Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 43

Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Það telst til almennra mannasiða að segja satt og í flestum trúar- brögðum er það talin dyggð ef ekki hreinlega skylda. Í mörgum sam- félögum er svo um hnútana búið að skylt er samkvæmt lögum að segja satt og rétt frá. Þá hvílir sérstök sann- leiksskylda á sumum, einkum þeim sem fara með opinbert vald. Slíkum aðilum er til dæmis skylt að leggja fram fyrir dómi réttar upp- lýsingar um staðreyndir. Í þessu ljósi er áhugavert að skoða dóm Hæstaréttar Íslands sem kveð- inn var upp 3. maí síðastliðinn í máli nr. 418/2017. Í málinu var uppi ágreiningur hvort tiltekinn ein- staklingur væri með ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi. Til að einstaklingur verði skatt- skyldur á Íslandi þarf hann að hafa tiltekin tengsl við landið. Ekki dugar til dæmis að vera íslenskur ríkis- borgari eða eiga börn á Íslandi til að vera með ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi, sem þýðir að greiða þarf skatt af öllum tekjum manns, hvar sem þeirra er aflað. Tengsl við landið sem þurfa að vera til staðar eru heimilisfesti og er al- mennt miðað við lögheimili. Með lög- heimili er átt við fasta búsetu sem er sá staður þar sem maður hefur bæki- stöð sína, dvelst að jafnaði í tóm- stundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundar- sakir vegna orlofs, vinnuferða, veik- inda eða annarra hliðstæðra atvika. Þá geta menn einnig orðið skatt- skyldir við dvöl í landinu og er þá samkvæmt lögum miðað við að vera á landinu í fleiri en 183 daga á sér- hverju 12 mánaða tímabili. Atvik í dómsmálinu voru þau að viðkomandi einstaklingur flutti frá Íslandi 2004 og tilkynnti um flutning sinn til Hagstofu Íslands. Viðkom- andi starfaði við sjávarútveg undan ströndum Máritaníu og hafði að sögn búsetu þar. Það lá fyrir að hann var ókvæntur en átti þrjú börn á Íslandi. Hann átti ekki fasteign á Íslandi en gisti hjá foreldrum, ættingjum og vin- um þegar hann dvaldi á Íslandi. Þá lá fyrir í málinu að hann var að jafnaði 240-260 daga utan Íslands á hverju ári og var það ekki vefengt í málinu. Yfirlýsing lögmanns í dómsmáli Ríkisskattstjóri úrskurðaði að maðurinn væri með skattalega heim- ilisfesti á Íslandi þrátt fyrir tilkynn- ingu um að hann væri fluttur úr landi. Niðurstaða dómstóla var að maður- inn hefði ekki fellt niður heimilisfesti sína á Íslandi. Því til stuðnings var meðal annars vísað til þess að hann hefði ekki sýnt fram á að hann væri með fasta búsetu í Máritaníu. Viðkomandi lagði fram vottorð frá Máritaníu um að hann væri búsettur þar og hefði greitt skatta þar í landi en ríkislögmaður mótmælti þessum vottorðum sem efnislega röngum og ósönnuðum. Því til stuðnings stað- hæfði ríkislögmaður við dómstólinn að Ísland væri ekki með stjórnmála- samband við Máritaníu og því væri ómögulegt fyrir íslensk stjórnvöld að sannreyna hvort vottorðin væru gefin út af þar til bærum stjórnvöldum eða hvort þau væru efnislega rétt. Hæstiréttur Íslands tók þessa rök- semd ríkislögmanns beint upp í for- sendum sínum og ályktaði að af þess- um sökum uppfylltu vottorðin ekki skilyrði þannig að þau gætu komið til álita við að styðja kröfur mannsins í málinu og var talið að maðurinn væri skattalega heimilisfastur á Íslandi. Þess ber að geta að menn eru með skattalega heimilisfesti á Íslandi í þrjú ár eftir að þeir flytja frá landinu nema þeir sýni að þeir séu skatt- skyldir annars staðar en eftir þann tíma verður ekki séð að Ísland eigi til- kall til skattlagningarréttar yfir mönnum nema þeir uppfylli skilyrðin um tengsl við landið, en viðkomandi hafði lítil tengsl við Ísland. Óboðleg vinnubrögð ríkislögmanns Ríkislögmaður full- yrti að ekkert stjórn- málasamband væri við Máritaníu og Hæstirétt- ur Íslands byggði niður- stöðu sína á þeirri full- yrðingu. Það er rangt hjá ríkislögmanni því að Ísland hefur haft stjórn- málasamband við Márit- aníu síðan 6. október 2004 og hefur undirritaður fengið það formlega stað- fest frá utanríkisráðuneytinu. Þá er í gildi forsetaúrskurður nr. 90/2007 en í 2. grein 1. lið kemur fram að til sendi- ráðs Íslands á Indlandi heyri meðal annars Máritanía. Þetta eru upplýs- ingar sem eru aðgengilegar öllum al- menningi á netinu. Ríkislögmanni ber að leggja fram fyrir dómi réttar upplýsingar um staðreyndir og lagaatriði, samanber til dæmis 20. og 22. grein siðareglna lögmanna. Jafnframt hefur umboðs- maður Alþingis minnt á að ríkis- lögmaður þurfi að gæta að hlutlægni í málatilbúnaði sínum fyrir dómstólum og sé þar í áþekkri stöðu og ákæru- vald. Þótt ef til vill sé ekki hægt að gera þá kröfu að ríkislögmaður þekki utanbókar alla forsetaúrskurði, þá er það algjörlega óafsakanlegt að hann skeyti ekki um að kanna sannleiks- gildi þeirra staðhæfinga sem hann heldur fram í dómsölum. Einstaklingur með lítil sem engin tengsl við Ísland önnur en að vera Ís- lendingur án húsnæðis er þó talinn með fasta búsetu á Íslandi og ekkert er tekið mark á opinberum vottorðum frá Máritaníu á þeirri röngu forsendu að ekkert stjórnmálasamband sé við ríkið. Þetta eru ekki boðleg vinnu- brögð. Borgarar þessa lands þurfa að geta treyst þeim sem svo mikilvægu hlutverki gegna í réttarkerfinu. Dómstólar afvegaleiddir Eftir Kristján Gunnar Valdimarsson »Það ber að leggja fram fyrir dómi rétt- ar upplýsingar. Umboðs- maður Alþingis segir að ríkislögmaður þurfi að gæta að hlutlægni í málatilbúnaði sínum. Kristján Gunnar Valdimarsson Höfundur er lektor við lagadeild HÍ og lögmaður. FULLKOMIN Í FRÍIÐ Æsispennandi atburðarás í París og London Jack Reacher loksins mættur aftur „Herðir hjartsláttinn til muna - meiri háttar.“ I N D E P E N D E N T Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.