Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VANTAR ÞIG STARFSFÓLK Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt peningar séu afl margra hluta þá eru þeir ekki allt og margur verður af aurum api. Láttu ekki plata þig í við- skiptum. 20. apríl - 20. maí  Naut Eitthvað kann að koma upp á sem setur alla þína dagskrá úr skorðum. Sýndu umburðarlyndi en haltu þínu striki. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ný verkefni byrja vel, en þú veist betur en nokkur annar að endirinn skiptir mestu. Einhver sem þú þekki hefur óhreint mjöl í pokahorninu, vertu á varðbergi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft ekki að vera með nein látalæti í umgengni við aðra. Mundu að gleyma ekki þínu eigin frelsi og þinni eigin velferð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einbeittu þér að því að byggja upp framtíðina. Hertu upp hugann og reyndu að halda þínu striki hvað sem tautar og raular. Félagslífið tekur kipp þegar líður á sumarið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fólk vill rétta þér hjálparhönd um þessar mundir, bæði beint og óbeint. Stattu við það sem þú lofar sama hver í hlut á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Draumar þínir eru ekki bara fyrir þig. Vertu á varðbergi svo óttinn nái ekki að læsa klónum í þig. Þú mætir mótbyr en hann varir ekki lengi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu í skemmtiferð eða nýttu þér samfélagsmiðla og/eða íþróttir til að gera daginn ánægjulegan. Þú þarft að spýta í lófana ef þú ætlar að ná að klára verkefnin fyrir sumarfrí. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nágranni eða fjölskyldu- meðlimur virðist ætla að eyðileggja næðið sem þú metur svo mikils. Góðmennska og umhyggja fyrir öðrum er efst á baugi þessa dagana. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki berja höfðinu við steininn þegar þú sérð að fyrirætlanir þínar eru óframkvæmanlegar. Hjón vinna sig út úr áskorunum með því að taka höndum saman. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sýndu fjölskyldumeðlimum sér- staka tillitssemi í dag. Þú uppgötvar nýja hlið á barninu þínu sem þú vissir ekki að það ætti til. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir. Reyndu þá að bregðast við gagnrýni með yfirvegun. Ég fletti fésbókarsíðu HólmfríðarBjartmarsdóttur og rakst á þessa vísu frá 3. maí – og er ekkert ofsögum sagt þar!: Hlýtt er enn um byggð og ból og bara ágætt skyggni. Í Aðaldal er alltaf sól þó annað slagið rigni. Annað hljóð var í Pétri Stefáns- syni en hann orti á þriðjudags- morgun um veðrið í Reykjavík: Fjöldi manna flýr nú brott, fer til sólarlanda því maíveðrið er miður gott, með miklum vætufjanda. Ingólfur Ómar tekur undir: Nú er úti regn og rok rysjótt veðurfarið. Ég hef fengið upp í kok af ótíð það get svarið. Og í gönguför á þriðjudagskvöld herðir Pétur enn á: Úti er hífandi helvítis rok, hér get ég varla gengið. Alveg hef ég upp í kok af illviðrinu fengið. Skagfirskir hagyrðingar halda áfram að yrkja í framhaldi af kosn- ingunum. Í framhaldi af vísu Páls Dagbjartssonar sem hér birtist á dögunum, en þar hafði hann óskað sér að Framsóknarflokkurinn fengi frí frá stjórn sveitarfélagsins „fjöru- tíu næstu árin“. Núna er tilefnið að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi sínu í Skagafirði. Guðmundur Sveinsson yrkir: Fagrir dagar færast nær fljóta víða tárin. Þá er ljóst að framsókn fær fjörutíu næstu árin. Syðra segir Ólafur Stefánsson síð- ustu forvöð að segja eitthvað um kosningarnar á Ströndum og út- krotaða kjörskrá, því nú hafa fylk- ingar þar vestra fallist í faðma sbr. Fréttablaðið. Svo beinast augu landsmanna nú að því að fylgjast með bútasaumi Hallgerðar á fölln- um meirihluta í borginni við Sundin: Margs konar ódæmi eiga sér stað eins þótt menn fari með löndum. Ekki þó dugir að æðrast við það, þó ævin verði útkrotað blað, eins og kjörskrá á Ströndum. Gunnar J. Straumland yrkir um „valdið“: Sárlega hefur sannast oft, er sumum finnst nú miður, að allt sem leitar upp í loft á endanum fellur niður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sól fyrir norðan og enn um kosningar Í klípu „HLJÓMAR EINS OG ÞÚ SÉRT MEÐ EFTIRSJÁ KAUPANDANS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ÁTT EKKI AÐ KASTA ÞVÍ!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líða stundum eins og allir séu að segja bless við þig. ÓKEI, ÉG ER FARINN ÆTTIR ÞÚ EKKI AÐ VERA AÐ ÞESSU Á ÆFINGASVÆÐINU? NAUTS! ÞETTA ER SVO MIKLU SKEMMTILEGRA! ÁI! VARIST HUNDINN HANN ANGAR Hefur einhver lesið undursamlegtljóð um virkjanir eða stóriðju? Séð dýrlega fallegt málverk af raf- línum eða stíflum? Fallið í stafi yfir háspennuturnum? x x x Það hefur Víkverji ekki. Aftur ámóti hefur hann lesið fjölmörg ljóð um þau undur sem náttúran hef- ur skapað og dáðst að dýrlegum málverkum af fossum, fjöllum og öðru landslagi. Víkverji hefur líka ótal sinnum orðið bergnuminn af fegurð íslenskrar náttúru. x x x Flest virðist nú benda til þess aðHvalárvirkjun verði reist í Ófeigsfirði á Ströndum. Verði hún að veruleika munu framkvæmdirnar skerða það óbyggða svæði á Vest- fjörðum sem er víðáttumest. Vík- verji er ekkert sérlega sleipur í stærðfræði en reiknast svo til að þetta svæði sé um 14% íslenskra víð- erna sem samtals eru rúmlega 1.600 ferkílómetrar. Lagðir verða a.m.k. 25 kílómetrar af vegum og rennsli nokkurra fagurra fossa stöðvast að mestu. x x x Ímyndum okkur eitt augnablik aðnáttúruvísindamaðurinn og lista- skáldið góða, Jónas okkar Hall- grímsson, kæmist yfir tímavél hjá snarbrjálaða vísindamanninum Jeppe Sørensen í Kaupmannahöfn árið 1835 og myndi ferðast fram um 200 ár, til ársins 2035. Um hvað myndi Jónas yrkja ef hann kæmi við í Ófeigsfirði og Hval- árvirkjun hefði verið reist þar? Myndi skáldið fyllast andagift? x x x Kannski myndi Jónas yrkja til-brigði við ljóð Hannesar Haf- stein: Þar sem háar stíflur hálfan dalinn fylla? x x x Víkverji heyrir stundum talað íhæðni um „lattélepjandi 101- lýð“ sem er að derra sig vegna virkj- anaframkvæmda á landsbyggðinni. Þetta skilur Víkverji ekki. Finnst einhverjum í alvörunni að fólk megi bara hafa skoðun á þeim stöðum sem það býr sjálft á? vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þeg- ar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. (Sálm: 16.8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.