Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 16

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaauður, sjóður í umsjón Kviku banka, hefur hafið sölu nýrra íbúða á Hverfisgötu 94-96. Alls verða 38 íbúðir í húsinu, en þær verða af- hentar í desember á þessu ári. Tryggvi Tryggvason, arkitekt hjá arkitektastofunni Opus á Akureyri, teiknaði fjölbýlishúsið en verk- takafyrirtækið SA Verk byggir hús- ið. Sömu aðilar teiknuðu og byggðu Skugga hótel sem er að- eins ofar á Hverfisgötunni. Daníel Þór Magnússon, sjóðsstjóri Fast- eignaauðs, segir fermetraverðið að meðaltali um 670 þúsund krónur. Íbúðirnar séu 59-186 fermetrar og meðalstærðin um 99 fermetrar. Verðið er 42-145 milljónir og er fermetraverðið hæst í þakíbúðum. Þær eru enda eftirsóttastar, að sögn Daníels Þórs. Hverfisgata 94-96 er steinsteypt, u-laga fjölbýlishús. Undir því er bíla- kjallari með 45 bílastæðum. Eitt stæði fylgir hverri íbúð og verður mögulegt að kaupa annað stæði. Geymslur eru við hvert bílastæði. Daníel Þór segir það koma sér vel fyrir eigendur rafbíla. Auðvelt verði að komast í rafmagn. Klæðning með 40 ára ábyrgð Daníel Þór segir mikið lagt í hönn- un og frágang hússins. Til dæmis verði það klætt með álklæðningu frá þýska fyrirtækinu Prefa, sem bjóði 40 ára ábyrgð. Þá verði vandaðar við- arinnréttingar og gólfhiti í öllum íbúðum, en gólfsíðir gluggar í sumum. Vaskar séu undirlímdir á kvarsstein, sem sé fallegra og auð- veldi þrif. Svalir séu forsteyptar sem tryggi góða endingu. Íbúðir afhend- ist fullbúnar en án gólfefna. Gert sé ráð fyrir þvottavél og þurrkara í þvottarými í hverri íbúð. Daníel Þór segir íbúðirnar vel skipulagðar. Hver fermetri nýtist því vel. Berglind Berndsen og Helga Sigurbjörnsdóttir, innanhúsarkitekt- ar, sjái um innanhúshönnun. Þá sé uppbrot á útveggjum. Fyrir vikið líti fjölbýlishúsið út fyrir að vera nokkur sambyggð hús. Húsið er fimm hæðir. Uppsetning glugga er langt komin og er byrjað að setja upp milliveggi og raflagnir. Þakgarðar fylgja íbúðum á fimmtu hæð og snúa þeir bæði til norðurs að Hverfisgötu og til suðurs að Lauga- vegi. Lokaður bakgarður verður í miðju hússins. Fjögur atvinnurými á jarðhæð Á jarðhæð verða rými fyrir þrjár verslanir og eitt veitingahús. Rýmin fjögur eru laus. Íbúðarýmin eru um 3.800 fermetrar. Fasteignasölurnar Miklaborg og Miðbær munu sjá um sölu íbúða og hefur nýr vefur, Hverfisgatan.is, verið opnaður fyrir verkefnið. Á lóðinni var lengi bílastæði sem meðal annars var ætlað starfsmönn- um Landsbankans á Laugavegi 77. Vestan við fjölbýlishúsið er félagið Rauðsvík að byggja fjölbýlishús. Þá er Rauðsvík að byggja fjölbýlishús hinum megin við götuna, Hverfis- götu 85-93, sem er skemmra á veg komið en Hverfisgata 94-96. Daníel Þór segir staðsetningu fjölbýlishússins einstaka. Stutt sé í verslun og þjónustu. Þá sé fjöldi vinnustaða í göngufæri. Ferðamönnum mun fjölga Hann kveðst aðspurður ekki hafa áhyggjur af því að hægt hafi á hag- kerfinu. Þótt tímabil veldisvaxtar í ferðaþjónustu sé að baki sé fjöldi ferðamanna sem heimsækja Ísland engu að síður mikill og muni vænt- anlega fara vaxandi áfram næstu ár. „Það er einkennilegt að ræða um samdrátt í ferðaþjónustu þegar ferðamönnum er ekki að fækka. Rætt er um samdrátt þegar hlutfalls- leg aukning er ekki jafn mikil. Það er villandi orðræða. Við höfum fulla trú á markaðnum miðsvæðis í Reykja- vík. Við höfum fulla trú á þéttingu byggðar og þessar íbúðir verða allar vel staðsettar. Ég tala nú ekki um þegar og ef borgarlínan kemst ein- hvern tímann á kopp. Við sjáum fyrir okkur litríkt og skemmtilegt svæði fyrir íbúa. Íbúðirnar eru af fjöl- breyttri stærð.“ Daníel Þór er að sama skapi bjart- sýnn á að góð eftirspurn verði eftir þjónusturýmum á jarðhæð. Um 400 nýjar íbúðir séu að koma á markað milli Lækjartorgs og Höfðatorgs. Miðað við tvo í íbúð þýðir það 800 nýja íbúa. „Þétting byggðar verður til þess að auka eftirspurn íbúa eftir verslun og þjónustu í hverfinu,“ segir Daníel Þór. Stærri íbúðirnar henti fólki sem er að flytja úr sérbýli. „Við höfum fundið fyrir því í öðrum verk- efnum að fólk er að gefast upp á garðinum og flytja í fjölbýlishús. Því það er mikil vinna að vera með garð.“ Lúxusíbúðir á Hverfisgötu  Fasteignaauður, sjóður í umsjón Kviku, setur 38 íbúðir á Hverfisgötu í sölu  Kosta 42-145 milljónir  Þakgarðar fylgja íbúðum á fimmtu hæð  Veitingahús og verslunarrými verða á jarðhæð hússins Hverfisgata 94-96 Nýbyggingin er á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Bílakjallari er undir húsinu. Stefnt er að því að afhenda íbúðirnar fyrir áramót. Bakhliðin Húsið er u-laga og er bakgarður fyrir íbúa. Hann snýr í suður. Breyting Vestan við Hverfisgötu 94-96 er að rísa annað fjölbýlishús. Daníel Þór Magnússon Teikningar/Onno Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.