Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 65
greinar, flestar á ritrýndum ráðstefnum og í ritrýndum tímaritum á mínu sviði. Þá hef ég flutt fjölda tæknilegra fyrirlesta hérlendis og er- lendis, en hef ekki verið iðin við fé- lagsstörf.“ Anna Soffía fékk viðurkenningu Ís- lenska stærðfræðifélagsins 1977; viðurkenningu úr Minningarsjóði Þorvaldar Finnbogasonar 1980; Ful- bright-styrk 1981; „Centennial Keys to the Future Award“ frá The Insti- tute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE) 1984; Zonta Amelia Earhart styrk 1986; ridd- arakross hinnar Íslensku fálkaorðu Anna Soffía Hauksdóttir Aðalheiðar Einar Guðmundsson b. á Svalbarða Sigríður Pálmadóttir húsfr. á Svalbarða í Miðdölum Pálmi Einarsson búfræðingur og landnámsstj. í Rvík Soffía Sigurhelga Sigurhjartardóttir húsfr. í Rvík Haukur Pálmason raforkuverkfr. og aðst. rafmagns- veitustj.Rafmagnsveitu Rvíkur Sigurhjörtur Jóhannesson b. og símavörður á Urðum Friðrika Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Urðum í Svarfaðardal Rebekka Sigurðar- dóttir upp- lýsingafulltr. Félags- stofnunar stúdenta Dr. Þóra Þórsdóttir stjórnunarfr. í Guildford í Surrey á Englandi Anna Pálmadóttir skrifstofum. í Rvík Arnfríður Anna Sigurhjartardóttir húsfr. á Hofi í Svarfaðardal Ari Eldjárn uppistandari Sigurður Dag- bjartsson veiðieftir- litsm. hjá Fiski- stofu Jóhanna Jó- hannesdóttir rannsókn- artæknifr. í Rvík Sigurður Flosason saxafónleikari Kristján Eldjárn gítar- leikari Ingibjörg Gísla- dóttir matráðs- kona í Arnarhvoli, í Rvík og Kópavogi Hulda Heiður Sigfúsdóttir bókasafnsfræðingur í Rvík Þórarinn Eldjárn rithöf- undur og skáld Dr.Vésteinn Þórsson eðlis- fr. hjá Institute for Systems Biology í Seattle í BNA Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfr. og fv. borgarfulltr. Kristján Eldjárn forseti Íslands Sigfús Sigurhjartarson guðfr., kennari, ritstj. og alþm. Sigrún Sigur- hjartard. húsfr.á Tjörn Einar Már Guðmunds- son rithöfundur Gísli Jónsson mennta- skólakennari á Akureyri Þorsteinn Konráðsson b., oddviti, organisti og fræðim. á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal Margrét Oddný Jónasdóttir húsfr. á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal Jóhannes Nordal Þorsteinsson iðnrekandi í Rvík Anna Gísladóttir húsfr. og starfskona í mötuneyti ráðuneyta í Rvík Gísli Jónsson b. í Saurbæ Katrín Grímsdóttir húsfr. í Saurbæ í Vatnsdal Úr frændgarði Önnu Soffíu Hauksdóttur Aðalheiðar Aðalheiður Jóhannesdóttir húsfr., píanókennari og fulltrúi í Rvík Þorsteinn Hannesson dr. í efnafr. hjá Elkem, búsettur í Garðabæ Eggert Hannes Þorsteinsson stórkaupm. í Rvík Kristín Friðgeirsdóttir vélaverkfr. og kennari við London Business School Margrét Þóra Guðlaugs- dóttir kennari í Rvík Kristín Þorsteinsdóttir verslunarm. í Rvík fyrir vísindastörf á sviði rafmagns- verkfræði 1998 og heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands 2001. Anna Soffía hefur áhuga á hreyf- ingu, tónlist og reyndar flestum list- greinum: „Ég er í frábærri rækt í íþróttahúsi HÍ hjá Guðbjörgu Sigríði Finnsdóttur. Þar hef ég eignast margar góðar vinkonur. Ég hjóla í vinnuna, vor, sumar, haust, nýt þess að ganga og vera á skíðum, þó að ég vildi gjarnan hafa meiri tíma fyrir hvort tveggja. Hreyfing er ómissandi fyrir andlega líðan og líkamlega og við eigum að njóta hennar. Móður minni tókst að