Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Óðinn, sem kom til landsins árið 1960. Hann var einnig gangmeiri en Óðinn. Ægir var búinn ýmsum nýj- ungum, svo sem þyrluskýli og að- stöðu fyrir lækna. Þá var skipið sér- staklega styrkt til siglinga í ís. „Helstu kostir Ægis eru þeir að skipið er afburða sjóskip, sér- staklega þegar siglt er á móti veðri, skipið líður áfram og ver sig vel, er ákaflega „mjúkt“ eins og sagt er. Í samanburði við t.d. Óðin hefur Ægir vinninginn en Óðinn var alltaf frek- ar stífur á móti, átti það til að höggva í ölduna,“ segir Halldór B. Nellett, reyndasti skipherra Land- helgisgæslunnar. Ægir gat verið ansi „fjörugur“ „Ægir getur síðan verið ansi „fjörugur“ og oltið mikið sér- staklega þegar siglt er á lensi og með sjó aftan á hornin, getur auð- veldlega tekið veltur upp á 30-40°. Ég er ekki frá því að skipið hafi breyst nokkuð hvað sjóhæfni varðar í áranna rás en því hefur í þrígang verið breytt í Póllandi eða árin 1997, 2001 og 2005,“ bætir Halldór við. „Í dag er sorglegt að sjá Ægi drabbast niður þarna úti á Skarfa- bakka. Sjálfur er ég búinn að vera viðloðandi þetta skip ansi lengi eða í tæp 46 ár. Byrjaði fyrst á Ægi 1972 þegar hann var 4 ára, nánast sem krakki, 16 ára gamall. Ég er búinn að gegna ýmsum störfum um borð og við gæslumenn höfum alltaf lagt metnað okkar í að viðhalda skipinu vel í gegnum öll þessi ár og því er ákaflega sárt að sjá það fara svona, ryðtaumar og ryð um allt og eykst með degi hverjum,“ segir Halldór. „Það er áætlað að það kosti á bilinu 250 til 300 milljónir að koma Ægi í viðunandi ástand til að geta sinnt hlutverki sem eftirlits- og björgunarskip á Íslandsmiðum. Mest umleikis er uppfærsla og að einhverjum hluta endurnýjun á að- alvélum skipsins. Það eru eins og er engin áform um að ráðast í það verkefni og það eru heldur engin áform um að selja skipið,“ segir Ás- grímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Gæsl- unnar. Er það ekki markmið Landhelg- isgæslunnar að vera með tvö skip úti samtímis við gæslustörf? „Það er rétt. Landhelgisgæslan hefur sett það í langtímaáætlanir að tvö skip séu ávallt á sjó eins og var fyrir 2006, áður en v/s Óðni var að endingu lagt. Það er ljóst að ef sú siglingaáætlun á að geta átt sér stað þurfa þrjú skip að vera í rekstri hvort sem varðskipinu Ægi væri komið í viðunandi horf og haffæri eða annað skip kæmi í staðinn. Það liggja hinsvegar ekki fyrir neinar fjárveitingar, hvorki til að koma Ægi á haffæri, útvega nýtt skip eða til reksturs þriðja skipsins.“ Við komu Ægis sagði Jóhann Hafstein dómmálaráðherra m.a: „Það er ein þýðingarmesta stjórnsýsla ríkisins að gæta íslensku landhelginnar, enda landhelgis- gæslan á ytra borði tákn fullveldis þess og sjálfstæðis.“ Þessi orð eru í fullu gildi hálfri öld síðar og þau mættu stjórnmála- menn dagsins í dag gaumgæfa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipið Ægir Hér má sjá skipið að störfum árið 2009 þegar það var enn í fullri notkun. „Mér hefur alltaf fundist Ægir betra sjóskip en Týr þó að skipin séu nær alveg eins,“ segir Halldór B. Nellett. Forystuskip í þorskastríðum  Liðin eru 50 ár síðan varðskipið Ægir kom nýtt til landsins  Tók þátt í tveimur þorskastríðum  Ekkert varðskip hefur klippt á togvíra jafn margra landhelgisbrjóta  Framtíð skipsins óviss BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það var hátíðarstemning í Reykja- vík miðvikudaginn 12. júní 1968 þegar nýtt varðskip, Ægir, kom til hafnar í fyrsta skipti. Ægir hefur reynst afburðavel þá tæpu hálfa öld sem hann hefur verið í notkun. Til dæmis hefur ekkert íslenskt varð- skip klippt á togvíra jafn margra landhelgisbrjóta í þorskastríðum. En nú er öldin önnur. Ægir hefur ekki verið í hefðbundnum rekstri í þrjú ár og liggur hann nú við Skarfabakka í Sundahöfn í Reykja- vík. Það kostar stórfé að koma skip- inu í nothæft ástand og þeir pen- ingar eru ekki til reiðu. Alls er óvíst hver verða örlög skipsins. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra flutti ræðu við komu Ægis 1968. Þar kemur fram að Alþingi og ríkisstjórn þótti nauðsyn að end- urnýja og efla skipastól Landhelg- isgæslunnar. Smíði skipsins var boðin út og í ágúst 1966 voru undir- ritaði samningar við skipasmíða- stöðina Aalborg Værft A.S. í Dan- mörku, sem átti hagstæðasta tilboðið. Skipið var svo afhent ís- lenska ríkinu ytra hinn 30. maí 1968. Jón Jónsson skipherra sigldi skipinu heim, Bjarni Helgason var 1. stýrimaður og André Jónsson yfirvélstjóri. Ægir var stærsta skip Land- helgisgæslunnar á þeim tíma, 1.258 brúttótonn, fimm metrum lengri en „Fimmtíu ár eru bara ansi góður aldur á skipi. Ægir er búinn að skila sínu og gott betur og nú eiga menn að taka þessa ákvörðun á 100 ára fullveldisafmæli Íslands og af- skrifa Ægi og hefja undirbúning að því að hanna nýjan arftaka. Týr er orðinn 43 ára í dag, systurskip Ægis, sem er ansi hár aldur líka og stutt í 50 árin. Því bráðnauðsynlegt að hefja strax undirbúning að hönnun og smíði á nýju skipi sem alltaf tekur nokkur ár,“ segir Hall- dór B. Nellett skipherra. Halldór segir að ekki megi fara eins fyrir Ægi og fór fyrir gamla Þór, því sómaskipi sem eitt sinn var glæsilegt flaggskip Landhelgis- gæslunnar í byrjun sjötta ára- tugarins. „Þór hraktist í lokin milli við- legukanta í höfnum hér við Faxa- flóann í algjörri niðurníðslu, enginn vildi kannast við að eiga hann. Þór var löngu farinn úr umsjá Land- helgisgæslunnar og á tímabili var hann orðinn afdrep og skjól fyrir útgangsmenn í Reykjavík, alveg skelfilegt að koma um borð og sjá skipið á þeim tíma. Að lokum fór hann í brotajárn, sem auðvitað átti að gerast miklu fyrr.“ Um borð í Ægi Halldór B. Nellett skipherra og Guðmundur St. Valdimars- son bátsmaður sigla varðskipinu að Skarfabakka í Sundahöfn haustið 2016. Tímabært að huga að arftaka Ægis SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.