Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 farsæla sambúð. Þau unnu vel saman, stunduðu útivist og land- bætur, ferðuðust um landið á hestum og með öðrum hætti. Þau þekktu landið, áttu góða vini og félaga víða um land og höfðu ánægju af félagsmálum. Þau létu sig ekki muna um að mæta á fundi Skógræktarfélags Íslands hvar sem þeir voru haldnir og nutu þess að hitta vini og félaga. Sveinbjörn tók sæti í stjórn Skógræktarfélags Íslands árið 1987 og var formaður stjórnar Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá 1990-1999. Hann var varaformaður Skóg- ræktarfélags Íslands árin 1990 til 1996 og fetaði á vissan hátt í fót- spor tengdaföður síns, Her- manns Jónassonar, sem var varaformaður félagsins frá 1947 til 1968. Sveinbjörn var í stjórn Landgræðslusjóðs öll árin sem hann sat í stjórn Skógræktar- félags Íslands. Hann var for- maður þriggja nefnda um gerð landgræðsluáætlana árin 1976 til 1991 og tók virkan þátt í að undirbúa Átak um landgræðslu- skóga sem hófst árið 1990, undir forystu Skógræktarfélags Ís- lands í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna og Landbúnaðarráðuneytið. Sveinbjörn lét sig málefni gróðurfars á landinu miklu skipta og fyrir rúmum áratug hélt hann erindi á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um búfjárvörslu og gróðurvernd. Hann benti m.a. á að samkvæmt skýrslum fræðimanna á ýmsum tímum mætti rekja bágt ástand gróðurs á Íslandi til uppblásturs og landskemmda af völdum bú- fjár. Hann vísaði til þess að ástandið væri verra hér á landi en víða annars staðar, enda hvíldu strangari skyldur almennt á búfjáreigendum í öðrum lönd- um varðandi vörslu búfjár. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að tíma- bært væri að setja löggjöf á Al- þingi um auknar kröfur til bú- fjáreigenda í tengslum við lausagöngu búfjár. Þetta væri nauðsynlegt til að bæta stöðu gróðurverndar og skógræktar á komandi árum. Þessi brýning hans á enn við því betur má ef duga skal. Sveinbjörn og Pálína stund- uðu skógrækt við sumarbústað sinn í landi Kárastaða við Þing- vallavatn og á jörðinni Kletti í Borgarfirði, þar sem faðir Pálínu hóf skógrækt stuttu eftir að hann eignaðist jörðina árið 1945. Sveinbjörn var heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands og félagsmenn kveðja hann með virðingu og þakklæti fyrir fram- lag hans til skógræktar í landinu. Börnum hans og öðrum ástvinum færum við hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd stjórnar SÍ, Jónatan Garðarsson. Nú hefur hann Sveinbjörn kvatt okkur og er mér af því bú- inn mikill söknuður eftir nær 84 ára viðkynningu og vinskap. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Ísaksskóla í „Grænuborg“. Það- an lá leið okkar í Austurbæjar- skólann, en þar vorum við ekki aðeins í sama bekk, heldur höfð- um við borð saman. Þar jókst að sjálfsögðu viðkynningin. Hún rofnaði um stund, er ég var, eftir bæjarhlutareglum, færður yfir í Miðbæjarskólann. En viti menn, fyrr en varði vorum við komnir saman í fyrsta bekk Menntaskól- ans í Reykjavík og þar féllum við mest inn í horfinn hóp bekkjar- bræðra. Hvað mig snerti varð sambandið við Sveinbjörn nán- ast. Það efldi vináttuna, að báðir áttum við hesta, ferðuðumst víða, gjarnan með konum okkar og öðrum góðum ferðafélögum. Ég ætla mér