Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  132. tölublað  106. árgangur  SAMBAND MANNS OG NÁTTÚRU STARFAÐI MEÐ GATES OG JOBS ER OF SEINT AÐ SKIPTA UM SKOÐUN? VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMANDLEIKI 77HVAÐ ER MENNSKT? 72 „Hann var með hjólahjálminn, andlitið þakið blóði og hendurnar blóðugar. Þegar ég tók hjálminn af honum blasti við mér stórt gapandi sár frá miðju enni og niður að nefrót þannig að sást í höfuðkúp- una. Það vantaði stórt stykki í andlitið á barninu og þaðan fossaði mesta blóðið. Ég sá ekki í fyrstu hvort það væri í lagi með augun á honum og ég spurði hann aftur og aftur; hvað gerðist, hvað gerðist? En hann gat engu svarað. Ég spurði hann; Beit hundurinn þig? og þá kinkaði hann kolli, fékk þá málið og sagði aftur og aftur: „Ég er of lítill til að deyja. Ég er of lítill til að deyja. Sólon litli er of lítill til að deyja. Þetta endurtók hann í sífellu, líka eftir að hann var kominn í sjúkrabílinn.“ Svona hefst frásögn Hafrúnar Önnu Sigur- björnsdóttur, móður Sólons Brimis, sex ára, sem varð fyrir árás hunds í næsta húsi um síðustu páska. Hún og Óskar Veturliði Sigurðsson, fósturfaðir Sólons, segjast hvorki reið né bitur út í neinn. Þau vilji segja sögu Sólons í forvarnarskyni, í von um að þannig megi fyrirbyggja svipuð atvik. »32-34 Morgunblaðið/Hari „Ég er of lítill til að deyja“ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Meðal þess sem rannsókn Héraðssaksókn- ara beinist að og tengist handtökum og skýrslutökum yfir fyrrverandi eigendum olíufélagsins Skeljungs, er með hvaða hætti forsvarsmenn fyrirtækisins greiddu fyrir 49% hlut í fyrirtækinu árið 2010. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Þá keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrr- nefndan hlut af Íslandsbanka en tæpum tveimur árum fyrr höfðu þau keypt meiri- hlutann í félaginu af Glitni, forvera bank- ans. Gögn í málinu benda til þess að fjár- munir dótturfélags Skeljungs, S-fasteigna ehf., hafi verið notaðir til að greiða drýgsta hluta kaupverðsins. Slík ráðstöfun er óheimil, lögum samkvæmt. Rannsaka einnig eignaflutning Þá mun rannsókn saksóknara einnig beinast að því hvort veð Íslandsbanka gagnvart skuldum eignarhaldsfélagsins Skel Investment hafi verið rýrð með óeðli- legum hætti í aðdraganda þess að það fór í þrot. Upphaflega hélt félagið á 51% hlut Svanhildar Nönnu og Guðmundar í Skelj- ungi. Á fáum árum minnkaði sú eignar- hlutdeild í tæpan þriðjung hlutafjárins og fluttist hlutafé við það inn í önnur félög í þeirra eigu. Grunur leikur á því að of lágt endurgjald hafi komið fyrir þau verðmæti. Þá mun einnig vera til rannsóknar með hvaða hætti fyrrverandi starfsmenn Ís- landsbanka sem komið höfðu að sölu Skelj- ungs, þau Einar Örn Ólafsson, sem árið 2009 tók við starfi forstjóra Skeljungs, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Þór Guðjónsson, eignuðust árið 2011 hvert um sig 22% hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn sem Guðmundur og Svanhildur Nanna höfðu átt að fullu frá árinu 2009. Þrír sakborninganna sitja í stjórnum fjár- málafyrirtækja sem skráð eru á markað í Kauphöll Íslands, VÍS, TM og Kviku. Fé- lögin gerðu Fjármálaeftirlitinu viðvart um þá stöðu sem upp var komin þegar héraðs- saksóknari réðst í aðgerðir gagnvart stjórnarmönnunum síðastliðinn fimmtudag. Fjármálaeftirlitið neitar að gefa upp hvort hæfi þeirra sé til athugunar á vettvangi stofnunarinnar. Rannsaka flóknar fléttur  Skoða hvernig greitt var fyrir Skeljung MViðskiptaMogginn  Árið 1962 tóku ung hjón með tvö börn sig upp frá Kópavogi og flutt- ust til Fort Worth í Texas. Á þeim tíma hefur þau ekki grunað að sonur þeirra ætti eftir að leggja stund á nám í flugvélaverkfræði við hinn virta Stanfordháskóla og feta í kjöl- farið upp metorðastigann á vett- vangi nokkurra stærstu tækni- fyrirtækja heimsins. Sonurinn heitir Ingvar Pétursson en hann lét fyrir skemmstu af starfi framkvæmda- stjóra tækniþróunar og fjármála hjá Nintendo America. Hann hefur starfað náið með Bill Gates, stofn- anda Microsoft, og Steve Jobs, stofn- anda Apple. Sá síðarnefndi bauð Ingvari starf hjá tæknirisanum árið 1999. Boðið þáði hann ekki þar sem hann vann þá að uppbyggingu Cor- bis, sérstæðs fyrirtækis í eigu Gates. »ViðskiptaMogginn Starfaði með Bill Gates og Steve Jobs Tækni Ingvar hefur átt ótrúlegan feril í bandarísku tækni- og viðskiptalífi. MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Bjarni Valtýsson svæfingalæknir segir erlendar rannsóknir benda til að um fimmtungur landsmanna, eða um 70 þúsund manns, muni þjást af langvarandi verkjum. Bjarni og Sigurður Ásgeir Krist- insson bæklunarlæknir hafa opnað meðferðarstöðina Corpus Medica í Kópavogi. Þar bjóða þeir upp á ýmsar meðferðir við verkjum. Þá eru þeir með nýjungar í læknis- meðferð. Má þar nefna segulómun sem talin er örva myndun brjósks. Sigurður Ásgeir segir verkja- meðferð af þessu tagi vera afgangs- stærð hjá Landspítalanum. Hann segir þau læknisverk sem Corpus Medica sinnir aðeins að litlu leyti að finna í heildarsamningi sérfræð- inga. »36-37 Morgunblaðið/Eggert Corpus Medica Sigurður Ásgeir Krist- insson og Bjarni Valtýsson. Mikil þörf fyrir verkjameðferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.