Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Megi raforkan verameð þér. Passat GTE á betra verði. Góð ástæða til að skipta um orkugjaf Á Passat GTE kemstu flestra þinna ferða á raf sparneytin bensínvélin við. Í gegnum Car-Net g j j ý g fyrir þinn Passat GTE. Komdu í reynsluakstur og upplifðu snerpuna. www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. *Passat Variant, station útgáfa +100.000 kr. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd a. orkunni einni saman, en í langferðum tekur appið etur þú notað sn allsímann sem f arst rin u Til afhendingar strax! Ragnhildur Þrastardóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Nauðsynlegt er að auka samvinnu milli heilbrigðisyfirvalda og barna- verndar til þess að árangur náist í málefnum barna sem glíma við al- varlegan vímuefnavanda. Þetta seg- ir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Í gær sendu Olnbogabörn, sam- tök sem berjast fyrir bættum hags- munum barna sem glíma við vímu- efnavanda, frá sér opið bréf til Barnaverndarstofu þar sem þau segjast afar ósátt með stöðu mála. Áætlað var að opna nýtt með- ferðarúrræði í apríl síðastliðnum en því hefur nú verið frestað fram í september. Í bréfinu kemur einnig fram að skjólstæðingur Stuðla, meðferðarstöðvar sem ætluð er börnum, hafi verið vistaður í gæslu- varðhaldsherbergi ,,meira og minna frá áramótum“. ,,Það er grafalvarlegt þegar börn fá ekki úrræði við hæfi,“ segir Salvör um málið en bendir á að unnið sé að því að bæta úrræði fyrir ungmenni í al- varlegum vanda. Vinna að úrlausnum ,,Á þriðjudag var haldinn mjög mikilvægur fundur með aðkomu fjölmargra þar sem rætt var um aukna samvinnu á milli kerfa og ég bind vonir við að sú vinna muni skila úrræðum sem eru nauðsynleg. Þar kom fram mikill vilji til þess að vinna saman að því að finna lausnir,“ segir Salvör, en niðurstöð- ur fundarins verða kynntar á næstu misserum. Forstöðumaður Stuðla, Funi Sig- urðsson, segist ekki geta tjáð sig um langa vistun í gæsluvarðhaldsher- bergi. ,,Ég get ekki talað um ein- staka mál eða vistanir. Við höfum verið að nýta húsið á ýmsa vegu vegna þess að það hefur ekki verið mikið annað í boði. Við leggjum okk- ur fram við að veita sem besta með- ferð þrátt fyrir að við séum að nota ýmsa anga hússins í það.“ Funi segir fjölbreytt úrræði fyrir börn sem glíma við vímuefnavanda vanta, þau eigi við misjöfn vandamál að stríða og fíknivandi þeirra sé mis- stór. ,,Það þarf að bæta við úrræðum og við þurfum að geta komið í veg fyrir óæskilega blöndun. Aðalatriðið er ekki hversu mörg pláss boðið er upp á, heldur hversu fjölbreytta að- stoð við getum veitt.“ Fjölbreytni framar plássi Þegar Funi er spurður hvort boð- legt sé fyrir börn að vera í gæslu- varðhaldsherbergjum í lengri tíma segir hann: ,,Gæsluvarðhaldi er beitt til þess að tryggja öryggi, alveg sama hvernig horft er á það. Þetta er flók- inn vandi og sumir þurfa meiri gæslu en aðrir. Við fáum bæði gagn- rýni fyrir að vera með of mikla gæslu og fyrir að hafa of litla gæslu. Við reynum alltaf að feta milliveginn og gera okkar besta í þessum efnum gagnvart hverjum og einum einstak- ling.“ Aðskild í hluta hússins Halldór Hauksson, sviðstjóri fóst- ur- og meðferðarsviðs Barnavernd- arstofu (BVS) tekur fyrir það í sam- tali við mbl.is að á Stuðlum sé einhvers konar „gæsluvarðhaldsher- bergi“. „Þegar sinna þarf sérstökum þörf- um barna og það þarf að aðskilja þau í langan tíma frá öðrum börnum í meðferð þá er það gert í sérstökum hluta hússins,“ segir Halldór. Sá hluti hússins sem Halldór vitn- ar til samanstendur af herbergi, setustofu og gangi. Hann segir sjaldgæft að börn séu höfð í gæslu- varðhaldi á Stuðlum en að þegar það hafi komið fyrir sé notast við þá hluta hússins sem þykja hentugir, og að umrætt svæði hafi einhverntíma verið notað. „Við reynum að gæta öryggis barna sem eru í meðferð með viðeigandi hætti. Þó að einhver dvelji í ákveðnum hluta hússins þýð- ir það ekki að hann sæti einhvers konar gæsluvarðhaldi eða neyðar- vistun.“ Hann segir það samkvæmt lögum að ekki megi vista einstaklinga í neyðarvistun lengur en í 14 daga í senn. Hins vegar segir hann heim- ildir fyrir því og ekkert athugavert við það að ef einstaklingar þurfi meiri gæslu en aðrir þá fái þeir hana. Grafalvarlegt úrræðaleysi  Segja barn hafa verið vistað í gæsluvarðhaldsherbergi meira og minna frá áramótum  Fundað um sam- vinnu í málefnum barna með vímuefnavanda  Sviðstjóri BVS segir gæsluvarðahald á Stuðlum sjaldgæft Ljósmynd/aðsend Gæsluvarðhald Sams konar herbergi og sagt er að barn hafi verið vistað í ,,meira og minna frá áramótum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.