Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 ✝ ÞórarinnSveinn Arnar- son fæddist í Reykjavík 2. desember 1972. Hann lést 23. maí 2018. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Þór- arinsdóttur kenn- ara, f. 5.4. 1950, og Arnar Þorbergs- sonar endurskoð- anda, f. 6.6. 1954. Systkini Þórarins eru Örvar læknir, f. 14.2. 1976, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þau eiga þrjú börn, og Stefanía Ósk viðskiptafræðingur, f. 6.1. 1986, í sambúð með Orra S. Guðjóns- syni. Þau eiga tvo syni. Þórarinn kvæntist hinn 21. ágúst 1999 Mörtu Guðrúnu Daníelsdóttur umhverfisverk- fræðingi, f. 2.5. 1972. Marta er dóttir hjónanna Kristrúnar Guðbjargar Guðmundsdóttur, f. 15.5. 1953, og Daníels Gunn- arssonar, f. 24.9. 1952. Systkini efnafræði frá University of Washington 1999 og Ph.D.- gráðu í hafefnafræði frá sama skóla 2004. Hann flutti aftur til Íslands með fjölskyldu sinni 2005 og starfaði fyrst um sinn sem sérfræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun. Hann starfaði hjá Orkustofnun síðastliðin tíu ár sem verkefnastjóri olíuleitar auk eldsneytismála og orku- skipta. Þórarinn stundaði tónlistar- nám um árabil og lauk 8. stigi í þverflautuleik frá Tónlistar- skóla Kópavogs. Auk þess hafði hann unun af bóklestri, útivist og ferðalögum og átti það sér- staklega við um ferðalög innan- lands með fjölskyldu sinni og heimilisvininum Koli. Þórarinn sat um tíma í stjórn foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness. Hann var virk- ur í íþrótta- og tónlistarstarfi barna sinna á Seltjarnarnesi og fór ófáar ferðir með sonum sín- um á íþróttamót og í lúðra- sveitabúðir, bæði innanlands og utan. Undanfarna vetur var hann virkur félagi í Lúðrasveit verkalýðsins ásamt eldri sonum sínum. Útför Þórarins fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 1. júní 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Mörtu eru Guð- mundur Björgvin, f. 15.10. 1974, og Halldóra Rut, f. 2.2. 1979. Synir Þórarins og Mörtu eru Bald- ur Örn, f. 7.3. 2000, Bjarki Daníel, f. 14.5. 2002, Kristinn Rúnar, f. 1.9. 2005, og Guðmundur Brynjar, f. 1.9. 2005. Þórarinn ólst upp á Kársnesi í Kópavogi og gekk í Kársnes- og Þinghólsskóla. Sem barn og unglingur dvaldi hann ófá sum- ur á Skeggjastöðum hjá Guð- rúnu ömmu sinni og Þorbergi afa. Þórarinn var afburðanáms- maður. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1992 sem dúx skólans og B.Sc.-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands 1995 með hæstu einkunn sem gefin hafði verið frá upphafi í greininni. Hann lauk M.Sc.-prófi í haf- Hlýtt bros blik í auga glaður hugur einkenndi þig. Þú varst: Einlægur, sannur dýrmætur fjölskyldu vinum, samtíð. Fráfall þitt svo óvænt var sárt nístandi sárt. Minning þín er björt. Hún vermir dapran huga. (Ægir Fr. Sigurgeirsson) Mamma og pabbi. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa minn- ingar um Þórarin stóra bróður minn. Hann var einstaklega hlýr og hugulsamur bróðir. Sama hvað á bjátaði gat ég leitað til hans og hann hafði alltaf tíma til að hlusta á mig og bjóða huggun eða gefa góð ráð eftir því hvernig stóð á. Hann var ekki bara traustur á erfiðum stundum í líf- inu, hann gat líka verið glettinn og lagði stundum mikið á sig til að skemmta litlu systur sinni. Mér er alltaf minnisstæður rúnturinn sem við áttum um Kópavoginn hér um árið. Ég hef sennilega verið tólf ára og þótti forréttindi að fá að rúnta með honum. Þegar við ókum inn á hringtorg sagði Þórarinn skyndi- lega: „Tveir, tíu eða tuttugu?