ekki að fjalla um ágæti Sveinbjörns í starfi, sem er yfir allan vafa hafið, það munu aðrir gera. Læt þakklæti fyrir vinátt- una duga og votta aðstandendum samúð mína. Ragnar G. Kvaran. Mér ljúft að minnast góðs vin- ar, Sveinbjarnar Dagfinnssonar, sem kvaddur er í dag. Samskipti okkar og samstarf hófst er ég varð skólastjóri á Hólum í Hjaltadal og hann var ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu. Sveinbjörn var jafnframt formaður búfræðslu- nefndar sem hafði yfirumsjón með öllu búnaðarnámi í landinu. Sveinbirni afar annt um búnaðar- skólana á Hólum og Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Þegar við hjónin tókum við skólastjórn og staðarhaldi Hól- um í apríl 1981 hafði reglubundið skólahald legið þar niðri í tvö ár. Framtíð Hólastaðar var í mikilli óvissu. Sveinbjörn hafði þá verið sett- ur staðarhaldari á Hólum. Sveinbjörn var einstakur starfsmaður: ljúfur, hafði alltaf tíma, hlustaði og setti sig vel inn í mál. Síðan kom hann með vel grunduð ráð, ábendingar og tók ákvarðanir þar sem hann þurfti. Þegar Sveinbjörn sagðist ætla að sjá hvernig hann gæti þokað áfram tilteknum málum vissum við að erindið var komið í góðan farveg. Sveinbjörn var mikill skóla- maður, víðsýnn og frjór og hvatti til þróunar og nýsköpunar á þeim vettvangi. Jafnframt skyldi borin virðing fyrir því sem áunnist hefði. Landgræðslan, Skógrækt- in, uppgræðsla örfoka lands átti hug Sveinbjarnar. Þegar við hjónin tókum við Hólaskóla þurfti að byggja og treysta margt frá gunni á staðn- um, endurnýja gömul hús og byggja ný. Slíkt hefði ekki tekist með þeim ágætum sem raun ber vitni nema fyrir hvatningu og sterkan bakstuðning Sveinbjarn- ar. Þegar við hugsum til baka náði atorka hans í málum stofn- ana landbúnaðarins stundum langt út fyrir embættisskyldur hans. Fyrir það erum við þakk- lát. Í minningarbroti sem Svein- björn gaf út um ævi sína og störf segir hann einmitt frá því þegar forsetaritari hringdi og óskaði honum til hamingju með að verða sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu: Ég spurði fyrir hvað, „fyrir embættisstörf“ var svarið. „Ég afþakkaði orðuna og sagðist ekki telja rétt að þiggja heiðursorðu fyrir að mæta í vinnu sem ég fengi greiðslu fyrir“. Þarna var Sveinbirni vel lýst. Sveinbjörn hvatti og studdi með ráðum dáð eflingu hrossa- ræktar, reiðmennsku og reið- kennslu á Hólum og hann á ein stærstan hlut í að þar er nú mið- stöð fyrir rannsóknir og kennslu fyrir íslenska hestinn á heims- vísu. En ekki síst var Sveinbirni Hólastaður sjálfur hugleikinn, helgi hans og saga sem æðsta menningarseturs landsins um aldir. Sveinbirni fannst í hæsta máta eðlilegt að landbúnaðr- ráðuneytið fyrir hönd ríkisins og íslensku þjóðarinnar axlaði ábyrgð á Hólastað og fjölþættu fræðslu og menningarstarfi sem væri bæði staðnum og þjóðinni verðskuldað til sóma. Sveinbjörn Dagfinnsson var til staðar og beitti sér af hugsjón og atorku á örlaga tímum í sögu Hóla í Hjaltadal. Fyrir hönd allra velunnara Hóla þökkum við hon- um fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu staðarins. Við Ingibjörg þökkum Svein- birni Dagfinnssyni fyrir sam- starfið, trausta og góða vináttu til margra ára. Blessuð sé minning heiðurs- mannsins Sveinbjarnar Dag- finnssonar ráðuneytisstjóra. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Þegar ég kveð kæran vin og samstarfsmann eftir nærri hálfr- ar aldar samskipti er margs að minnast og bjartar minningar um yndislegan mann munu lifa áfram í huga mínum. Margar góðar samverustundir áttum við Oddný á heimili Pálínu og Svein- björns í Hvassaleiti og í Kusukoti við Þingvallavatn og þau hjá okk- ur í Gunnarsholti. Þau voru sann- ir höfðingjar heim að sækja og við minnumst þeirra samveru- stunda með söknuði og virðingu. Þau hjónin voru einstaklega sam- hent og ég veit að Sveinbjörn er nú glaður að fylgja Dollý sinni, eins og Pálína var oftast nefnd, svo fljótt eftir að hún kvaddi þennan heim. Starfsferill Sveinbjörns var af- ar umfangsmikill og verður ekki rakinn hér, en þegar ég tók korn- ungur við starfi landgræðslu- stjóra varð Sveinbjörn skömmu síðar ráðuneytisstjóri í landbún- aðarráðuneytinu og yfirmaður minn. Hann var þá þegar hokinn af reynslu í stjórnarráðinu og emb- ættisfærslum og reyndist mér frá upphafi hinn besti lærimeist- ari. Ætíð var hann reiðubúinn að veita mér margháttaða aðstoð og holl ráð. Síðar þróaðist með okk- ur einlæg vinátta. Á vettvangi stjórnsýslunnar áttum við náin og mikil samskipti í nærri aldarfjórðung. Svein- björn var afar farsæll embætt- ismaður, einstaklega starfsamur og vinnuhestur. Átti farsæl sam- skipti við fjölda ráðherra og emb- ættismanna og var lögfróður mjög. Hann veitti forystu ýmsum nefndum þar sem ég var kvaddur til þátttöku. Ætíð var forysta hans málefnaleg og örugg, þar sem leitað var eftir sem flestum sjónarmiðum. Minnisstæðust þeirra málefna er mér for- mennska hans í tveimur land- græðsluáætlunum sem skiptu sköpum fyrir gróður landsins. Margar góðar ferðir áttum við um hálendi og láglendi að skoða gróður og ræða við vörslumenn landsins. Utan skrifstofunnar vildi hann helst alltaf vera sívinnandi og sinnti fjölþættum verkefnum og hugðarefnum. Hann unni töfrum þessa blessaða lands og var gleði- og söngvasál í góðra vina hópi. Ferðagarpur var hann á hestum um óbyggðirnar og sannur rækt- unarmaður. Ræktaði skóg hvar sem hann átti land og studdi landgræðslu- og skógræktarmál hvar sem hann kom því við. Síðustu æviárin voru honum á margan hátt erfið og veikindi Dollýjar lögðust þungt á hann. En hann átti dygga fjölskyldu sem studdi þau hjónin á allan hátt. Á engan er þó hallað þegar getið er einstakrar umönnunar Hermanns sonar hans sem heim- sótti föður sinn á ævikvöldi hans nánast daglega um árabil. Kæri vinur. Að leiðarlokum er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áratuga vináttu, drengskap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Það var mér mikill heiður og forréttindi að fá að kynnast þér. Öll voru þau samskipti á einn veg. Þú varst traustur félagi og vinur, einstak- lega einlægur og vinfastur. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina kæri vinur. Ég votta fjölskyldu Svein- björns mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning Sveinbjörns Dagfinns- sonar. Sveinn Runólfsson. Haustið 1940 komu nokkrir tugir unglinga saman til náms í húsi Stýrimannaskólans við Öldugötu. Þar fékk Einar Magn- ússon, menntaskólakennari og síðar rektor MR, inni með und- irbúningsdeild sína fyrir inn- tökupróf í MR. Meðal þessara unglinga var Sveinbjörn Dag- finnsson sem við í dag kveðjum