Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 14

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 30% afsláttur af sumarblússum og buxum Hálfermaskyrtur 6.900 2.900,- Pólóbolir 3.900 1.900,- Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 Sumarsprengja Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Bréf frá þjóðskáldi Íslendinga, Jón- asi Hallgrímssyni, sent árið 1842 og talið hefur verið glatað í tæp 80 ár verður opnað að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og fulltrúum Stofnunar Árna Magn- ússonar og helstu sérfræðingum í list Jónasar við setningu NORDIA 2018 í TM-Höllinni í Garðabæ á morgun kl. 13.00. Sýningin, sem óhætt er að kalla hátíð norrænna frímerkjasafnara, stendur fram á sunnudag. Auk Íslendinga sækir hana mikill fjöldi erlendra safnara og eru nokkrir þeirra einnig í hópi sýnenda. Fjölmörg frímerkjasöfn verða til sýnis og margs konar safn- araefni af skyldu tagi, m.a. víxill Elíasar Stefánssonar útgerðar- manns sem talinn er einn hæsti ef ekki sá hæsti í Íslandssögunni, upp á um 500 milljónir króna að núvirði. Keypt á uppboði í Höfn Bréfið frá Jónasi Hallgrímssyni er 2-3 þéttskrifaðar síður og sent til eins nánasta vinar hans seinustu æviárin, danska náttúrufræðingsins Japetus Steenstrup. Vitað er að Jónas sendi honum a.m.k.18 bréf til Kaupmannahafnar og þegar Matt- hías Þórðarson, þáverandi þjóð- minjavörður, ritaði fyrstu ævisögu skáldsins, sem út kom á árunum 1929-1936, virðist hann hafa haft aðgang að þeim og skrifaði þau upp. Eftir það er hins vegar ekki vitað hvað varð um bréfin og má segja að þau hafi horfið sporlaust. Árni Gústafsson, framkvæmdastjóri og eigandi bréfsins, keypti það á uppboði í Kaupmannahöfn fyrir um áratug og hefur aldrei opnað bréfið sjálfur. Hann keypti það fyrst og fremst af áhuga á umslaginu og póststimplum þess og uppgötvaði aðeins fyrir skömmu að þetta 180 ára gamla bréf væri frá þjóðskáldi Íslendinga. Einn auðugasti maður landsins Elías Stefánsson var fæddur 20. ágúst 1878 á Leirubakka í Land- sveit en ættaður frá Eyrabakka. Hann var ómenntaður en eftir fáein ár í útgerð var hann talinn meðal auðugustu manna landsins. Hann var mjög framkvæmdasamur út- gerðarmaður og gerði einkum út síldarskip í stórum stíl frá Reykja- vík og vestur á fjörðum. Hann átti sex eða sjö skip þegar mest var. Hann rak einnig umfangsmikla síld- arsöltun frá Djúpuvík á Ströndum á árunum 1915-1919. Hjá Elíasi á Djúpuvík unnu venjulega 50-60 söltunarstúlkur. Árið 1919 var verð- ið á síldartunnu komið upp í 100 krónur, sem var ákaflega gott verð. Elías vildi hins vegar frá 105 krón- ur fyrir tunnuna, en fékk það ekki. Skömmu síðar, eða haustið 1919, varð mikið verðfall á síld. Þetta varð banabiti fyrirtækisins. Hefði hann samþykkt að selja síldina á 100 krónur tunnuna hefði hann grætt óhemju mikið fé. Mest af síldinni var flutt út til Kaupmanna- hafnar, beið lengi þar óselt og var að lokum mokað í sjóinn. Elías varð gjaldþrota 1920. Dó rétt eftir útgáfu víxilsins Elías rak meðal annars togara- útgerðina Eggert Ólafsson hf. Það var í nafni þess fyrirtækis sem hann gaf út víxil að andvirði 390 þúsund króna í byrjun desember 1920, víxil sem Íslandsbanki keypti. Þetta var geypilega há fjárhæð og trúlega er um að ræða einn hæsta einstaka víxil sem gefinn hefur ver- ið út hérlendis. Víxillinn var útgef- inn 6. desember 1920 og átti að greiðast 15. mars 1921. Það er at- hyglisvert að Elías hafði glímt við alvarleg veikindi, krabbamein, um nokkurt