Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  127. tölublað  106. árgangur  SÉRBLAÐ UM SJÓMANNA- DAGINN MARIACHI-BLANDA SNÁKAR OG ÖNNUR SKRIÐDÝR Í SÉR- STÖKU UPPÁHALDI RÓMANSKIR TÓNAR FRÁ NEW YORK 38 STARFAR Í LONDON ZOO 12HÁTÍÐISDAGUR Morgunblaðið/Hanna Kringlan Reitir eiga Kringluna. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir nýtt fasteignamat fyrir 2019 munu að óbreyttu auka kostnað við fasteignir. Það geti aftur birst í leigu- verði á atvinnuhúsnæði. Guðjón segir fasteignamatið á eignasafni Reita hækka um 17% milli ára. Það sé umfram væntingar stjórn- enda félagsins. Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins og er Kringl- an hluti af eignasafninu. „Það er augljóst að rekstrarkostn- aður fasteigna verður meiri vegna þessa. Að öllum líkindum smitast það út í verðlag. Okkur þykir það mjög miður fyrir viðskiptavini okkar. Hluti leigusamninga okkar er með ákvæði um að ef það verða verulegar hækk- anir á fasteignagjöldum getum við breytt leiguverði. Eldri samningar eru ekki með slíkt ákvæði en allir nýrri samningar eru með það.“ Skattahækkanir á fyrirtæki Guðjón segir Reiti áður hafa gagn- rýnt „að breytt aðferðafræði við fast- eignamat skuli skila sér beint út í skattahækkanir á atvinnulífið“. Sveitarfélögin hafi lítið hreyft við skattprósentunni. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að ef fasteignaskattar verði óbreyttir sé hætt við að nýtt fasteignamat hækki verðlag og ýti þar með undir verðbólgu. Hærri gjöld muni m.a. auka kostnað hótela og leigufélaga. Á þessu stigi hagsveifl- unnar sé slæmt að leiguverð skuli hækka umfram laun og verðlag. baldura@mbl.is »6 Fasteigna- mat ýtir upp leigu  Reitir gagnrýna nýtt fasteignamat Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Coripharma og hópur fjárfesta keyptu í gær lyfjaverksmiðju Acta- vis í Hafnarfirði og húsnæði fyrir- tækisins við Reykjavíkurveg 76 af Teva Pharmaceutical Industries. Skrifað var undir samninginn í gær. Ákveðinn hópur fyrrverandi lykil- starfsmanna og stjórnenda Actavis hefur undanfarin tvö ár unnið að því að fá fjárfesta að borðinu til þess að gera kaupin möguleg og hefja rekstur lyfjaverksmiðjunnar á ný. Bjarni K. Þorvarðarson rafmagns- verkfræðingur verður forstjóri Coripharma, sem þegar hefur ráðið 10 manns til starfa. Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið í dag að innan þriggja mánaða verði starfs- menn orðnir 40 talsins og fyrirtækið stefni að því að innan tveggja ára verði starfsmannafjöldi orðinn 300 manns. Stærstu fjárfestarnir í Cori- pharma eru Framtakssjóður, í stýr- ingu Íslenskra verðbréfa, Bjarni, VÍS, Hof og tveir fyrrverandi for- stjórar Actavis og Delta. Auk þess fjárfesta áðurnefndir lykilstarfs- menn í félaginu. Kaupverðið er trúnaðarmál. Torfi Rafn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar Coripharma, segir að í upphafi verði aðaláherslan lögð á að framleiða samheitalyf undir merkjum annarra lyfjafyrirtækja – svokölluð verk- takaframleiðsla – og viðræður séu þegar hafnar við nokkur fyrirtæki. Stefnt verði að því að afgreiða fyrstu lyfin frá Coripharma á fyrsta ársfjórðungi 