“ Ég botnaði ekkert í spurning- unni fyrr en hann sagði mér að velja eina af þessum tölum. Að sjálfsögðu valdi ég tuttugu, af því að það var hæsta talan og því augljóslega besti valkosturinn. Ég áttaði mig hinsvegar á því þegar við vorum búin að fara tvo hringi um hringtorgið að senni- lega voru það mistök að velja töl- una tuttugu og það varð alveg skýrt á áttunda hring að talan tíu hefði verið skárri kostur en tutt- ugu! Okkur var báðum orðið óg- latt áður en yfir lauk og ég kút- veltist um af hlátri. Þórarinn hélt út þó að hann væri orðinn ringl- aður og kláraði með herkjum. Hann þurfti svo að leggja bílnum til að jafna sig áður en við héld- um heim, því hann gat varla keyrt beint eftir þetta. Þórarinn var mikil fyrirmynd í mínu lífi og leit ég ekki bara upp til hans sem bróður heldur einnig sem uppalanda. Við Orri gátum alltaf leitað til hans og Mörtu þegar kom að foreldrahlutverk- inu og vorum við dugleg að hlusta og feta í þeirra fótspor, enda þau búin að ala upp fjóra yndislega drengi sem eru okkur svo kærir. Ef Þórarinn var ekki að spila með strákunum sínum tónlist með lúðrasveitinni naut fjölskyldan þess að verja frítíma sínum saman. Fyrir okkur var hann hinn fullkomni pabbi. Það er átakanlega erfitt að kveðja Þórarin, stóra bróður minn, sem alltaf var glaður og kátur og bauð upp á knús hve- nær sem ég þurfti á að halda. Ég reiknaði alltaf með því að við myndum fylgjast að og verða samferða í gegnum lífið og deila frekari uppeldisráðum, hlátra- sköllum og gleði. Ég kem alltaf til með að líta upp til þín, elsku bróðir. Stefanía Ósk Arnardóttir. Þórarinn stóri bróðir var fjór- um árum eldri en ég. Við vorum um flest töluvert ólíkir. Hann ró- legur og sjálfum sér nógur en ég meira fyrir hasar og læti. Bernskuárin bjuggum við að hluta í Fellabæ og fengum oft að leika lausum hala. Þá lá leiðin niður að bökkum Lagarfljóts og reyndum við að giska á hversu djúpt það væri. Um helgar fórum við reglulega í heimsókn til afa og ömmu á Skeggjastöðum. Sveitalífið féll Þórarni vel og ósjaldan varð hann eftir hjá afa og ömmu, þar sem hann naut þess að lesa bækur og hjálpa afa við verkin. Þær voru líka ófáar heimsóknirnar til ömmu Stefaníu á Eiðum. Þórarinn bróðir var mikill veiðimaður og fórum við gjarnan niður að Eiðavatni eða Húsatjörn þar sem hann kenndi mér að nota veiðistöngina, hnýta fiskihnút og rota fisk. Þegar Þórarinn var 12 ára fluttum við á Kársnesið í Kópa- vogi. Það kom fljótlega í ljós að Þórarinn var afbragðs námsmað- ur. Hann stóð sig vel í skólanum og varði löngum stundum við nám og lestur. Hann lærði á þverflautu og kláraði öll stigin í tónlistarskólanum. Ég man glöggt eftir því að hafa leikið mér í legó í herberginu mínu og hlust- að á flautuleikinn sem barst inn til mín. Það vandist furðu vel og féll vel í minn hversdagsleik. Því miður voru samskipti okk- ar Þórarins stopul á fullorðins- árum vegna náms og fjarlægðar. Ég hafði hlakkað til að endur- skapa tengsl við Þórarin þegar ég flytti aftur heim til Íslands en því miður höfðu örlögin annað í huga. Hvíl í friði, elsku bróðir. Örvar Arnarson. Þórarinn Sveinn tengdasonur okkar var um margt einstakur maður. Þegar hann kynntist Mörtu Guðrúnu dóttur okkar fyrir rúmlega tuttugu árum fylgdi honum strax umvefjandi hlýja og var hann ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og leggja okkur lið. Hann var sann- ur og einlægur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og einstak- lega barngóður. Þessi viðhorf hafa synirnir tileinkað sér í svo ríkum mæli. Þau ár sem Þórarinn og Marta bjuggu í Seattle og stunduðu framhaldsnám urðu þau þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast fjóra