Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Allsherjar- og menntamálanefnd gerði fáar tillögur að breytingum á frumvarpi Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra til heildarlaga um Þjóðskrá Íslands. Tillaga er gerð um að ráðherra skuli setja á stofn fagráð fulltrúa Þjóðskrár Íslands, hagsmunaaðila og annarra aðila í þeim tilgangi að vera vettvangur samráðs og upplýs- ingaskipta á fagsviðum stofnunar- innar. Áður var kveðið á um að þetta væri ráðherra aðeins heimilt, en ekki skylt. Breytingin er tilkomin vegna at- hugasemda sem fram komu fyrir nefndinni um að samráð yrði tryggt við hagsmunaðila á öðrum vettvangi sem sinntu m.a. ákveðnu eftirlits- hlutverki með starfseminni. Fyrirvari um persónuvernd Þá er gerð tillaga um að almennur fyrirvari um heimildir laga um per- sónuvernd og vinnslu persónuupp- lýsinga verði settur í nokkra laga- bálka, til samræmis við almennan fyrirvara í frumvarpinu. Um er að ræða lög um kosningar til Alþingis og lög um kosningar til sveitarstjórna þar sem Þjóðskrá Ís- lands er heimiluð vinnsla persónu- upplýsinga við gerð kjörskrárstofna og einnig að samkeyra meðmæl- endalista framboðsaðila við þjóð- skrá. Hið sama á við um ákvæði laga um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna þar sem Þjóðskrá Íslands er heimil vinnsla persónuupplýsinga við gerð kjörskrárstofna. Fáar breyting- ar lagðar til  Samráð hagsmunaðila tryggt í frum- varpi til heildarlaga um Þjóðskrá Morgunblaðið/Sverrir Þjóðskrá Nefndin gerði fáar til- lögur að breytingum á frumvarpi. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tíu ár eru í dag liðin frá því Vatna- jökulsþjóðgarður var settur á stofn og verður ný fræðslustefna fyrir þjóðgarðinn kynnt í Ásbyrgi í dag. Miklar vonir eru bundnar við að þjóðgarðurinn fullnægi skilyrðum til skráningar í heimsminjaskrá UNESCO, en umsókn þar að lút- andi var lögð inn í janúar á þessu ári. Þykja jákvæð viðbrögð við um- sókninni benda til þess að líklega verði hún sam- þykkt. Ármann Hösk- uldsson, stjórnar- formaður Vatna- jökulsþjóðgarðs og eldfjallafræð- ingur, segir að Ís- lendingar hafi lært mikið um rekstur stórra þjóðgarða síðastliðinn áratug. Enn sé þó margt ólært. „Þegar á heildina er litið held ég að reynslan sé mjög jákvæð. Ég held að allir Íslendingar líti á þetta sem jákvætt fyrirbrigði og gestir okkar dást að því að svona lítil þjóð skuli taka jafn mikið land undir þjóðgarð,“ segir hann. Á heimsminjaskrá eru aðeins staðir sem taldir eru hafa gildi fyrir allt mannkyn. „Það er stórt skref fyrir litla þjóð að óska eftir því að þetta svæði verði tekið á heims- minjaskrá. Með því segjum við að þjóðgarðurinn sé ekki aðeins mik- ilvægur fyrir komandi kynslóðir Ís- lendinga, heldur komandi kynslóðir mannkyns til að læra af,“ segir Ármann. Vísbending um áhuga UNESCO Nefnd Alþjóðanáttúruvernd- arsamtakanna (IUCN) kemur hing- að til lands strax á þessu ári til að taka garðinn út, án þess að láta vita af sér. Til samanburðar tók það Frakka um tíu ár að ná eyrum nefndarinnar til að gera úttekt á eldfjallasvæðinu Puy de Dôme í Au- vergne í Mið-Frakklandi. „Þetta er sterk vísbending og þetta er líka í fyrsta sinn sem stung- ið er upp á því við UNESCO að það sé tekið inn heilt kerfi. Í þjóðgarð- inum eru innri öflin sem búa til jörð- ina, eldgosin og það sem kemur upp á yfirborð. Á sama stað eru líka ytri öflin sem eru jöklarnir, rennandi vatn, vindurinn, frostið o.s.frv. Við tengjum þetta allt saman frá rótum eldfjallsins upp í myndun þess og til eyðingar þess. Að því leytinu til er þetta mjög sérstakt svæði á heimsvísu,“ segir Ármann. Sem dæmi um sérstöðu Vatna- jökulsþjóðgarðs nefnir Ármann einnig að hann nái nú einnig frá fjalli til fjöru, þ.e. eftir að Breiða- merkursandur og Fell urðu hluti hans á síðasta ári. „Þjóðgarðurinn er þannig í eðli sínu að hann er í stöðugri breytingu. Jöklarnir minnka og breyta sér, skriðuföll fylgja þeim sem leiða af sér jarð- breytingar. Síðan