Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 fyrir öll tölvurými og gagnaver Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræsti- kerfi Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fyrirtæki sem er með samning í er- lendum gjaldmiðli við greiðsluþjón- ustufyrirtæki tekur ekki við greiðslum frá innlendum kredit- eða debetkortum. Hjá húsbílaleigunni Kúkú Campers er ekki hægt að greiða fyrir leigu á bíl með íslenskum greiðslukortum. „Við erum með alla verðskrá okkar í evrum og erum með evruposa og það er ekki heimilt að taka við íslenskum kortum í honum,“ segir Viktor Ólafsson, framkvæmda- stjóri Kúkú Campers, sem hefur þær upplýsingar frá greiðsluþjónustu- fyrirtækinu að gjaldeyrishöftunum sé um að kenna. Sáralítið er um það að Íslendingar panti sér bíl hjá Kúkú Campers að sögn Viktors en þeir sem það gera millifæra inn á bankareikning fyrir- tækisins í íslenskum krónum. „Það hefur ekki verið vandamál að geta ekki greitt með íslenskum kortum en það er fyrst og fremst leiðinlegt.“ Fyrirtækið kýs að rukka í evrum frekar en krónum svo ekki sé flökt á verðinu fyrir viðskiptavinina þó það sé flökt á krónunni. Einn posi fyrir hverja mynt Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs greiðsluþjón- ustufyrirtækisins Valitors, segir að kaupmenn ráði í hvaða gjaldmiðli þeir gera samninga við Valitor. „Séu þeir með samning í erlendri mynt er sam- kvæmt reglum Seðlabanka Íslands óheimilt að taka við innlendum kort- um. Við bjóðum upp á samninga í nokkrum myntum og það er hægt að gera samninga í fleiri en einni mynt en hver greiðslulausn, hvort sem það er posi eða veflausn, er sett upp í einni mynt. Þannig að ef viðkomandi er með posa þarf hann að vera með einn posa í hverri mynt,“ segir Pétur en slíkur samningur er dýrari en að vera bara með einn gjaldmiðil. „Í vef- verslun er mjög flókið að ætla að vera með greiðslulausn í fleiri en einni mynt. Ég myndi ætla að sá kaup- maður sem er með 99% af viðskiptum erlendis frá horfi til þess að það svari ekki kostnaði að taka inn íslenskar krónur.“ Höftin hefta ekki Innlendum aðilum getur ekki verið óheimilt að taka við greiðslum með innlendum kortum, samkvæmt upp- lýsingum frá Seðlabanka Íslands, ís- lenska krónan er gjaldmiðill landsins. „Eftir að höft voru afnumin að lang- mestu leyti takmarka lög nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og reglur nr. 200/ 2017, um gjaldeyrismál, ekki lengur heimildir innlendra aðila til að kaupa erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrir- tæki hér á landi til að greiða fyrir vöru og þjónustu af öðrum innlendum aðilum. Þá er ljóst að lög og reglur um gjaldeyrismál takmarka ekki heim- ildir innlendra færsluhirða greiðslu- korta til að gera upp við innlenda selj- endur í erlendri mynt, óháð búsetu korthafa,“ segir í upplýsingum Seðla- bankans en kortafyrirtæki hafa verið að óska eftir við bankann að ferða- þjónustuaðilum verði heimilt að taka einnig við greiðslum í erlendri mynt. Samtök ferðaþjónustunnar líta á það sem þjónustu við viðskiptavininn að bjóða honum upp á stöðugt verðlag í hans eigin mynt frá því að hann bók- ar og greiðir staðfestingargjald, þar til hann gengur frá lokagreiðslu. Skapti Örn Ólafsson, upplýsinga- fulltrúi samtakanna, segir að oft á tíð- um sé verð gefið upp í krónum eða evrum en kúnninn ræður í hvorum gjaldmiðlinum hann greiðir. „En þarf þó fyrst og fremst að hafa kost á að greiða í innlendum gjaldmiðli,“ segir Skapti Örn. Taka ekki íslensk greiðslukort Ljósmynd/Kúkú Campers Kúkú Campers Ekki er hægt að panta bíl í gegnum vefsíðu fyrirtækisins og greiða með íslensku greiðslukorti. Aðeins er tekið við evrum.  