drengi. Drengirnir uxu úr grasi og nutu ástríkis samhentra for- eldra sem vöktu hamingjusöm yfir velferð þeirra. Við heimsótt- um þau oft á þessum árum og dvöldum hjá þeim til að fylgjast með vexti og þroska afa- og ömmustrákanna. Á námsárunum kom fjölskyldan heim til Íslands um jól og dvaldi hjá okkur. Eftir að fjölskyldan flutti heim að námi loknu var Þórarinn óþreytandi að styðja við synina og miðla þeim af sínum lífsvið- horfum. Hann studdi þá hvort heldur sem var í almennu námi, tónlistarnámi, íþróttum og því mikilvægasta, að hjálpa þeim að verða góðir menn. Allt þetta gat hann svo vel með sinni endalausu þolinmæði og hlýju. Þórarinn var þátttakandi í nánast öllu sem drengirnir tóku sér fyrir hendur og mátti verða þeim til aukins þroska. Marta og Þórarinn for- gangsröðuðu ævinlega sínum tíma með tilliti til þarfa drengj- anna. Þórarinn fylgdi þeim á íþróttamót og í lúðrasveitabúðir bæði innan lands og erlendis. Á þeim ferðum nutu önnur börn einnig liðsinnis hans og hjálp- semi. Þórarinn, Marta og drengirnir ferðuðust mikið um landið okkar og þá sem fyrr var sífellt verið að sá fræjum. Fræjum virðingar fyrir náttúrunni allri, landinu, verndun þess, fegurð og mikil- leika. Bækur voru jafnan uppi við á þessum ferðum og fróð- leiksmolum dreift. Ýmist leigðu þau bústaði eða ferðuðust með tjaldvagninn og fundu fallega og áhugaverða staði. Lagt var upp í gönguferðir, veiðiferðir og berja- ferðir að hausti. Veðrið var af- stætt hugtak. Fjölskyldan okkar er afar þakklát fyrir stundirnar sem við áttum með þeim á ferða- lögum. Þessi ævintýri eru ómet- anleg nú í safni minninganna. Nú kveðjum við okkar ástríka tengdason hinstu kveðju. Eftir alltof stutta ævi skilur Þórarinn eftir sjóð minninga sem mun lifa með okkur og ylja um ókomin ár. Það segir mikið um mannkosti hans að við minnumst þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt hann hallmæla nokkrum manni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku vinur. Við munum standa vörð um það sem þér var kærast. Kristrún og Daníel. Þórarinn mágur minn var mikill fjölskyldumaður. Dreng- irnir hans fjórir eru fæddir á fimm árum og því oft líf og fjör á heimili þeirra Mörtu systur minnar. Þrátt fyrir það virtist alltaf vera tími til að sinna hverj- um og einum þeirra enda for- gangsröðunin í lífi þeirra hjóna skýr og hagur drengjanna og hamingja ávallt höfð að leiðar- ljósi. Þórarinn fylgdi drengjun- um sínum ófáar ferðir í lúðra- sveitabúðir og á íþróttamót, hvatti þá, umvafði og styrkti á sinn hlýja og yfirvegaða hátt. Samgangur fjölskyldna okkar var mikill og minningarnar margar. Þegar við borðuðum saman var oftast grillað og þeir svilar stóðu saman úti við grillið og gættu að kjötinu og spjölluðu, Þórarinn iðulega kominn í stutt- buxur og bol þegar fyrstu geislar vorsólarinnar létu sjá sig. Það var afar notalegt að koma á heimili Þórarins og Mörtu á sunnudagsmorgnum í vöfflukaffi og kakó. Þá var það Þórarinn sem stóð við vöfflujárnið og bak- aði stóran stafla enda dugði ekk- ert minna fyrir strákaskarann okkar. Hann sýndi drengjunum mínum einstaka hlýju og velvild og vildi allt fyrir þá gera. Þórarinn hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og átti góða mynda- vél sem hann hafði ævinlega meðferðis í ferðalög og á við- burði. Drengirnir mínir fengu oft albúm með fallegum myndum og góðum minningum í jólagjöf og var þessi gjöf í miklu uppáhaldi. Á einni þessara mynda, sem tek- in er á Rauðasandi í yndislegri fjölskylduferð, er Þórarinn með Atla minn í fanginu og þeir fé- lagar baðaðir sól og sumaryl. Þannig mun ég minnast mágs míns og