Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 44
Á þessu vori minn-
umst við að 70 ár eru lið-
in síðan við lukum kenn-
araprófi frá Kennara-
skóla Íslands 27. maí
1948. Við vorum 24, sem
fögnuðum þessum
áfanga og „Lögðum út á
lífsins braut um ljósa
morgunstund“ vorið
1948 en erum núna fjög-
ur eftir.
Sérstaklega er eftir-
minnilegt það andrúmsloft er var alla
tíð í skólanum. Það ríkti ólýsanlega
mildur agi yfir öllu, en undirtónninn
var bundinn uppeldi, mannrækt og
siðferði. Engar almennar skólareglur
voru í skólanum og vakti það athygli
okkar en þegar að var gáð þá kom sú
skýring frá Freysteini Gunnarssyni
skólastjóra, að þá yrðu engar reglur
brotnar og engum refsað. Hann ætl-
aðist til þroska og sjálfsaga hjá nem-
endum og taldi að í skólanum væru
nemendur sem ættu að bera ábyrgð
á sjálfum sér í samræmi við góða lífs-
hætti og siðvenjur. Að við skyldum
haga störfum okkar og framkomu
eins og við vildum að framkoma
barnanna yrði þegar við færum að
kenna.
„Eins og þú vilt aðrir geri
athöfn þín í sannleik veri“
Kennaraefnin áttu
strax að temja sér þá
framkomu sem gæti
orðið fyrirmynd
barnanna. Svo er það
annað mál hvort okkur
hafi tekist að nýta þau
heilræði sem gefin voru
fyrir 70 árum.
Hópurinn var mjög
samstilltur og mynd-
aðist fljótt mikið fé-
lagslíf. Við vorum með
sjálfstæðan fjórradda
kór í bekknum okkar,
gott söngfólk og undirleikara. Það var
ekki tilviljun ein að við vorum sex sem
tókum viðbótarnám og próf í söng-
fræði, söng og orgelleik. Ísak Jóns-
son, einn kennari okkar, kvaddi með
þeim orðum, „að þessi bekkur hefði
haft yfir sér aðlaðandi samstilltan
blæ“.
Þessi blær hélst alla tíð. Oft
hittumst við á liðnum árum og rifj-
uðum upp samverustundirnar í skól-
anum. Síðasta minningarstund okkar
var í apríl sl. er við kvöddum ókrýnd-
an bekkjarforingja okkar, dr. Þuríði
Kristjánsdóttur.
Eftir Hjört
Þórarinsson
Brautskráðir söngkennarar frá KÍ vorið 1948. Myndin er tekin í skrúðgarði Kennaraskólans. Aftari röð: Hjörtur
Þórarinsson, Albert Jóhannsson, Magnús Bæringur Kristinsson, Guðmundur Magnússon og Jón Hjörleifur Jónsson.
Fremri röð: Guðmundur Matthíasson kennari, Ingiríður Halldórsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Ólöf Pétursdóttir og
Sigurður Birkis kennari.
Höfundur er fv. skólastjóri og fram-
kvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga.
Hjörtur
Þórarinsson
Þórunn Lárusdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags Ís-
lands, Hjörtur Þórarinsson,
skólastjóri á Kleppjárnsreykjum
og kennari á Selfossi, Guð-
mundur Magnússon, skólastjóri í
Reykjavík og fræðslustjóri á
Austurlandi og Jón Hjörleifur
Jónsson, skólastjóri Í Hlíðardals-
skóla og prestur aðventista.
» Sérstaklega er eftir-
minnilegt það and-
rúmsloft er var alla tíð í
skólanum. Það ríkti
ólýsanlega mildur agi
yfir öllu, en undirtónn-
inn var bundinn uppeldi,
mannrækt og siðferði.
70 ára kennara-
afmæli frá Kenn-
araskóla Íslands
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
MIÐNÆTUROPNUN
Í SMÁRALIND
20% afsláttur*
af öllum vörum
*ekki af merktri tilboðsvöru
Fríar sjónmælingar
Opið til 24:00
Módel: Kolfinna Nikulásdóttir