eru auðvitað eld- gos inni í jöklunum með reglulegu bili sem breyta líka landslaginu og öllu því sem í þjóðgarðinum er,“ segir hann. Ágangur ferðamanna er mikill Ármann nefnir að þrátt fyrir að þjóðgarðurinn fagni nú tíu ára til- veru sé hann að miklu leyti enn ómótaður. Ný stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn er í vinnslu og atvinnustefna um sam- skipti við fyrirtæki innan marka hans, er á lokastigi. „Það eru engar stórvægilegar breytingar á verndaráætluninni, en hún er umskrifuð og betur læsileg. Lagabreytingar árið 2016 gerðu að verkum að nú er hægt að breyta ein- stökum köflum hennar, setningum eða bæta við. Áður þurfti að taka hana til endurskoðunar í heild sinni,“ segir hann og nefnir að þann- ig verði til dæmis hægur leikur að laga verndaráætlun fyrir Breiða- merkursand og Fell að verndar- áætlun þjóðgarðsins. Spurður um ágang vegna fjölg- unar ferðamanna síðustu ár, svarar hann að þjónustunni stafi viss ógn af. Þjóðgarðinum sé þröngur stakk- ur sniðinn hvað fjármagn varðar og ýmsir þjónustuliðir líði fyrir. „Þjóðgarðurinn, eins og flestar aðrar ríkisstofnanir, er að berjast við vanfjármögnun. Við fáum ekki fjármagn miðað við stærð hans og umfang. Í ljósi fjölgunar ferða- manna, ekki síst vetrarferðamanna, mæðir mest á suðursvæðinu því það er opið allan ársins hring. Norður- svæðið lokast af sjálfu sér á veturna nema við Ásbyrgi og Dettifoss,“ seg- ir hann. „Það þarf að finna einhverja lausn þannig að garðurinn verði meira og minna sjálfbær. Ef það er hægt að taka gjald af gestunum, þá þýðir það auðvitað að þegar gestum fjölgar þá aukast tekjur. Þá getur þjóðgarðurinn bætt við þjónustu og svarað auknu álagi,“ segir Ármann. Rannsaka Öræfajökul í sumar Sigketill í jökulhettu Öræfajökuls sem myndaðist í vetur er nýjasta áminningin um þau náttúruöfl sem búa í Vatnajökulsþjóðgarði. Ármann ásamt hópi annarra vís- indamanna mun í sumar rannsaka Öræfajökul í þeim megintilgangi að afla frekari upplýsinga um kviku- kerfi eldfjallsins. Að hans sögn er staðan enn sú sama og verið hefur, jökullinn nötri og taki enn við kviku. „Hvað þjóðgarðinn varðar, þá er þetta háalvarlegt. Þetta er það svæði þar sem flestir gesta okkar eru,“ segir hann. Sögulegar heimildir benda til þess að hraustlegra jarðskjálfta verði vart nokkrum klukkustundum áður en gos verði í jöklinum. „Nú að sumri til, sérstaklega þegar svona margir ferðamenn eru á svæðinu, þá veitir okkur ekkert af þessum klukkutímum til að smala þessu fólki út af svæðinu,“ segir hann og nefnir að í sumar ljúki vinnu við endurbætur á farsímakerfi á hættu- svæðum við Öræfajökul. Að þeim loknum munu neyðarboð eiga greiðari leið til vegfarenda og íbúa. Spurður hvort kvikan gæti gengið til baka svarar hann að sá möguleiki sé fyrir hendi. „En í fjalli þar sem ekkert er að gerast en byrjar síðan skyndilega að hristast eru nú líkur á því að það sé að hlaða sig. Hleðslu- tíminn getur samt verið tíu til tutt- ugu ár og það er ekkert sem segir að þetta komi á morgun eða hinn og hleðsla í svona fjöllum getur tekið mjög langan tíma,“ segir hann. Þjóðgarðurinn er stöðugt í mótun  Tíu ár frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs  Góðar líkur á skráningu í heimsminjaskrá UNESCO  Sérstaða þjóðgarðsins felst í áhrifum elds og íss  Kvikukerfi Öræfajökuls til rannsóknar í sumar Ármann Höskuldsson Morgunblaðið/RAX Öræfajökull Jarðhræringar í Öræfajökli eru nýjasta áminningin um sérstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsvísu. af öllum Nicotinell vörum í Farmasíu apóteki út júní Verðdæmi: Nicotinell Fruit 2 mg 204 stk. 2765 kr. Nicotinell Fruit 2 mg 24 stk. 266 kr. Nicotinell Mint 2 mg 204 stk. 3673 kr. Nicotinel munnsogstöflur 1mg 204 stk. 4222 kr. 15% afsláttu r Suðurver, Stigahlíð 45 – 105 Reykjavík – Sími 511 0200 Opnunartími: Mán - fös: 08-20, lau: 10-18, sun: 13-18 Farmasía í alfaraleið, opið alla daga vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.