vinar. Elsku hjartans Marta, Baldur, Bjarki, Mummi og Kristinn, megi allar góðir vættir yfir ykkur vaka og veita styrk. Minning um góðan dreng lifir. Halldóra (Dóra). Ég var svo lánsöm að kynnast Þórarni þegar hann bættist við í tengdabarnahópinn í Stuðlasels- fjölskylduna og varð svili minn. Það voru einstaklega góð kynni og vinátta sem hélst fram á síð- asta dag þrátt fyrir breyttar að- stæður á síðustu árum. Fljótlega eftir að þau Marta byrjuðu að vera saman fluttu þau til Seattle og hófu þar nám. Úr fjarska fylgdumst við spennt með hvernig litla fjölskyldan stækkaði og frændunum fjölgaði. Þegar þau fluttu heim að námi loknu og festu rætur á Nesinu var fjársjóðurinn orðinn fjórir yndislegir drengir. Það var því í nógu að snúast á stóru heimili og aðdáunarvert að fylgjast með hversu samtaka og samrýnd Marta og Þórarinn voru með drengina í öllum sínum verk- efnum. Þórarinn var einstaklega greiðvikinn og bóngóður. Hann var alltaf boðinn og búinn að bjóða fram aðstoð sína þar sem hann taldi þörf á kröftum sínum. Þar skipti engu máli hvort það var pössun á litlum frænda eða að ganga frá eftir fermingar- veislu. Fallega brosið hans og þægileg nærvera gerði það að verkum að ekki var annað hægt en að líða vel í kringum þennan ljúfling. Hann var frábær pabbi og ið- inn við að fylgja sonum sínum eftir í íþróttum og tónlistinni, og oftar en ekki í hlutverki farar- stjóra. Þau voru því ófá íþrótta- mótin og handboltaleikirnir sem við hittumst á, enda frændurnir á svipuðum aldri. Það var alltaf jafn notalegt að hitta hann þótt við værum ekki alltaf sammála um hvort ÍR eða Grótta væri betra liðið hverju sinni. Í síðustu viku dró skyndilega dökkt ský fyrir sólu hjá fjöl- skyldunni á Nesinu og lífið tók kúvendingu. Þórarinn yfirgaf þessa jarðvist og sofnaði svefn- inum langa. Það er enginn tilbúinn að kveðja mann í blóma lífsins sem á stóra fjölskyldu og með mörg krefjandi verkefni framundan. Við slíkar aðstæður vakna svo margar spurningar sem ekki fást svör við. Lífið verður óskiljan- legt. Eftir sitja fjölskylda og vinir lömuð af sorg. Minningabrotin um allar góðu stundirnar með Þórarni hrannast upp. Minning- ar frá fallegum brúðkaupsdegi þeirra Mörtu, uppvexti strák- anna, veislunum og heimsóknun- um til Danmerkur, svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir sorgina er hjartað fullt þakklætis fyrir að hafa fengið að vera samferða- maður Þórarins í öll þessi ár, og þá hlýju og velvild sem hann gaf mér og börnunum mínum. Hver minning verður að dýr- mætri perlu. Ein dýrmætasta perlan sem ég á er fallega brosið og hlýja faðmlagið sem ég fékk við komuna á pallinn í Stuðlasel- inu nokkrum dögum fyrir andlát hans. Sú perla verður vel varð- veitt. Sorgin og söknuðurinn nístir hjörtu allra þeirra sem unnu Þórarni en mestur er þó miss- irinn fyrir eiginkonu og ungu synina fjóra. Engin orð geta lýst þeirri sorg sem þau þurfa að ganga í gegnum núna. Elsku Marta, Baldur Örn, Bjarki Daníel, Kristinn Rúnar og Guðmundur Brynjar. Megi allar góðu minningarnar um yndisleg- an mann og einstakan föður veita styrk og huggun í ykkar miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Margrét Valgerður Helgadóttir. Í dag kveðjum við Þórarin, mág minn, sem kvaddi okkur óvænt og skyndilega. Kynni mín af Þórarni hófust á árinu 1998 þegar við Örvar, bróðir hans, urðum kærustupar. Hann kom afskaplega vel fyrir, hæglátur og hlédrægur. Hann var gæddur mörgum hæfileikum frá náttúrunnar hendi. Hann var afburðagreindur og afbragðsgóð- ur þverflautuleikari. Einnig var hann afar flinkur í höndunum og prjónaði listafallegar flíkur. Til