Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk. 1. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.96 105.46 105.21 Sterlingspund 139.79 140.47 140.13 Kanadadalur 81.81 82.29 82.05 Dönsk króna 16.461 16.557 16.509 Norsk króna 12.838 12.914 12.876 Sænsk króna 11.932 12.002 11.967 Svissn. franki 106.41 107.01 106.71 Japanskt jen 0.9633 0.9689 0.9661 SDR 148.62 149.5 149.06 Evra 122.56 123.24 122.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.6353 Hrávöruverð Gull 1298.6 ($/únsa) Ál 2264.5 ($/tonn) LME Hráolía 75.37 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hagvöxtur á yfirstandandi ári verði 4,1%, en næstu tvö ár hægi nokkuð á hagvexti og hann verði rétt undir langtímameðaltali, eða um 2,4% bæði árin. Spá bankans fyrir árið í ár er nokkru hærri en bæði Íslandsbanki og Seðlabanki Íslands spáðu á dögunum. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu hljóðaði þjóðhagsspá Íslandsbanka upp á 2,6% hagvöxt á þessu ári, en 2,4% á næsta ári. Til samanburðar þá spáði Seðlabankinn 3,3% hagvexti í ár og 3% á næsta ári. Í Þjóðhag, þjóðhags- og verðbólgu- spá Hagfræðideildar Landsbankans, segir að efnahagsástandið hér á landi sé á flesta mælikvarða mjög gott. Hagvöxtur hafi verið kröftugur og verðbólga lítil síðustu ár. „Á næstu árum er útlit fyrir að það hægi all- nokkuð á hagvexti samhliða aðlög- unartímabili í ferðaþjónustugeir- anum sem vaxið hefur á ofurhraða á síðustu sjö ár- um,“ segir í hag- spánni. Þá segir í spánni að verð- bólguhorfur séu almennt góðar enda sé „líklegt að það dragi verulega úr spennu í ljósi þess að umsvif í hagkerfinu verða meira í samræmi við langtíma- hagvaxtargetu þjóðarbúsins en verið hefur á síðustu árum,“ eins og það er orðað í spánni. Þá telur hagfræðideildin ekki þörf fyrir neina sérstaka aðlögun eða lendingu hagkerfisins. tobj@mbl.is Landsbankinn spáir meiri hagvexti á þessu ári en bæði Íslandsbanki og Seðlabanki Íslands Landsbankinn Spá hagvexti 4,1% í ár. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það verð sem fjárfestum og almenn- ingi býðst nú að kaupa hluti í Arion banka á er talsvert lægra miðað við eigið fé en rætt var um þegar for- svarsmenn Kaupþings áttu í viðræð- um við íslenska lífeyrissjóði um mögulega aðkomu þeirra að bankan- um. Samkvæmt nýrri lýsingu sem gefin hefur verið út í aðdraganda frumútboðs á bréfum í bankanum verða hlutir í honum seldir á bilinu 0,6 til 0,7 sinnum bókfært virði eigin fjár bankans. Í fyrrnefndum viðræð- um við sjóðina var gengið út frá því að hlutirnir myndu skipta um hend- ur á margfaldaranum 0,8 en við þau mörk lá einnig forkaupsréttur ríkis- ins að hlutum í bankanum. Sá for- kaupsréttur var í gildi allt frá því að ríkissjóður kom að stofnun Arion banka á rústum Kaupþings banka undir lok árs 2008. Þann 12. febrúar í fyrra var geng- ið frá kaupum fjögurra erlendra fjár- festa á 29% hlut í Arion banka. Þar voru á ferðinni vogunarsjóðirnir Och-Ziff Capital, Taconic Capital, Attestor Capital og fjárfestingar- bankinn Goldman Sachs. Kaupverð- ið reyndist 48,8 milljarðar króna og miðað við stöðu eigin fjár bankans á þeim tíma gengu kaupin því í gegn nálægt margfaldaranum 0,8. Tveir seljendur Þeir aðilar í hópi eigenda Kaup- þings sem nú hyggjast losa um hlut sinn eru annars vegar Kaupskil og hins vegar Trinity Investment Designated Activity Company. Hinu síðarnefnda er stýrt af Attestor Capital LLP. Heildareign þessara aðila í bankanum í dag nemur rétt ríflega 68%. Samkvæmt lýsingunni er gengið út frá því að hver hlutur í bankanum seljist á 68 til 79 krónur á hlut. Úti- standandi hlutir í bankanum, þegar eigin hlutir hans hafa verið dregnir frá, eru samtals liðlega 1,8 milljarðar hluta. Því er bankinn samkvæmt út- boðinu metinn að lágmarki á 123 milljarða króna en að hámarki á 143 milljarða. Grunnstærð útboðsins er að lág- marki 452,5 milljónir hluta, sem jafn- gildir fjórðungshlut í bankanum. Hins vegar er mögulegt að stækka grunnstærð útboðsins í allt að 724 milljónir hluta. Þá hafa seljendur einnig heimild til að fjölga þeim hlut- um sem til sölu