Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir
sf. sett upp veglega ljósmyndasýn-
ingu á steyptum stöplum á Mið-
bakka. Sýningin verður opnuð rétt
fyrir Hátíð hafsins og stendur
fram áhaust. Texti með myndunum
er bæði á íslensku og ensku og því
höfðar sýningin einnig til erlendra
ferðamanna, sem leggja leið sína á
hafnarsvæðið.
„Það er stöðugur straumur fólks
að skoða sýninguna. Ég kíkti ein-
mitt út um gluggann áðan og þá
voru erlendir ferðamenn með bak-
poka að skoða sýninguna,“ sagði
Erna Kristjánsdóttir, markaðs-
stjóri Faxaflóahafna, þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til
hennar í gær.
Höfundar ljósmyndasýningar-
innar eru þeir Guðjóni Ingi Hauks-
son og Guðmund Viðarsson, en
þeir hafa séð um sýninguna fyrir
Faxaflóahafnir sf. undanfarin ár.
Sýningin í ár ber heitið: „Skipin
og hafnirnar við Faxaflóa … þá
held ég fleyi til hafnar“.
Nafnið er tekið úr Síldarvals-
inum vinsæla en hugmyndina að
nafngiftinni átti Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna. Tillaga
hans er tilvitnun í Síldarvalsinn og
þótti tilheyra vel efnistökum sýn-
ingarinnar í ár.
Sýningarspjöldin innihalda stikl-
ur úr sögu íslenskra skipa og
hafna við Faxaflóa. Stiklað er á
stóru í þróun hafnanna og þeirra
skipa er höfðu viðkomu eða áttu
heimahöfn í Reykjavík og öðrum
höfnum við Faxaflóann, svo sem í
Sundahöfn, Akraneshöfn, Borgar-
neshöfn eða Grundartangahöfn.
„Saga skipanna er ekki tæmandi
í svo stuttri sýningu en mismun-
andi skipum eru gerð skil, skipum
sem eiga merka sögu á einhvern
sögulegan hátt eða eru sérstök
fyrir það hlutverk sem þau
gegndu. Saga sem kannski er ekki
öllum kunn,“ segir í kynningu á
sýningunni.
Í því sambandi má nefna sér-
hæfð skip, allt frá kútterum til
kafbáta, sem gefur góða vísbend-
ingu um þá fjölbreytni sem ein-
kennt hefur skipasögu landsins og
þátt hafnanna í þeirri sögu. En
hafnirnar hafa gegnt mikilvægu
hlutverki í þessari þróun sem skip-
in eru þátttakendur í. Sem dæmi
má nefna þýska kafbáta sem komu
til hafnar í Reykjavík 1939, rétt
áður en seinni heimsstyrjöldin
skall á. Einnig má nefna afar sér-
stakt síldarbræðsluskip sem fengið
var til landsins þegar síldarævin-
týrið í Faxaflóa stóð sem hæst. Og
svo mætti lengi telja.
„Reykjavíkurhöfn með sinni
miklu og löngu sögu tengist mikl-
um meirihluta þessara skipa en
verandi höfn höfuðborgarinnar er
hún fyrsti viðkomustaður flestra
skipa sem erindi eiga til landsins.
Fyrir áhugafólk um þróun og
sögu er þessi upprifjun skemmti-
leg innsýn í horfinn tíma sem birt-
ist þó ljóslifandi í nýjustu skip-
unum sem koma nýsmíðuð um
langan veg eitt af öðru til hafnar.
Þau skapa áframhaldandi sögu
framtíðarinnar,“ segir m.a. í kynn-
ingunni.
„Þá held ég fleyi til hafnar“
Í hitastigsmælingum
Matvælastofnunar á
lönduðum afla í fyrra-
sumar mældist hæsti
meðalhiti hjá bátum sem
lönduðu í Þorlákshöfn
(5,6°C) og á Siglufirði
(4,2°C). Þar sem hitastig
mældist hátt var algeng
athugasemd eftirlits-
manna: „Enginn ís sjáan-
legur um borð“ eða „mjög
lítið af sjáanlegum ís í
kari“, segir í frétt á
heimasíðu Matvælastofn-
unar. Í reglugerð er hnykkt á því að
kæla skuli afla eins fljótt og auðið er
eftir að hann kemur um borð og
skipstjórnandi skal geta sýnt fram á
að hafa tekið nægan ís til veiði-
ferðarinnar.
Á tímabilinu frá maí til ágúst
2017 voru teknar hitastigsmælingar
á lönduðum afla. Alls voru þetta 140
mælingar sem teknar voru víðs veg-
ar um landið. Um 90% bátanna voru
á strandveiðum og tæp 88% mæl-
inga voru af strandveiðibátum.
Kaldari með krapa
Meðalhitastig afla var 2,8 °C, þar
af voru 40% hitastigsmælinga lægri
eða jafnt og 2 °C, sem er viðmið fyr-
ir hitastig bráðnandi íss, segir á
heimasíðu MAST. Við samanburð á
hitastigi í afla má sjá að frá júní og
út júlí hækkar meðalhiti afla sem
kældur er með ís sem gæti útskýrst
með hækkuðum sjávarhita en með-
alhiti afla sem kældur er með krapa
lækkaði hins vegar á sama tímabili.
Skipting milli íss og krapa sem
kælimiðils var nokkuð jöfn eða 40%
af hitamælingum af afla kældum
með ís og 46% með krapa. Meðalhiti
þess afla sem kældur var með krapa
var 2,1 °C og meðalhiti afla sem
kældur var með ís var 3,6 °C.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
„Enginn ís sjáan-
legur um borð“
Misjöfn kæling hjá strandveiðibátum
Opnað hefur verið nýtt smá-
forrit um sögu hafnarsvæðisins
í Reykjavík sem kallast Minja-
slóð. Þetta er smáforrit, fyrir
Apple og Android, sem inniheld-
ur bæði Minjaleit og Minjaslóð.
Minjaleit er fjársjóðsleit fyrir
yngri kynslóðina þar sem unnið
er með sögu hafnarsvæðisins í
Reykjavík. Minjaslóð inniheldur
fimmtán upplýsingapunkta á
hafnarsvæðinu í Reykjavík þar
sem hægt er að fræðast um
höfnina, sögu hennar og hlut-
verk, s.s. í tengslum við fullveldi
og aukið sjálfstæði Íslands.
Að smáforritinu standa Faxa-
flóahafnir, Borgarsögusafn
Reykjavíkur og Minjastofnun Ís-
lands.
Sagan sögð
í nýju forriti
MINJASLÓÐ OPNUÐ
Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Vinsæl sýning Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir áhugasömum gestum frá 100 ára sögu Reykjavíkurhafnar.
Myndaspjald Tveir þýskir kafbátar, U-26 og U-26, liggja í Reykjavíkurhöfn
21. júlí árið 1939. Rúmum mánuði síðar brast seinni heimsstyrjöldin á.
Ein vinsælasta sýningin
í borginni á hverju sumri
er ljósmyndasýning sem
Faxaflóahafnir setja upp
árlega á Miðbakkanum
við Gömlu höfnina í
Reykjavík.