Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Deila Borghildar Indriðadóttur við
stjórnendur Facebook virðist ekki
ætla að taka enda á næstunni. Eins
og Morgunblaðið
greindi frá fyrr í
vikunni var öllum
Facebook-vinum
Borghildar,
ásamt myndum
og ummælum,
eytt af síðunni
hennar án hennar
aðkomu.
Málið hófst
þegar Borghildur
deildi á Facebook
vefhlekk á gjörning og sýningu sína
Demoncrazy sem er nú á Austurvelli
en á myndunum í sýningunni má sjá
berbrjósta konur. Slíkt myndefni er
bannað á Facebook. Nýjasta útspil
stjórnenda Facebook var að eyða að-
gangi Borghildar að skilaboðaforrit-
inu Messenger en fyrir hafði, eins og
áður segir, ýmislegt verið gert við
aðgang Borghildar til að forða
myndunum frá frekari dreifingu.
Borghildur leitar nú svara um
réttarstöðu sína og hefur nú leitað til
lögfræðings sér til aðstoðar.
Undarleg vinnubrögð
„Lögfræðingurinn, sem sérhæfir
sig meðal annars í persónuverndar-
málum, segir að ég hafi hugsanlega
brotið einhverja skilmála og Face-
book áskilur sér rétt til að eyða að-
ganginum mínum. Hins vegar fannst
henni þetta undarlegt því þeir eyða
venjulega bara ólöglega efninu,“
segir Borghildur, en Facebook hefur
ennþá ekki eytt sjálfum aðgangi
Borghildar.
Hún segir það ansi flókið mál að
senda kvörtun til Facebook en það
hefur verið stefna hjá Facebook að
svara sem fæstum málum persónu-
lega.
„Ég hef ennþá ekki fengið nein
svör til baka við spurningunum mín-
um,“ segir Borghildur og bætir við:
„Það er auðvitað ekkert símanúmer
til að hringja í heldur.“
Fær hvergi skýr svör
Borghildur hefur leitað víðsvegar
á internetinu að upplýsingum um
hvernig hún geti snúið sér í þessu
máli en fær hvergi skýr svör.
Hún segist hafa komist inn á
hjálparsíðuna Better Business
Bureau en þar sem hún mun þurfa
að veita aðgang að persónuupplýs-
ingum sínum hefur hún ekki farið
lengra. „Ég þori því ekki án aðstoðar
lögfræðings,“ segir Borghildur.
Fleiri deilur við Facebook
Borghildur hefur leitað til lögfræðings sér til aðstoðar
Borghildur
Indriðadóttir
www.aman.is
Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is
er okkar fag
Víngerð
Nýttu þér frábæra netverslun Ámunnar
www.aman.is
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, segir að þó nokkuð af málum
sé eftir til afgreiðslu á Alþingi og
ekki sjái fyrir þinglok í bili. „Það eru
álitamál um það hvaða vilji sé til þess
að gera málamiðlanir og ekki endi-
lega útaf miklum ágreiningi heldur
aðallega málum sem eru enn inni í
nefnd. Svo er persónuverndarlög-
gjöfin í vinnslu í nefnd og svo bíður
ríkisfjármálaáætlun, þannig að það
er talsverð umræða eftir og það
verður nóg að gera næstu daga,“
segir Steingrímur í samtali við
Morgunblaðið en skv. starfsáætlun á
að fresta þingi í dag en þingið muni
starfa einhverja daga í viðbót.
Enn ósamið um veiðigjöld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra lagði í gær fram tillögu við
stjórnarandstöðuna um að fresta af-
greiðslu frumvarps um lækkun veiði-
gjalda og halda veiðigjöldum
óbreyttum til áramóta. Að sögn
Steingríms hefur stjórnarandstaðan
ekki samþykkt slíkt tilboð en tillagan
var lögð fram í von um að hægt væri
að ná sátt um önnur þingmál. „Nei,
það er tilboð af hálfu forsætisráð-
herra og stjórnarinnar. Ef það verð-
ur til þess að annað leysist þá eru
þau tilbúin að bjóða það fram af sinni
hálfu. Það er hluti af því sem er undir
í samtölum,“ segir Steingrímur.
Oddný G. Harðardóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
sagði við mbl.is í gær að það væri
krafa hennar flokks að veiðigjöld
yrðu óbreytt fram að áramótum og
ef meirihlutinn hygðist ekki semja
um málið myndi minnihlutinn „nýta
okkar málfrelsi“.