eru um tæplega 67,9 milljónir og upp í 108,6 milljónir hluta, að því gefnu að það geti mætt mögulegri umframeftirspurn. Verði sú eftirspurn að veruleika nemur heildarvirði útboðsins þá á bilinu 35,4 milljörðum króna og upp í 41,1 milljarð króna. Seljendur skuldbinda sig til þess að halda í eftirstandandi hlut sinn í bankanum í að minnsta kosti 6 mán- uði. Þá verður Kaupþingi, sem á Kaupskil, gert kleift að halda á hlut sínum í bankanum með beinum hætti og án milligöngu Kaupskila. Skuldbinda sig til þátttöku Tveir erlendir fjárfestar hafa skuldbundið sig til þátttöku í útboð- inu. Hafa þeir lýst því yfir að þeir hyggist kaupa 20% af þeim hlutum sem að lágmarki verða boðnir til sölu. Eru þeir með þátttökunni skil- greindir sem svokallaðir hornsteins- fjárfestar (e. conerstone investors). Skuldbinding Lansdown nemur 38 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 4 milljarða króna og nemur skuldbinding Milton 22,5 milljónum dala, jafnvirði tæplega 2,4 milljarða króna. Stefnt er að því að endanlegt út- boðsgengi liggi fyrir föstudaginn 15. júní næstkomandi eða tveimur dög- um eftir að sjálfu útboðinu lýkur gagnvart almennum fjárfestum. Fagfjárfestar munu hins vegar hafa frest allt fram til 14. júní til að til- kynna um þátttöku sína. Sama dag og útboðsgengið verður tilkynnt verður bankinn tekinn til skráningar. Hún verður tvíhliða, þ.e. bæði í Kauphöll Íslands og Kaup- höllinni í Stokkhólmi (Nasdaq Stock- holm). Að lokinni skráningu verður Arion banki fyrstur íslensku við- skiptabankanna til að fara á markað í kjölfar bankahrunsins 2008. Kaupaukagreiðsla Sem stendur á Arion banki 9,5% hlut í sjálfum sér. Samkvæmt þeirri lýsingu sem nú hefur verið gefin út í tengslum við frumútboðið stefnir bankinn á að ógilda þessa hluti að stórum hluta og færa með því niður hlutafé bankans. Hins vegar verður ákveðinn hluti þess nýttur sem kaupaukagreiðsla til starfsfólks bankans. Mun sú greiðsla nema allt að mánaðarlaunum starfsfólks en þó ekki verða hærri en ein milljón króna. Gengið er út frá því að kaup- aukinn nemi í heildina 675 milljónum króna. Lægra verð en lífeyr- issjóðunum bauðst Morgunblaðið/Eggert Arion banki Metinn á 123 til 143 milljarða króna, samkvæmt útboði.  Arion fer á markað 19. júní  Metinn á allt að 143 milljarðaÁrsfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem haldinn var á miðvikudag, stóð yfir í tæpar sjö klukkustundir. Voru tæplega 200 sjóðfélagar mættir með umboð frá nokkur hundruð öðrum sjóðfélögum. Fráfarandi stjórnarformaður, Ás- geir Thoroddsen, fór yfir starfsemi sjóðsins en þar var fyrirferðarmest umfjöllun um fjárfestingu sjóðsins í United Silicon í Helguvík. Sjóðurinn hefur afskrifað um 1,2 milljarða fjár- festingu sína í verkefninu. Að lokinni ræðu formanns fór Hjörleifur Arnar Waagfjörð frá Arion banka yfir ferlið að baki fjár- festingunni og einnig Stefán Árni Auðólfsson lögmaður, sem sjóðurinn hafði fengið til þess að gera úttekt á málinu og stöðu sjóðsins gagnvart þeim sem að verkefninu komu. Spunnust langar umræður um fjár- festinguna í kjölfarið. Á fundinum var einnig kosið um tvö stjórnarsæti af sjö og höfðu fimm frambjóðendur boðið sig fram. Flest atkvæði hlaut Anna Sigríður Hall- dórsdóttir, eða 29,9%. Hún hefur átt sæti í stjórn sjóðsins frá 2013. Næst- flest atkvæði hlaut svo Halldór Frið- rik Þorsteinsson, eða 27,4%, og kem- ur hann nýr inn í stjórnina. Í varastjórn hlutu kosningu þeir Hrafn Árnason með 37% og Sigurð- ur H. Ingimarsson með 36%. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um að allir stjórnarmenn skyldu kosnir af sjóðfélögum en fram til þessa hefur Arion banki, rekstrar- aðili sjóðsins, tilnefnt þrjá af sjö. Sú tillaga hlaut brautargengi að undan- gengnum ákveðnum breytingum. Tillaga þess efnis að nafn Arion banka yrði fellt út úr samþykktum þar sem fjallað er um rekstraraðila sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Lengi rætt um United Silicon  Sjö klukkustunda ársfundur Frjálsa Halldór Friðrik Þorsteinsson Anna S. Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.