kenna mér nótnalestur á píanó, en ég hafði enga eirð í það, þó að ég hefði endalausa þolinmæði í bóknám og einkum stærðfræði. Ég var hins vegar í kór- um frá barnsaldri, þ. á m. í Fílharm- óníukórnum hjá dr. Róbert Abraham. Þá var ég sextán ára, ásamt Heiðu, vinkonu minni frá sjö ára aldri. Síðar var ég í kór Menntaskólans við Hamrahlíð hjá Þorgerði og þaðan á ég margar góðar vinkonur og vini, ekki síst Þorgerði sjálfa. Bæði börnin mín hafa verið í kórunum hennar og það hefur verið dásamlegt að upplifa kórinn aftur í gegnum þau. Ég hef áhuga á klassískri tónlist og reyndar allri tónlist. Ég lauk öðru stigi í klass- ískum söng hjá Ingveldi Ýri söng- konu og mig langar alltaf aftur í söng- inn, kannski í léttari tónlist. Reyndar hef ég áhuga á öllum listgreinum en það er magnað hvað við Íslendingar eigum mikið af framúrskarandi lista- fólki á öllum sviðum. Ég fer mikið á leiksýningar og vildi gjarnan komast á fleiri tónleika.“ Fjölskylda Börn Önnu Soffíu eru 1) Haukur Óskar, f. 6.12. 1992, stærðfræðingur og tölvunarfræðingur í Reykjavík, en sambýliskona hans er Auður Tinna lögmaður, og 2) Margrét Aðalheiður, f. 11.5. 1996, nemi við í Listaháskóla Íslands, búsett í Reykjavík. Systkini Önnu Soffíu eru Jóhann- es, f. 11.11. 1963, viðskiptafræðingur og forstöðumaður hjá Íslandssjóðum, búsettur í Reykjavík, og Helga, f. 18.2. 1969, lögfræðingur og skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu, búsett í Garðabæ. Foreldrar Önnu Soffíu: hjónin Að- alheiður Jóhannesdóttir, f. 9.2. 1931, d. 15.6. 1997, píanókennari, húsfreyja og fulltrúi, síðast hjá Orkustofnun, og Haukur Pálmason, f. 7.2. 1930, raf- orkuverkfræðingur og aðstoðarraf- magnsveitustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. ÍSLENDINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Nína Björk Árnadóttir fædd-ist á Þóreyjarnúpi í Lín-akradal í Vestur-Húna- vatnssýslu 7.6. 1941, dóttir Árna Sigurjónssonar, systursonar Stefáns frá Hvítadal, og Láru Hólmfreðs- dóttur. Hún var fóstruð frá eins árs aldri af hjónunum Ragnheiði Ólafs- dóttur og Gísla Sæmundssyni, sem bjuggu á Garðsstöðum við Ögur í Ísafjarðardjúpi. Eiginmaður Nínu Bjarkar var Bragi Kristjónsson bóksali og eign- uðust þau þrjá syni, Ara Gísla, Val- garð og Ragnar Ísleif. Nína Björk stundaði gagnfræða- nám á Núpi í Dýrafirði og leiklist- arnám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Auk þess stundaði hún um nokkurt skeið nám við leiklistar- fræðadeild Hafnarháskóla. Fyrsta ljóðabók Nínu Bjarkar, Ung ljóð, kom út 1965, vakti athygli og gaf fögur fyrirheit um hvað koma skyldi. Í ljóðunum takast á sterkar andstæður; milli hins þekkta og óþekkta. Ljóðabókin var fljótlega þýdd á dönsku líkt og mörg önnur verk hennar, sem þýdd voru á vel flest Norðurlandamálin auk þýsku, spænsku, rússnesku og pólsku. Eftir Nínu Bjök liggja alls níu ljóðabækur, tvær skáldsögur; Móð- ir, kona, meyja, 1987 og Þriðja ástin, 1995, auk leikrita, m.a. Súkkulaði handa Silju og Fugl sem flaug á snúru. Hún skrifaði ævisögu vinar síns, Alfreðs Flóka, og Ævintýra- bókin með honum,1992. Leikrit hennar voru sett upp í Þjóðleikhús- inu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leik- félagi Akureyrar og víðar, auk þess sem þau voru flutt í útvarpi, bæði á Íslandi og erlendis. Hún varð valinn borgarlistamaður árið 1985. Í skáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur, Trúir þú á töfra?, sem kom út 2011, er vísað til Nínu Bjarkar og kveðskapar hennar. Aðalsöguhetjan, Nína Björk, lifir og hrærist í skáld- skap og fer með ljóð nöfnu sinnar fyrir aðra þorpsbúa. Nína Björk er helsta von fólksins í þorpinu, ljós- geisli í lífi þeirra. Nína Björk lést 16.4. 