Samtal milli allra flokka
Stíf fundahöld hafa verið fram eft-
ir kvöldi á Alþingi síðustu daga og
hafa veiðigjöldin verið stærsta
ágreiningsefnið. Steingrímur segir
að samtöl gangi til hliðar á milli
flokka en fjölmörg frumvörp eru enn
í nefndum og fer mikil vinna þar
fram. Alþingi gerði hlé á störfum sín-
um frá kl. 16 til 20 í gær, meðal ann-
ars svo hægt væri að funda í nefnd-
um. Þrátt fyrir að ekki sé komin
niðurstaða um þingfrestun segir
Steingrímur að álitamálum flokk-
anna fari fækkandi en það sem skipti
mestu máli sé að allir gangi sáttir frá
borði að loknu þingi. „Auðvitað er
maður áhugasamur um að þetta
verði vel heppnuð þinglok og allir
geti farið sáttir frá borði og upp-
skera vetrarins verði eins og mögu-
legt er. Það er alltaf sjónarmið líka
að þingið skili góðri vinnu. Miðað við
það hvað þetta er stutt þing held ég
að það verði niðurstaðan. Þetta þing
byrjaði í desember og síðan var sér-
stakt aukahlé í maí út af sveitar-
stjórnarkosningum þannig þetta
hefur verið stutt þing og í því ljósi er
það orðið ansi afkastamikið. Ætli
þau séu ekki komin á fimmta tug þau
mál sem hafa orðið að lögum á þessu
tiltölulega stutta þingi.“
Tollalög rædd að loknu hléi
Alþingi tók sem fyrr segir fjög-
urra tíma hlé til að funda í nefndum
og þegar þingfundi var haldið áfram
var tekið fyrir frumvarp um breyt-
ingu á tollalögum að því er varðar
tollfríðindi á vörum sem upprunnar
eru í vanþróuðustu ríkjum heims
samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu
þjóðanna. Með breytingu myndu
vörur frá þessum ríkjum njóta sömu
tollfríðinda og vörur sem upprunnar
eru á Evrópska efnahagssvæðinu.
Frumvarpið kom úr efnahags- og
viðskiptanefnd og lagði nefndin til að
það yrði samþykkt óbreytt en allir
þingmenn nefndarinnar eru sam-
þykkir afgreiðslu frumvarpsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Alþingi Þingmenn hafa verið að störfum fram eftir kvöldi síðustu daga. Fjölmörg frumvörp eru enn í nefndum og hefur enn ekki verið samið um þinglok.
Enn álitamál á Alþingi
Afgreiðsla ríkisfjármálaáætlunar og nýrrar persónuverndarlöggjafar enn eftir
Stjórnarandstaðan hefur ekki samþykkt tillögu forsætisráðherra um veiðigjöld
Breytt deili-
skipulag vegna
Vesturlands-
vegar var sam-
þykkt á fundi
umhverfis- og
skipulagsráðs
Reykjavíkur-
borgar í gær, en
það er byggt á
tillögu umhverf-
is- og skipulags-
sviðs borgarinnar og Vegagerðar-
innar.
„Markmið framkvæmda og
skipulagsins er að vegurinn verði
endurbættur til að auka umferðar-
öryggi og greiða fyrir umferð.
Stefnt er að 2+1 vegi á stærstum
hluta deiliskipulagsins og fækkun
tenginga við þjóðveginn með gerð
hliðarvega,“ segir í fundargerð
ráðsins.
Málinu var vísað til borgarráðs.
Öryggi á Vestur-
landsvegi verði bætt
Umferð Á Vestur-
landsvegi
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð og
óháðir og Samfylkingin og annað
félagshyggjufólk hafa gert með sér
samkomulag um myndun meiri-
hluta í sveitarstjórn Norðurþings
kjörtímabilið 2018-2022.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá flokkunum þremur í
Norðurþingi, en samkomulag
flokkanna byggist á málefnasamn-
ingi sem er samkvæmt stefnuskrám
framboðanna fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar. Í tilkynningu meiri-
hlutans segir að í þessu samstarfi
felist ríkur vilji til að ákvarðana-
taka sveitarstjórnar miði að því að
fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti
og þjónustan við hana einnig. Ætlar
nýr meirihluti að leggja áherslu á
uppbyggingu svæða og samveru-
staða sem ýta undir útivist og
aukna samveru íbúa Norðurþings.
Kristján áfram sveitarstjóri
Framboðin sammæltust um að
sveitarstjóri Norðurþings yrði
áfram Kristján Þór Magnússon, en
tillögur um skipan í önnur embætti
kjörinna fulltrúa yrðu lagðar fram
á fyrsta fundi þann 19. júní.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðurþing Raufarhöfn er meðal þeirra
bæja sem tilheyra Norðurþingi.
Nýr meirihluti í
Norðurþingi
Frumvarp um ætlað samþykki
við brottnámi líffæris látins ein-
staklings var samþykkt á Al-
þingi í gær. Þau Silja Dögg
Gunnarsdóttir og Willum Þór
Þórsson, þingmenn Fram-
sóknarflokksins, voru flutnings-
menn frumvarpsins en með ætl-
uðu samþykki er gert verði ráð
fyrir að hinn látni hafi verið
samþykkur brottnámi líffæris
að sér látnum, nema tilefni sé
til að ætla annað. Ekki má þó
nema brott líffæri látins ein-
staklings leggist nánasti vanda-
maður hins látna gegn því.
Frumvarpið hefur áður komið
inn á borð Alþingis en ekki hef-
ur tekist að koma málinu í gegn.
Að þessu sinni var frumvarpið
samþykkt með 52 atkvæðum.
Tveir greiddu ekki atkvæði. Lög-
in taka gildi 1. janúar 2019.
Brottnám líf-
færa samþykkt
52 ÞINGMENN GREIDDU AT-
KVÆÐI MEÐ FRUMVARPINU