eftir áratuga samfylgd og vin- áttu. Sveinbjörn var einn þeirra 26 sem náðu inn í MR og við tóku sex skemmtileg og góð ár með námi og leik. Þau sem ekki kom- ust inn dreifðust á aðra fram- haldsskóla og komu síðar í hóp- um og þrefaldaðist þá fjöldi nemenda í bekknum. Innan bekkjarins voru margir snjallir handknattleiksmenn og dreifðust þeir í kapplið Reykjavíkurfélaganna. Svein- björn gekk til liðs við Víking og varð bæði Reykjavíkur- og Ís- landsmeistari í 2. aldursflokki. Einnig var hann valinn í skólalið- ið í handknattleiksmóti fram- haldsskólanna en það fór fram í Hálogalandi. Fljótlega eftir inntökuprófið mynduðust spilaklúbbar jafnt í MR sem „Ágústarskólanum“ og ekki síður hjá stúlkum en piltum og á háskólaárunum myndaði Sveinbjörn spilaklúbb með þremur öðrum laganemum úr bekknum. Komið var saman vikulega næstu áratugina. Bekkjarráðið hélt bekknum vel saman, boðið var til ferðalaga á hverju sumri og ávallt fól ritari bekkjaráðs Sveinbirni farar- stjórn. Í einni slíkri ferð buðu Sveinbjörn og Pálína ferðafélög- unum að hafa viðdvöl á eignar- jörð þeirra, Kletti í Reykholts- dal, og njóta þar veitinga. Þegar fækkaði í tveimur spila- klúbbum sameinuðust eftirlif- endur í spilaklúbb, sem iðkaði Bridge, suma vetur vikulega annars aðra hverja viku. Sveinbjörn átti við heilsubrest að stríða síðustu árin og enda þótt hann dveldi á hjúkrunar- heimili var hann fram til hins síð- asta þess afar hvetjandi að koma saman og taka í spil. Bekkjarsystkini úr MR þakka áratuga samfylgd og vináttu og votta börnum hans og fjölskyld- um þeirra samúð. Við spilafélagar hans kveðjum hann með söknuði og þökkum all- ar þær góðu minningar sem við eigum frá okkar samverustund- um. Höskuldur Ólafsson, Kristján Oddsson og Sigurgeir Guðmannsson. Það er skarð fyrir skildi, góður vinur okkar er fallinn frá. Sveinbirni Dagfinnssyni kynntist ég fyrst þegar hann starfaði sem lögfræðingur fyrir Félag íslenskra atvinnuflug- manna. Hann var um tíma fram- kvæmdastjóri FÍA og vann mjög mikið starf fyrir félagið í meira en áratug. Atvinnuflugmenn ákváðu á aðalfundi FÍA 1971 að gerast sjálfboðaliðar í land- græðsluflugi ef stærri flugvél fengist til landgræðslu en sú sem var í notkun. Við Sveinbjörn spurðumst víða fyrir um hverjir hefðu helst reynslu af áburðar- dreifingu með DC-3-flugvélum og fengum vitneskju um að það gæti verið á Nýja-Sjálandi. Sveinbjörn fékk Örn O. Johnson, forstjóra Flugfélags Íslands, til að skrifa vini sínum Geoffrey N. Roberts, stjórnarformanni Air New Zealand, og fékk með því upplýsingar frá fyrirtæki þar í landi sem notaði DC-3-flugvélar til áburðardreifingar. Örn gerði það ekki endasleppt, hann sendi Gunnar Valgeirsson flugvirkja til Nýja-Sjálands til að kynna sér tæknihliðina á notkun DC-3-flug- véla í áburðardreifingu. Flugfélag Íslands bauð síðan landbúnaðarráðuneytinu flugvél- ina Gljáfaxa TF-ISH að gjöf. Þetta var upphafið á löngu og heillaríku samstarfi sjálfboða- liðaflugmanna FÍA og Land- græðslu ríkisins. Sveinbjörn starfaði um langt árabil sem ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, hann var áhuga- maður um landgræðslu og skóg- rækt. Vinskapur myndaðist með fjölskyldum okkar og við urðum nágrannar Sveinbjörns og Dol- lýjar á Tjarnarflöt í Garðabæ. Það er margs að minnast; heim- sókna