að mynda prjónaði hann skírnar- kjól handa drengjunum sínum sem var mikið listaverk. Mér er minnisstæð heimsókn okkar Örvars til þeirra hjóna og Baldurs Arnar sonar þeirra í Seattle á haustmánuðum 2001. Þau hjónin tóku vel á móti okkur og við nutum samverunnar með þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu vel lesinn Þór- arinn var um Seattle og nánasta umhverfi og var mikil skemmtun að hlusta á frásagnir hans af þessum slóðum. Þau hjónin höfðu ferðast talsvert um þetta svæði og þekktu það vel. Við Örvar nutum góðs af þar sem þau lánuðu okkur bílinn sinn, for- láta „amerískan kagga“, sem þurfti sérstaka alúð til að komast í gang, en á honum keyrðum við um nágrenni Seattle og heim- sóttum alla þá áhugaverðu staði sem þau hjón höfðu bent okkur á. Þórarinn var góður drengur og mikill fjölskyldumaður. Hann bar hag fjölskyldu sinnar ávallt fyrir brjósti og setti framar sín- um. Missir allra aðstandenda er óbærilegur en missir Mörtu og drengjanna hvað mestur, sem sjá nú á bak kærum eiginmanni og föður. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Minn- ingin lifir um góðan dreng. Ingibjörg Magnúsdóttir. Þórarinn frændi var einstakur maður. Skarpgreindur, ljúfur, fylginn sér og vinnusamur – og er þá fátt eitt talið. Þegar ég hugsa til baka, þá situr eftir hvernig hann á sinn látlausa hátt sýndi samferðafólki sínu virð- ingu og skilning svo eftir var tek- ið. Frábæru drengirnir hans voru honum ávallt efst í huga og hann var óþreytandi að sinna þeim, hvort sem það var í námi, íþróttum eða lúðrasveit. Fjöl- skyldan var númer eitt. Þannig var Þórarinn bara gerður. Ég naut góðs af því þegar við ólumst upp í sveitinni hjá ömmu Stef- aníu á Eiðum, hvar við dvöldum langdvölum á sumrin. Hann var stóri frændi, alltaf svo góður og pollrólegur, með brosið sitt fal- lega og krullótta hárið. Á meðan við hin vorum að ærslast og lenda í vandræðum var hann í ró- legheitum að lesa bók. Hann hvíldi svo fallega í tíma og rúmi. Við fráfall Þórarins er hugur minn hjá yndislegu fjölskyldunni hans, drengjunum fjórum, Baldri, Bjarka, Kristni og Guð- mundi, og elsku Mörtu. Megi þau finna styrk til að takast á við þessa miklu raun. Foreldrum Þórarins, þeim Guðrúnu móður- systur minni og Erni, og systk- inum hans, Örvari og Stefaníu, votta ég alla mína dýpstu samúð. Við fjölskyldan á Skólabraut sendum ást og styrk til ykkar allra. Ég mun ávallt minnast Þór- arins fallega frænda míns með væntumþykju og virðingu. Anna Sigríður Arnardóttir. Þórarinn Sveinn, elsta barn Gunnu systur, er látinn langt um aldur fram. Hugurinn leitar stöð- ugt aftur í tímann og minninga- brotin streyma upp í hugann. Sumarið 1977 var ég með Hauki syni mínum hjá mömmu á Eiðum. Gunna og Öddi bjuggu þar líka með strákana sína, Þór- arin Svein og Örvar. Ég sé Þór- arin fyrir mér í sólinni á hlaðinu, fjögurra ára með krullurnar sín- ar í brúnum flauelsbuxum með axlabönd og í skóm af bræðrum mínum Halla eða Magga. Hann var svo kátur með stóru fullorð- insskóna og gekk bísperrtur um hlaðið og sýndi okkur hvað hann var fínn. Á hverjum morgni gekk Gunna með litla snáðanum í fjós- ið að sækja mjólk. Þórarinn var líka með mjólkurbrúsa og óum- ræðilega stoltur þegar hann kom færandi hendi með litla brúsann sinn fullan af mjólk. Samvisku- semin og dugnaðurinn kom þarna strax í ljós. Þórarinn átti mikið safn af vís- indaskáldskap og fantasíubók- um, sem var snyrtilega raðað í sérstaka bókahillu. Iðulega Þórarinn Sveinn Arnarson Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, ástin mín. Þín Marta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.