Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Sagt var frá því í fréttum að „inn-an Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Fréttablaðið seg- ir málið hafa vakið nokkurn usla innan bankans og séu skiptar skoð- anir um réttmæti kvörtunarinnar.“    Þá segir að í listaverkasafnibankans séu mörg meist- araverk. „Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunn- laug Blöndal, er að finna nekt“.    Samkvæmt heimildum Frétta-blaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar.“ Þá segir að kvörtunin sem tengist metoo- umræðunni hafi verið tekin alvar- lega og endað inni á borði stjórn- enda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli sem enn standi yfir og örlög nektarverka gamalla meistara liggi ekki fyrir. Fréttin vekur þá spurningu hvort rétt sé að rannsóknarnefnd Alþingis komi saman og meti hvaða áhrif hin klámfengnu meistarastykki höfðu á dómgreind bankans í aðdraganda „hruns“.    Benda má á að Clement páfiXIII. lét á miðri 18. öld höggva til laufblöð á styttur og mála önnur á gamlar myndir. Hér mætti líma snjáða seðla yfir viðkvæm svæði. Starfsmenn SÍ ættu að forðast Flór- ens þar sem stytta Michelangelo glennir sig framan í viðkvæma. Six- tusarkapelluloftið eftir sama er æp- andi og því rétt að glápa þar ofan í gólfið. Er að finna nekt STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 12 heiðskírt Akureyri 11 léttskýjað Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 19 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Stokkhólmur 14 heiðskírt Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 26 léttskýjað Brussel 27 heiðskírt Dublin 18 heiðskírt Glasgow 13 heiðskírt London 21 léttskýjað París 22 þoka Amsterdam 23 léttskýjað Hamborg 25 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 17 skúrir Moskva 12 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 16 skúrir Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 24 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 18 skýjað Montreal 13 skúrir New York 17 alskýjað Chicago 15 heiðskírt Orlando 28 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:09 23:46 ÍSAFJÖRÐUR 2:10 24:54 SIGLUFJÖRÐUR 1:48 24:42 DJÚPIVOGUR 2:26 23:27 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Hæst launaði framkvæmdastjóri minnstu sveitarfélaganna er með allt að þreföld mánaðarlaun hinna lægst launuðu hjá minnstu sveitarfélög- unum, en aðeins tæpur helmingur sveitarfélaga með færri en 200 íbúa svaraði könnun á kjörum sveitar- stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra sveitarfélaga 2018, sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefur nú birt. Í mars sl. var tölvupóstur sendur til allra sveitarfélaga á landinu með rafrænum spurningalista þar sem óskað var eftir ákveðnum upplýs- ingum. Beiðnin var ítrekuð nokkrum sinnum með tölvupósti. Alls bárust svör frá 63 sveitar- félögum af 74 og voru þau flokkuð í sex stærðarflokka eftir íbúafjölda. Af sveitarfélögum með færri en 200 íbúa svöruðu 6 af 13, sveitarfélög með 200-499 íbúa svöruðu 12 af 13, með 500-999 íbúa svöruðu öll 14, með 1.000-1.999 íbúa svöruðu 11 af 12, með 2.000-4.999 íbúa svöruðu öll 13, utan að eitt þeirra gaf ekki upp heildarlaun framkvæmdastjóra. Sveitarfélög með 5.000 íbúa eða fleiri svöruðu 7 af 9. Yfir 2 milljónir mánaðarlega Miðað við svörin sem fengust voru heildarlaun framkvæmdastjóra sveitarfélaga hæst yfir 2,1 milljón króna á mánuði og lægst undir 400 þúsund kr. á mánuði, auk hlunninda sem eru frá því að vera engin upp í að geta orðið allt að 250 þúsund krónur til viðbótar við heildar- mánaðarlaun. Hlunnindi eru skilgreind sem greiddur starfskostnaður fyrir utan beinar launagreiðslur, s.s. fastur bif- reiðastyrkur, frír sími, risna og hús- næðisstyrkur. Biðlaunaréttur fram- kvæmdastjóranna var frá því að vera enginn upp í að vera sex mán- uðir og allt þar á milli. Í sveitarfélögum með færri en 200 íbúa var einn framkvæmdastjóri með yfir eina milljón króna í heildar- mánaðarlaun og allt að því 150 þús- und króna hlunnindagreiðslu til við- bótar, á meðan lægst launuðu framkvæmdastjórarnir voru með undir 400 þúsund krónur í mán- aðarlaun og innan við 50 þúsund krónur í hlunnindagreiðslur til við- bótar. Greiðslur til sveitarstjórnar- manna voru frá því að vera kringum 10 þúsund krónur mánaðarlega í minnstu sveitarfélögunum upp í að vera yfir 300 þúsund krónur mánaðarlega í þeim stærri. Greiðslur fyrir nefndarfundi voru frá því að vera innan við 10 þúsund kr. í minnstu sveitarfélögunum upp í að vera yfir 50 þúsund kr. í þeim stærstu. Ákvarðanir um launagreiðslur til sveitarstjórnarmanna og nefndar- manna eru almennt með svipuðum hætti, þ.e. ýmist ákveðið hlutfall af þingfararkaupi, föst fjárhæð tengd launavísitölu eða annað fyrirkomu- lag sem sveitarstjórnin ákveður. Greiðslur til nefndarformanna voru sums staðar 50% hærri en til annarra nefndarmanna. Mest með þrefalt hærri laun  Könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga birt  Fæst af minnstu sveitarfélögunum svöruðu Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.