Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Dæmi eru um rúmlega 14% hækkanir milli ára. Þetta má lesa úr nýju fasteigna- mati á vef Þjóðskrár Íslands. Nýja matið fyrir árið 2019 verður form- lega kynnt á blaðamannafundi í dag en hægt er á vef stofnunarinnar að sjá hver hækkun matsins fyrir hverja fasteign verður. Til að fá vísbendingu um hækk- anir milli ára var 31 eign valin af handahófi. Þær skiptast milli sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali hækkaði fasteigna- mat eignanna um rúm 10% milli ára. Valdar voru íbúðir í fjölbýli og sér- býli. Eignirnar eru frá því að vera nýjar yfir í að vera áratuga gamlar. Hefur hækkað um fjórðung Til samanburðar hækkaði fast- eignamat á sérbýli á höfuðborgar- svæðinu um 17,5% í fyrra og um 15,4% í fjölbýli. Utan höfuðborgar- svæðisins hækkaði sérbýli um 12,2% og fjölbýli um 13,7%. Samanlagt hækkar fasteignamat fyrir árin 2018 og 2019 því að líkindum um að minnsta kosti fjórðung. Til dæmis samsvara 15% og 14% hækkanir þessi tvö ár um 30% hækkun. Þessar breytingar munu birtast í fasteignagjöldum. Þau eru enda reiknuð sem hlutfall af fasteignmati. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkaði um 13,8% í fyrra og var 7.288 milljarðar króna. Miðað við áðurnefndar hækkanir á eignum sem valdar voru af handahófi er heildarmatið orðið rúmlega 8.000 milljarðar í fasteignamati 2019. Þá að því gefnu að atvinnuhúsnæði hafi hækkað jafn mikið og íbúðirnar. Til samanburðar var heildarmat fast- eigna á Íslandi 5.755 milljarðar 2016. Væntanleg hækkun fasteignamats 2016-2019 á nafnvirði samsvarar um 6,4 milljónum á hvern íbúa í landinu. Fasteignamatið á Íslandi heldur áfram að hækka  Dæmi um 14% hækkun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfuðborgarsvæðið Fasteignaverð hefur hækkað mikið síðustu ár. Breyting á fasteignamati 2018-2019 Dæmi úr sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu 0-5% 5-10% 10-15% Laufásvegur 4,6% Miðbraut 8,0% Miðvangur 11,0% Þórðarsveigur 7,8%Lundur 7,1% Arnarhraun 14,3% Dalsbyggð 10,0% Reykjafold 12,4% Norðurbakki 9,7% Hávallagata 10,4% Bollasmári 11,5% Vefarastræti 4,0% Hrólfsskálamelur 13,8% Mosagata 11,1% Asparfell 10,5% Akurhvarf 8,7% Stuðlaberg 14,0% Gnoðarvogur 7,9% Birkigrund 10,8% Brattholt 14,3% Hraunbær 10,2% Lindarflöt 13,2% Mávahlíð 8,4% Kópavogsbraut 8,9% Hnoðravellir 13,3% Hraunteigur 13,0% Garðatorg 12,4% Þrastarhöfði 14,5% Bakkavör 9,8% Egilsgata 7,1% Engihjalli 9,5% Meðalhækkun alls 10,4% Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar telur að áður en ráðist er í breytingar á skattkerfinu sem boðað- ar eru í fjármálaáætlun fjármála- og efnahagsráðherra verði að liggja fyrir nákvæmar greiningar á hvaða áhrif þær hafa á hag heimila og fyrirtækja og samkeppnishæfni atvinnulífsins til lengri tíma. Nefndarmeirihlutinn hefur skilað ítarlegri umsögn við áætlunina og sendir ýmsar ábendingar um breyt- ingar til fjárlaganefndar. Þak á fjölda ferðamanna á viðkvæmustu svæðunum? „Meirihlutinn telur nauðsynlegt að huga að breytingum á persónu- afslætti þannig að hann nýtist fyrst og fremst þeim sem eru á lægstu laununum og fari lækkandi eftir því sem laun hækka og falli niður hjá þeim sem njóta hæstu launa. Breyt- ingum af þessu tagi verður ekki hrundið í framkvæmd án víðtæks samráðs og stuðnings aðila vinnu- markaðarins,“ segir m.a. um endur- skoðun skattkerfisins. Í umfjöllun um gjaldtöku í ferða- þjónustunni og áform um að kanna möguleika á komu- eða brottfarar- gjaldi sem taka hefjist