í sumarbústað þeirra á Þingvöllum, sameiginlegs skíða- frís í Austurríki, hestaferða með Sveinbirni, þar með talin eftir- minnileg ferð með Guðbirni á Kárastöðum frá Þingvöllum um Leggjabrjót. Við Sveinbjörn keyptum jörð- ina Kampholt í Flóa af Samúel Jónssyni í Þingdal, hann taldi sig verða að láta þess getið að það fylgdi vinnumaður frá fyrri öld- um jörðinni, hann varð vinur okkar. Við áttum margar ánægju- stundir hjá Stefaníu og Samúel í Þingdal, þar var farið með ljóð og stundum raulað lag, Sveinbjörn fór vel með íslenskt mál. Við brösuðum margt í Kampholti og höfðum gaman af þótt stundum væri deilt um búskaparhætti. Tré sem Sveinbjörn og Dollý gróðursettu í Kampholti halda áfram að vaxa. Sveinbjörn var hestamaður og vann mikið fyrir félag hesta- manna, hann átti gæðing sem hét Glaumur. Við kveðjum Sveinbjörn með þessari vísu: Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Ólöf og Skúli Brynjólfur Steinþórsson. Ljúft og gott er að láta hugann reika til baka og rifja upp minn- ingar og samveru við fráfall góðra samferðamanna. Fyrstu kynni mín af Svein- birni hófust fyrir um 60 árum þegar fjölskyldur hans og móðurbróðir minn, Einar GE Sæmundsen, skógarvörður og framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Reykjavíkur, voru í hey- skap í Fossvogsdalnum; hann í Hermannsskógi tengdaföður síns og við Kópavogsmegin við Fossvogslækinn. Við tengdumst strax vináttuböndum í gegnum hestamennskuna og áhuga á skógrækt. Margs er að minnast um útreiðartúra í Elliðaár- dalnum þegar Sveinbjörn og Einar frændi leiddu hóp hesta- manna um dalinn. Þegar ég kom frá skógrækt- arnámi í Noregi 1974 og fékk vinnu sem aðstoðarskógarvörður hjá Sigurði Blöndal á Hallorms- stað voru tengslin við ráðuneytið fyrst og fremst við ráðuneytis- stjórann Sveinbjörn og alla mína starfstíð sem skógarvörður á Hallormsstað og seinna skóg- ræktarstjóri var hann minn nán- asti samstarfsmaður og studdi mig með ráðum og dáð. Vinnan við að stofna og koma á fót landshlutaverkefnum í skóg- rækt var stórt, flókið og mikið verk og var Sveinbjörn þar minn helsti bakhjarl og stuðnings- maður. Alltaf var hægt að leita til hans og fá góð ráð og finna leiðir til að þoka verkefninu áfram. Nú eru landshlutaverkefnin í skógrækt stærstu skógræktendur landsins og frá 1990 hefur ásýnd landsins tekið stakkaskiptum og bændur landsins stærstu þátttakendurn- ir, þeir sem drífa verkefnið áfram með stuðningi ríkisins. Nú er svo komið að umhirða og grisjun þessara ungu skóga er í dag stærsta verkefnið. Sveinbjörn sat lengi í stjórn Skógræktarfélags Íslands og á þeim vettvangi áttum við mikið og gott samstarf. Aðalfundir fé- lagsins eru í raun uppskeruhátíð skógræktarmanna og eru þeir haldnir um land allt. Fundað er um skógræktarmál í víðu sam- hengi, ályktanir samþykktar og síðast og ekki síst eru skoðaðir reitir og árangur starfsins met- inn og að sjálfsögðu gera menn sér glaðan dag og voru Svein- björn og Dollý kona hans hrókar alls fagnaðar. Ég lýk þessari stuttu kveðju og minnist hestamannsins og skógræktarmannsins með hlýju og þakklæti og tel mig lánsaman að hafa átt Sveinbjörn sem vin og bandamann í þeim málaflokki sem við báðir brunnum fyrir, skógræktarstarfinu, og sendum við Berit fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Jón