2019. Torfi segir mikil tækifæri á verktökumarkaðnum sem Coripharma byrji á, en hann velti 5 milljörðum bandaríkjadala og sé spáð 50% vexti á nokkrum árum. „Þegar við svo fullnýtum aðstöðuna og förum í eigin þróun verðum við með framleiðslugetu fyrir markað sem er ennþá umfangsmeiri, eða um 50 sinnum stærri en verktökufram- leiðslan,“ segir Torfi. Kaupir Actavis á Íslandi  Coripharma ehf. ætlar að hefja lyfjaframleiðslu í verksmiðjunni í Hafnarfirði  Samningur undirritaður í gær  Undirbúningur málsins hefur staðið lengi MCoripharma kaupir Actavis »14 Morgunblaðið/Hari Fræði Vísindamennirnir þrír að baki rannsókninni sem kynnt var í gær. Vísindamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá land- námsöld. Niðurstöðurnar birtust í vísindatímaritinu Science í gær. Þær varpa nýju ljósi á fólkið sem nam land á Íslandi fyrir meira en 1.100 árum. Með samanburði við arfgerðir úr núlifandi íbúum Íslands, Bretlands- eyja, Skandinavíu og annarra Evr- ópulanda var í fyrsta sinn hægt að meta beint uppruna einstaklinga frá landnámsöld. Niðurstöðurnar sýna að í landnámshópnum voru sumir af norrænum uppruna, aðrir af kelt- neskum og enn aðrir af blönduðum uppruna. Líklegt er að slík blöndun hafi átt sér stað á Bretlandseyjum. Alls var norrænn uppruni einstak- linganna frá landnámsöld um 57%, en er 70% í núlifandi Íslendingum. Ein möguleg skýring á þessum mun er að við upphaf Íslandsbyggðar hafi fólk af keltneskum uppruna eignast færri börn en fólk af norrænum upp- runa, líklega vegna þrælahalds og stéttaskiptingar. Einnig gæti blönd- un við Dani á síðustu öldum haft áhrif. »2 Greina uppruna Íslendinga  57% landnámsmanna Íslands voru af norrænum uppruna Það hefur verið góð spretta á höfuðborgarsvæð- inu eftir metrigningu í maí. Þessir vösku piltar munduðu orfin af einbeitingu við fyrsta slátt sumarsins við Eyjaslóð úti á Granda. Útlit er fyrir að þurrt verði að mestu í Reykjavík um helgina og tilvalið veður til grassláttar. Einbeittir við fyrsta slátt sumarsins Morgunblaðið/Eggert Sigríður Vilhjálmsdóttir er efst á lista yfir þá sem greiddu hæsta skatta á Íslandi í fyrra. Ríkisskatt- stjóri birti í gær lista yfir 40 hæstu skattgreiðendur landsins. Sigríður er stór hluthafi í Fiskveiðihlutafélag- inu Venus hf., sem er stærsti hluthafi Hvals hf., rétt eins og systkinin Kristján Loftsson og Birna Lofts- dóttir sem skipa sjötta og sjöunda sæti listans. Á umræddum lista er að finna nokkra einstaklinga sem hagnast hafa á sölu sjávarútvegsfyrirtækja, útgerðarinnar Soffaníasar Cecils- sonar í Grundarfirði og Glófaxa í Vestmannaeyjum, auk fleiri sem tengjast sjávarútvegi. Þá er þar að finna forstjóra á borð við Liv Berg- þórsdóttur hjá Nova og Róbert Wessman hjá Alvogen, Grím Sæ- mundsen hjá Bláa lóninu og Tómas Má Sigurðsson, forstjóra framleiðslu Alcoa á heimsvísu. Alls voru 297.674 framteljendur á skattskrá og hafa aldrei verið fleiri. Framteljendum fjölgaði um 3,8% frá fyrra ári. Þeim hefur ekki fjölgað jafnmikið síðan árið 2007, en þá fjölgaði þeim um 10.855. »16 Greiddi 426 milljónir króna í skatt í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.