Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 8. október í 10 nætur Frá kr. 239.995 á mann Fararstjóri: Þuríður Jónsdóttir 595 1000 . heimsferdir.is y p SIKILEY - VINDEYJAR Gönguferð Innifalið: Flug, skattar, 1 taska 23 kg og 10 kg handtaska á mann. Gisting á 3* og 4* hótelum í 10 nætur með morgunverði. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 16 manns. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Þrír kvöldverðir: 8, 10, 14. október. Bátsferðir: 10,11,12, 13,14 og 17. október. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/Eggert Skerðing Minni umhirða virðist vera eina lausnin fyrir garðana. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands og forstjóri Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma, vandar ráða- mönnum landsins ekki kveðjurnar í opnunarpistli nýjasta tölublaðs Bautasteins, tímarits KGSÍ. Þar fer Þórsteinn meðal annars yfir hvernig framlög til kirkjugarða hafa um árabil verið of lág og bendir á hvernig bar- átta sambandsins við ráðherra og stjórnvöld hafi verið háð fyrir dauf- um eyrum, að því er virðist. Nú er svo komið að veruleg skerðing á starfsemi kirkjugarðanna er eina lausnin í sjónmáli en lokun líkhúss- ins í Fossvogi og athafnaaðstöðunn- ar þar hefur verið lögð til. „Við erum í því að kynna þetta. Við höfum meðal annars óskað eftir við- tali við dómsmálaráðherra. Hún hef- ur ekki svarað því ennþá,“ segir Þór- steinn í samtali við Morgunblaðið en fulltrúar KGSÍ áttu fund með fjár- laganefnd síðastliðinn mánudag. Rýrnað um a.m.k. 40% „Við lögðum fyrir þá staðreynda- blað,“ segir Þórsteinn en á umræddu blaði er raunum KGSÍ í gegnum tíð- ina lýst og komið inn á næstu skref sambandsins. „Þetta er búið að vera meira og minna frá 2011. Þá kom fyrsta skýrslan sem sérfræðingur frá Capacent gerði fyrir okkur,“ segir Þórsteinn en síðan þá hefur sam- bandið átt við ramman reip að draga. Skýrslur voru einnig unnar fyrir sambandið árið 2013 og 2016 en í öll- um þremur kom fram að framlög til kirkjugarða hafi verið verulega skert. „Skýrslunum ber öllum saman um það að framlag ríkisins til kirkju- garða hefur rýrnað um að minnsta kosti 40 prósent,“ segir Þórsteinn. Órækt er eina lausnin Þórsteinn segir að nú sé svo í pott- inn búið að eitthvað verði undan að láta. „Þau úrræði sem kirkjugarðar hafa almennt á landinu er í raun og veru að draga saman seglin í um- hirðunni. Auðvitað halda kirkjugarð- ar áfram að grafa en þar sem hægt er að skera niður er í umhirðunni og þá fara garðarnir bara í órækt og verða öllum til skammar,“ segir Þór- steinn og bætir við: „Við í Reykjavík viljum í lengstu lög halda þjónustu líkhússins og athafnarýmanna í Fossvogi áfram en auðvitað lætur eitthvað undan,“ segir hann. „Við erum líka að hugsa um ef ekkert gengur að skipta görðunum niður í aldurshólf og hætta þá að hirða um elstu hólfin,“ segir Þór- steinn og bætir við: „Það yrði saga til næstu landa. Þetta er í lagi í Skand- inavíu og öðrum menningarríkjum.“ Aðalfundur KGSÍ verður haldinn næsta laugardag þar sem farið verð- ur yfir næstu skref í þessum málum. „Við vorum að vona að við fengjum einhver skilaboð inn á þann fund. Það er ekki ennþá,“ segir Þórsteinn að síðustu. Brátt ósnyrtilegt umhverfis leiðin  Kirkjugarðar hafa verið undirfjármagnaðir í tæpan áratug  Mögulega þarf að loka líkhúsinu í Fossvogi og athafnaaðstöðu þar  Elstu leiðin munu mæta afgangi þegar hirt verður um garðana Þórsteinn Ragnarsson BHM fær svör frá MDE í dag Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur tilkynnt Bandalagi háskóla- manna (BHM) að það megi vænta svara vegna máls BHM gegn íslenska ríkinu í dag. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður BHM, segir félagið ekki vita nákvæmlega hverju það eigi von á frá dómstólnum. „Það er von á einhverju frá þeim. Við í rauninni vit- um ekki hvort þeir eru að fara að dæma eða koma með skriflega niður- stöðu. Þetta getur þýtt fleira en eitt,“ segir Þórunn. Spurð segir hún að það gæti verið dómur en það gæti einnig verið til- kynning um frávísun. „Okkur fannst þetta óvenjuleg tilkynning eins og hún var orðuð en verðum þá nær í fyrra- málið [í dag]. Það kom okkur á óvart, við höfðum ekki heyrt frá þeim í tvö og hálft ár.“ BHM kærði íslenska ríkið til MDE fyrir hönd átján aðildarfélaga sinna í desember 2015 og laut kæran einkum að því að setning laga sem bannaði verkfall félaganna og vísaði kjaradeilu þeirra við ríkið í gerðardóm, hefði farið í bága við ákvæði 11. gr. MSE um félagafrelsi. mhj@mbl.is  Hafa ekki heyrt frá MDE í rúm 2 ár Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var forsýnd í Smárabíói í gær við fögnuð áhorf- enda. Myndin var sú þriðja mest sótta í banda- rískum kvikmyndahúsum um helgina. Adrift er talin hafa þénað um 11,5 milljónir bandaríkja- dala fyrstu sýningarhelgina. Morgunblaðið/Valli Leikstjórinn bíður eftir fyrstu gestum á Adrift Kvikmynd Baltasars Kormáks forsýnd í Smárabíói í gær Fjöldi farþega Icelandair í maí nam 367 þúsundum og fjölgaði þeim um 10% m.v. maí í fyrra. Sætaframboð jókst um 15% og sætanýting var 77,7% samanborið við 81,2% í maí í fyrra. Farþegar Air Iceland Connect voru um 27 þúsund og fækkaði þeim um 7% á milli ára, að því er fram kem- ur í nýjum flutningatölum Icelandair. Um miðjan maí hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina hjá Air Iceland Connect á milli ára. Sætanýting nam 62,0%. Fjöldi seldra svonefndra blokktíma í leigu- flugi jókst um 40% á milli ára vegna fleiri langtímaverkefna og fraktflutn- ingar jukust um 11% á milli ára. Framboðnar gistinætur hjá hótel- um félagsins jukust um 6% á milli ára. Er það sagt skýrast að mestu leyti af opnun Reykjavík Konsúlat hótelsins í miðbæ Reykjavíkur í mars sl. Fram kemur í upplýsingum Ferða- málastofu og Isavia að brottfarir er- lendra farþega um Keflavíkurflugvöll skv. talningum voru um 165 þúsund talsins í maímánuði sem er fjölgun um 19.200 farþega miðað við sama mánuð í fyrra. Frá áramótum hafa 793.500 erlend- ir farþegar farið úr landi um Kefla- víkurflugvöll sem er 5,6% fleira en á sama tímabili í fyrra. Fjölgunin í maí nemur 13,2% á milli ára, sem er meiri hlutfallsleg fjölgun en aðra mánuði ársins. Farþegum fjölgar í maí  Leiguflug og frakt eykst  Fleiri flugsæti og gistirými Morgunblaðið/Eggert Icelandair Farþegar voru 367 þús. í maí og fjölgaði um 10% frá maí 2017.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.