liðið hefur samt oft verið í vandræðum með að stilla saman strengi.“ Jóna tekur undir að verkefnið í Rússlandi verði að sjálfsögðu erfitt fyrir Aron Einar og samherja hans, „en ég hef samt bullandi trú á þeim. Ég sagði við Aron að þeir yrðu bara að hafa trú á sjálfum sér því ég veit að þeir geta staðið sig vel á góðum degi; og trúin flytur fjöll.“ Hjónin eru gríðarlega stolt af báðum drengjunum sínum, eins og nærri má geta. „Það er ekki annað hægt,“ segir Gunnar og Jóna bætir við: „Þeir eru ofboðslega flottir og hafa staðið sig vel. Ég er ótrúlega ánægð með þá báða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.