Loftsson, fv. skógræktarstjóri. Með Sveinbirni er genginn einn af þeim sem hvað lengst hafa staðið í framvarðarsveit Stjórnarráðs Íslands. Í æviágripi hans má sjá að Sveinbjörn kom víða við en ég minnist hans fyrst og fremst sem ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins sem í hans tíð var sérstakt ráðuneyti. Eitt af fyrstu verkefnum sem Sveinbjörn fól mér að gera, er ég hóf störf í ráðuneytinu 1987, var að taka saman lítinn bækling; Stofnanir landbúnaðarráðuneyt- isins. Undirstofnanirnar töldust þá á annan tuginn og má nefna Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Bændaskólana á Hvann- eyri og Hólum og Garðyrkjuskól- ann á Reykjum, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Embætti yfirdýralæknis, Áburð- arverksmiðjuna og Stofnlána- deild landbúnaðarins, sem dæmi um hve stór verkefni voru og er- indin fjölbreytt til úrlausnar og afgreiðslu. Þá annaðist ráðuneyt- ið mjög stóran málaflokk – Jarð- eignir ríkisins sem kallaði á þekkingu á landinu og tengsl við ábúendur. Stjórnvöld ákváðu svo breytta skipan þessara mála – stofnanir lagðar niður eða fluttar undir önnur ráðuneyti. Margt má um þær breytingar segja en víst er að hinum reynda ráðuneytis- stjóra þótti sárt að sjá á eftir þessum lykilstofnunum frá land- búnaðarráðuneytinu – þar sem áratuga þekking og reynsla hafði skapast en myndi ekki nýtast lengur og taldi það íslenskum landbúnaði síst til framdráttar. Sveinbjörn var einlægur áhugamaður um skógrækt og landgræðslu – vissi að nú átti þjóðin þekkingu, tæki og fjár- magn til að græða sár landsins og bæta fyrir þá ofnýtingu sem það varð að þola til að íslenska þjóðin gæti lifað af harðindi elda og ísa – plágur og kúgun fyrri alda. Hann fagnaði hverri fjárveitingu til þessara mála en fannst sem öðr- um skilning vanta og að góðum orðum fylgdu litlar athafnir. Sveinbjörn hafði mikinn metnað fyrir sínu ráðuneyti – vildi form- festu í afgreiðslu mála og fylgdist með að verkefni drægjust ekki úr hömlu. Á vikulegum fundum út- hlutaði hann verkefnum sem bor- ist höfðu og hann lesið og valið farveg – fylgdi þeim svo eftir. Hjá honum naut ég leiðsagnar í siðum og samskiptum stjórn- valda við þá sem áttu við þau er- indi og þau ráð hafa komið mér til góða. Þessi samskipti hafa mikið breyst á tímum tísts og tölvu- pósta en gott að geta gripið til gamalla hefða, s.s. þéringa sem áður var sjálfsagt mál í Stjórn- arráði Íslands. Sveinbjörn vildi að starfsfólki sínu liði vel og tók fullan þátt í samkomum þeirra, hvort heldur var glaðst saman í tilefni jóla eða farið í sumarferðir langa helgi. Og þá var ekki ónýtt að njóta leiðsagnar Sveinbjörns; gjörþekkti hvern stað og svo var sungið „Efst á Arnarvatnshæð- um“ eða annað gott. Fyrir fáeinum vikum lést eig- inkona Sveinbjörns og í minning- argrein nefndi ég persónuleg samskipti og vináttu þeirra og okkar hjóna sem okkur voru mik- ils virði og óþarft að endurtaka. Ég kveð minn góða vin og vel- gjörðarmann, með einlægu þakk- læti fyrir traustið og trúnaðinn sem hann sýndi mér og vináttuna sem aldrei bar skugga á. Að- standendum sendi ég samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Svein- björns Dagfinnssonar. Níels Árni Lund.  Fleiri minningargreinar um Sveinbjörn Dagfinns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.