á árið 2020 bendir meirihlutinn á að huga þurfi sérstaklega að stöðu innanlandsflugs, ef til gjaldtöku af þessu tagi kemur. „Til greina kemur að gjaldið sé mis- hátt eftir lengd flugs líkt og þekkist í sumum ríkjum Evrópu,“ segir þar. Meirihlutinn telur brýnt að settur verði skýr lagarammi um gjaldtöku á helstu ferðamannastöðum sem eru í opinberri eigu. ,,Meirihlutinn telur skynsamlegt að verð geti verið breyti- legt í samræmi við aðsókn og hve mikið viðkomandi staðir þola. Þá beinir meiri hlutinn því til umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála- ráðherra að huga að því hvort rétt sé að innleiða ítölu (þak á fjölda) fyrir viðkvæmustu svæðin.“ Þá er varað við því að gangi þjóð- hagspá ekki eftir muni það hafa veru- leg áhrif, ekki síst á tekjur ríkissjóðs, afkomu og þróun skulda. Er sérstak- lega vakin athygli á óvissu um þróun ferðaþjónustunnar. Óli Björn Kára- son, formaður nefndarinnar, segir í samtali að hér sé síst of sterkt til orða tekið. Komið hafi fram neikvæð merki um þróun mála í ferðaþjónustunni sem menn verði að huga að og geta haft gríðarleg áhrif. Komið verði á fót sjálfstæðu hagsýslusviði á Alþingi Bent er á í umsögninni að ýmsir hnökrar hafi komið fram við þinglega meðferð fjármálaáætlunarinnar líkt og í fyrra. Er bent á ýmsar úrbætur og þung áhersla lögð á að styrkja þurfi starfsemi nefndasviðs Alþingis ,,og telur [meirihlutinn] nauðsynlegt að koma á fót sjálfstæðu hagsýslu- sviði með sérfræðiþekkingu á efna- hagsmálum, skattamálum og reikn- ingsuppgjöri ríkissjóðs og ríkisstofnana.“ Afslátturinn lækki upp launastigann Við Goðafoss Meirihluti þingnefndarinnar telur að gjaldtaka á ferða- mannastöðum geti orðið mikilvægt tæki til aðgangsstýringar.  Skoðað verði að komugjaldið verði mishátt eftir lengd flugs  Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis sendir fjárlaganefnd ítarlegar ábendingar um breytingar á fjármálaáætluninni Búist er við því að jáeindaskanninn á Landspítalanum komist fljótlega í notkun en beðið er eftir leyfi frá Lyfjastofnun fyrir framleiðslu geislavirks efnis á spítalanum. Um miðjan apríl gerði Lyfja- stofnun úttekt á framleiðslu geisla- virks efnis, merkiefnis, sem fram- leiða þarf á spítalanum og er síðan notað við rannsókn á sjúklingum í sjálfum skannanum. Lyfjastofnun skilaði skýrslu um úttektina 30 dögum síðar með athugasemdum um það sem þyrfti lagfæringar við. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans, segir að samstarf við Lyfjastofnun hafi verið með ágætum og hafi þau fengið upplýsingar fljótlega eftir úttektina um þætti sem betur mættu fara. „Við höfum nú svarað athugasemdum stofnunarinnar. Nokkur atriði eru í vinnslu en við teljum stöðu mála slíka að stofn- unin ætti að geta gefið út leyfi fljótlega. Lyfjastofnun hefur gefið út að niðurstaða berist í síðasta lagi 90 dögum frá úttekt,“ segir Pétur. Öllum undirbúningi við skannann er nú lokið og leyfi Lyfjastofnunar vegna lyfsins er það eina sem stendur eftir. Þetta ferli í kringum jáeindaskannann er í samræmi við það sem þekkist í nágrannalönd- unum að sögn Péturs, um er að ræða starfsemi sem er háð mjög ströngum kröfum og gæta verður fyllstu nákvæmni í vinnubrögðum. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Jáeindaskanni Skanninn er að stærstum hluta gjöf Íslenskrar erfðagrein- ingar til þjóðarinnar, heildarkostnaður verkefnisins er 1.038 milljónir kr. Búist við leyfi fljótlega  Jáeindaskanninn brátt í notkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.