Íslenskt fyrirtæki er með greiðslusamning í evrum og tekur ekki íslensk kort  Flókið að vera með greiðslulausn í fleiri en einni mynt í vefverslun  Ekkert sem heftir það, segir Seðlabankinn Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Dagur Eyjólfsson útskrifaðist ný- lega úr MBA-námi, meistaranámi í viðskiptastjórnun, frá Columbia Business School. Hann útskrifaðist með hæstu einkunn í sínum bekk. Fyrir árangurinn fékk Dagur Nah- um Melumad Memorial-heiðurs- verðlaunin sem veitt eru þeim sem sýna framúrskarandi árangur og hafa mikilvæg áhrif á samfélagið í Columbia. Columbia Business school er í New York. Langþráður draumur Dagur hafði lengi stefnt á MBA-nám í New York. „Mig hefur lengi langað til að læra í New York og ég hef alltaf ætlað í viðskiptanám. Ég byrjaði nánast í grunnskóla að leggja stund á viðskiptafræði og svo tók við viðskiptafræðibraut í Verzló. Þegar ég útskrifaðist þaðan lá leið- in til Suður-Karólínu þar sem ég lagði stund á viðskiptafræði og út- skrifaðist með hæstu einkunn.“ Öflugt tengslanet Dagur segir MBA-námið hafa opnað sér mörg tækifæri. „Tengslanetið sem maður fær í gegnum svona nám er alveg ótrú- legt, það mun alveg örugglega hjálpa mér í framtíðinni og er í raun farið að hjálpa mér nú þegar.“ Fyrir ári stofnaði Dagur fjár- festingasjóð í New York ásamt skólafélaga sínum og þeim þriðja, sem áður vann sem stjórnandi vog- unarsjóða á Wall Street, fjármála- götunni miklu. Óalgengt að fólk stofni sjóði „Það er mjög algengt að fólk sem fer í gegnum MBA-nám fari að vinna hjá fjárfestingasjóðum, oftar en ekki hjá einhverjum stórum sjóðum. Það er þó sjald- gæft að fólk stofni sína eigin sjóði.“ Acro, fjárfestingarsjóðurinn sem Dagur og félagar stofnuðu, sérhæfir sig í að kaupa lítil fyrir- tæki og reka þau. Einnig kaupir fjárfestingarsjóðurinn fyrirtæki af fólki sem vill fara á eftirlaun. Tvísýnt um framtíðarbúsetu „Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og þetta gengur mjög vel,“ segir Dagur. Hjá Acro sinnir hann mikil- vægri skipulagningu og leiðir rekstrarframfarir ásamt öðru. Áður starfaði Dagur sem fjár- málastjóri hönnunarverslunar- innar Epal, sem rekin er hérlendis. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að flytjast aftur til Íslands segist Dagur ekki viss. „Við verðum bara að sjá til með það.“ Dúxaði í Columbia Business School Áfangi Dagur gerði sér lítið fyrir og fékk hæstu einkunn í MBA-námi frá Columbia Business School.  Fékk heiðursverðlaun  Stofnaði nýjan fjárfestingarsjóð „Viðræðurnar gengu mjög vel og lofa góðu um samstarfið. Við sjálf- stæðismenn erum spenntir fyrir þessum nýja meirihluta,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði og verðandi bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn og óháðir í Hafnarfirði hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bænum. Rósa tekur við starfi bæjarstjóra en því hefur Haraldur L. Haraldsson gegnt. Ágúst Bjarni Garðarsson, Fram- sóknarflokki, verður formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen, Sjálfstæðisflokki, verður forseti bæj- arstjórnar. Verið er að leggja loka- hönd á málefnasamning nýs meiri- hluta og verður hann kynntur eftir helgi. Þar er lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skil- virka þjónustu í þágu íbúa og fyrir- tækja, eins og segir í tilkynningu. Fyrsti fundur meirihlutaviðræðna í Reykjavík var haldinn í Marshall- húsinu í gærmorgun. Eins og fram hefur komið ákvað Viðreisn að ganga til viðræðna við gamla meirihlutann í borginni, Samfylkingu, Pírata og Vinstri græna. „Við fórum vítt og breitt yfir sviðið og kynntumst hvert öðru – og það var mikið hlegið. Líst mjög vel á hópinn og hlakka til fram- haldsins,“ sagði Dagur B. Egg- ertsson, oddviti Samfylkingar, á Facebook. Næsti fundur verður í FB í dag. Engin tíðindi hafa borist af meiri- hlutaviðræðum í Kópavogi. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er vilji til þess í baklandi Sjálfstæðisflokksins að ganga frekar til samstarfs við Framsóknarflokk- inn en BF-Viðreisn. Hvorki náðist í Ármann Kr. Ólafsson, oddvita sjálf- stæðismanna, né Birki Jón Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins, í gær- kvöld. Í gær var undirritaður samstarfs- samningur Framsóknar- og fé- lagshyggjufólks og Sjálfstæðis- flokksins á Dalvík. Katrín Sigur- jónsdóttir, oddviti Framsóknar, verður sveitarstjóri. hdm@mbl.is Rósa bæjarstjóri í Hafnarfirði  Meirihlutaviðræður hafnar í borginni Rósa Guðbjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.