2000. Merkir Íslendingar Nína Björk Árnadóttir 90 ára Dóra Magnúsdóttir Steingerður Þorsteinsdóttir 85 ára Adda K. Gunnarsdóttir Arndís Ólafsdóttir Guðrún K. Jóhannesdóttir Þóra Einarsdóttir 80 ára Erna Magnúsdóttir Georg Ragnarsson Gerða Helga Pétursdóttir Guðrún Jóhannesdóttir Ólöf Brynjúlfsdóttir Sigurþór Ellertsson Tryggvi Höskuldsson 75 ára Gunnar Randver Ágústsson Jónína Pálsdóttir Sólrún Garðarsdóttir Þóroddur Hjaltalín Örn Sigurðsson 70 ára Guðfinnur Guðmannsson Guðrún Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Ingvi Ágústsson Magnús Valdimarsson Sigfríður Óskarsdóttir 60 ára Afifa Suleimane Valgy Brynja Þorbjörnsdóttir Guðmundur Brynjólfsson Hjördís U. Rósantsdóttir Hólmfríður Gísladóttir Ingvar Sverrisson Kristinn Magnússon Njáll Eiðsson Ólafur Helgi Árnason Páll Stefánsson Sigrún Ingadóttir Sigrún Þórey Ágústsdóttir Stefanía M. Jónsdóttir Vilhjálmur B. Benediktsson Þóra Sæunn Úlfsdóttir 50 ára Agla Rögnvaldsdóttir Ásgrímur Halldórsson Bergur Hólm Aðalsteinsson Danilo Damasco Baquiran Gunnar Sveinsson Hermann Þorláksson Magnús Guðmundsson Ragnheiður Gísladóttir Robert Andrzej Koziel Rúnar Sigtryggsson Unnur Þormóðsdóttir 40 ára Anna Jankowska Elvar Aron Sigurðsson Grzegorz Baszynski Guðrún Jóna Jónsdóttir Gunnhildur Stefánsdóttir Hlynur Svavarsson Jakob Gunnlaugsson Janus Bragi Jakobsson Jón Steinar Tómasson Markús Fry Marta Aurora Pardej Ólafur Pétur Georgsson Perla D. Hreggviðsdóttir Ragna S. Haraldsdóttir Vilhjálmur Halldórsson Örvar Þór Kristjánsson 30 ára Andrea Kristinsdóttir Arndís Hrund Bjarnadóttir Arnþór Ólafsson Atli Magnús Gíslason Halldóra S. Ásgeirsdóttir Helgi Heimisson Jóhannes Helgi Alfreðsson Kristbjörg M. Bjarnadóttir Kristrún Hildur Bjarnadóttir Sara Björg Bjarnadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigurvin ólst upp í Reykjavík, býr þar og er pizzabakari hjá Flatey í Reykjavík. Kærasta: Erla Bjarný Jónsdóttir, f. 1988, per- sónuverndarfulltrúi Fjarðabyggðar. Dóttir: Björk, f. 2016. Stjúpsonur: Brynjar Óli, f. 2005. Foreldrar: Elín Bára Birkisdóttir, f. 1959, og Jens Líndal Ellertsson, f. 1961. Þau búa í Reykjavík. Sigurvin Ellert Jensson 30 ára Ólöf Lára ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk diplomaprófi í margmiðl- unarhönnun og er versl- unarstjóri í Hafsporti. Maki: Jón Pétur Gunn- arsson, f. 1990, nátt- úrufræðingur hjá Blóð- bankanum. Foreldrar: Halldór Harð- arson, f. 1957, þjónustu- fulltrúi hjá Íslandsspili, og Sigríður Einarsdóttir, f. 1958, yfirþjálfari sund- deildar Ármanns. Ólöf Lára Halldórsdóttir 30 ára Kristín Lilja ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í hjúkr- unarfræði frá HÍ og er hjúkrunarfræðingur við LSH. Maki: Elías Sæbjörn Ey- þórsson, f. 1989, læknir. Sonur: Breki Fannar Elí- asson, f. 2013. Foreldrar: Sigurður Odd- geirsson, f. 1946, fyrrv. bankamaður, og Kristín Einarsdóttir, f. 1955, fyrrv. bankamaður. Kristín Lilja Sigurðardóttir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 HÖR Kjólar, peysur og buxur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.