skeið á þessum tíma og m.a. gengist undir skurðaðgerðir, en bankinn virtist ekki hafa sett sjúkleika hans fyrir sig við við- skiptin. Elías andaðist síðan 17. desember 1920, aðeins ellefu dögum eftir að hann seldi víxilinn. Hann var rúmlega fertugur að aldri, ókvæntur og barnlaus. Skiptastjóri búsins samþykkti í júní 1921 að skuldbinda það til að fullnægja víxilkröfunni, væntanlega að því takmarkaða marki sem búið réði við eftir gjaldþrotið. Þegar víxillinn var gefinn út voru lágmarkslaun um það bil 1,48 kr. á klst. Víxillinn samsvarar því um 260 þúsund vinnustundum hjá verka- manni. Miðað við að verkamaður hafi í dag um 1.900-2.000 krónur í laun á klukkustund, er upphæð víxilsins á núgildi um 500 milljónir króna. Fleira efni frá Íslandsbanka gamla, sem stofnaður var 1904, er á sýningunni, þar á meðal seðlar, hlutabréf og skjöl af ýmsu tagi úr safni Freys Jóhannessonar. Það er Landssamband íslenskra frímerkjasafnara sem stendur fyrir NORDIA 2018. Þar verða sýndir um 500 rammar af frímerkjum og tengdum hlutum. Sýnendur eru um 100 talsins, frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Bretlandi. Verð- mæti sýningarinnar er óheyrilegt og þar verða sýndir fjölmargir grip- ir sem vart verða metnir til fjár. Um 10 til 15 þúsund manns hafa sótt síðustu Nordia-sýningar hér- lendis. Hæsti víxill Íslandssögunnar á sýningu  NORDIA 2018 í Garðabæ um helgina  Hátíð norrænna frímerkjasafnara  Bréf frá Jónasi Hall- grímssyni sem talið var glatað verður opnað  Uppboðsfyrirtækið Postiljonen meðal þátttakenda Ljósmynd/Sindri Freysson Sögufrægur Hugsanlega er þessi víxill Elíasar Stefánssonar útgerðarmanns sá hæsti í Íslandssögunni, upp á um 500 milljónir króna að núvirði. Sænska frímerkjauppboðshúsið Postiljonen í Malmö er meðal þátttak- enda á NORDIA 2018. Á þeim 50 árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur stór hluti af öllu sjaldgæfasta frímerkjaefni sem tengist Íslandi farið um hendur þess. Steinar Friðþórsson, starfsmaður Postiljonen, segir í sam- tali við Morgunblaðið að á allra síðustu árum hafi menn orðið varir við umtalsverða aukningu eftirspurnar eftir sjaldgæfu íslensku frímerkjaefni, þá einkum eftir bréfum eða gömlum frímerktum umslögum og kortum. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki fjölgað í safnarahópnum heldur virðist margir komnir á það stig í söfnun sinni að taka hana mjög alvarlega. „Ef verð á svipuðum hlutum á uppboðum Postiljonen er borið saman nú og fyrir um það bil 7-8 árum kemur í ljós að oft er um þreföldun eða jafn- vel meira að ræða hvað verð áhrærir,“ segir Steinar. „Einungis á síðustu 10 árum nemur sala Postiljonen á íslensku frímerkjaefni að sölulaunum meðtöldum yfir 540 milljónum íslenskra króna.“. Ekki er ólíklegt að ein- hverjir eigenda íslenskra frímerkjasafna eigi eftir að leita Steinar uppi á sýningunni í Kópavogi og kanna hvort þeir hafi verðmæti undir höndum. Postiljonen annaðist sölu á hinu verðmæta frímerkjasafni Indriða heitsins Pálssonar forstjóra fyrir tveimur árum. Norrænn safnari keypti það og greiddi fyrir um eitt hundrað milljónir króna. Íslendingar hafa einnig látið til sín taka á uppboðum Postiljonen. Í mars þegar selt var ís- lenskt frímerkjaefni fyrir nærri 20 milljónir voru Íslendingar í meirihluta kaupenda. Selt fyrir yfir 500 milljónir króna MIKIL UMSVIF POSTILJONEN Verðmætt Póstkort til Einars Jóns- sonar mynd- höggvara í Róm 1903 var selt á 2016 fyrir 105 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.