Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina
AF TÓNLIST
Örn Þórisson
orn@mbl.is
Fyrir ungan hlustanda á jazz-tónlist, með meira en meðal-áhuga á framsækinni útgáfu
hennar, þá voru það samt mikil við-
brigði að heyra tónlist og píanóleik
Cecil Taylor á sínum tíma. Maður
hafði hlustað á Ornette Coleman,
með sína blúsuðu og jafnvel barns-
legu framúrstefnu, líka John Coltr-
ane sem spann
upp óendanleg
ný tilbrigði við
tenórsaxófón og
flutti jazzinn á
ný svið. Cecil
Taylor var allt-
af nefndur með
þessum risum
nútímatónlistar,
en samt náði
maður ekki
sama sambandi við Tay-
lor. Tónlist hans var ein-
hvern veginn þyngri,
óaðgengilegri, með vott
af meiri klassískum upp-
runa en tónlist annarra
á gullöld framúr-
stefnunar, tengdist lítið
blús, bíboppi eða svingi sem
mátti þó heyra hjá öðrum.
Seinna tókst manni að ná sam-
bandi við meistara Taylor, þá
sérstaklega einleiksplötur hans,
þar sem ótrúleg tækni og kraft-
ur hans hreif alla sem þorðu að
hlusta.
Þurfti að finna sinn takt
Cecil Taylor lést 5. apríl síðast-
liðinn, 89 ára að aldri. Hann ól
manninn alla ævi í New York, einka-
barn miðstéttarfjölskyldu, kynntist
ungur klassískri tónlist. Fyrstu upp-
tökur Taylor árið 1956 innihéldu
frekar hefðbundna jazztónlist, undir
áhrifum Duke Ellington, en í upp-
hafi sjötta áratugarins vakti hann
athygli með nokkrum plötum sem
innihéldu m.a. útgáfur hans af lög-
um Cole Porter á borð við „Love for
Sale“. Um miðjan áratuginn komu
út hjá Blue Note fyrirtækinu tíma-
mótaplöturnar Unit Structures og
Conquistador! sem ollu straum-
hvörfum í samtíma jazztónlist. Fjöl-
margar fylgdu í kjölfarið og áður-
nefndar einleiksplötur, t.d. Silent
Tongues frá 1974, opinberuðu ótrú-
legan píanóleik Taylor og byltingar-
kennda tónlistarhugsun. Alla tíð síð-
an var Cecil Taylor einn af risum
jazztónlistar, þó alltaf umdeildur af
samferðafólki og raunar fyrirlitinn
af ýmsum.
Skömmu eftir andlát Taylor var
ég staddur á tónlistarhátíð Wadada
Leo Smith í New Haven og þar hitti
ég tónlistarmenn sem höfðu
leikið með Taylor í langan
tíma, s.s. trommuleikarann
Thurman Barker sem lék með
Taylor í meira en áratug.
Barker lýsti fyrir mér þegar
hann hljóp í skarðið fyrir ann-
an trommuleikara og spilaði í
fyrsta sinn með Taylor. Bark-
er, sem er ýmsu vanur
á ferli sínum, sagðist
hafa lagt af krafti af
stað, en eftir 70 mín-
útur var honum ljóst
að hann gæti bara ekki
haldið út með sama
krafti og
meistarinn.
Hann þurfti að
finna sinn
takt, finna
sinn hlaupa-
hraða segja
maraþon-
hlauparar, og
eiga nóg í
tankinum ef
ekki ætti illa að fara, því tónleikar
stóðu oftast í tvo tíma. Anthony Dav-
is píanóleikari lýsti annarri hlið á
Taylor en maður hafði áður heyrt.
Davis sagði frá því að sem ungur
tónlistarmaður í New York hefði
Taylor sýnt honum mikinn áhuga og
velvilja, sótt tónleika hans reglu-
lega, setið á fremsta bekk og bent á
eitt og annað sem mætti bæta. M.a. í
hléi á einum tónleikum Davis með
kvartett saxófónleikarans Arthur
Blythe á Village Vanguard klúbbn-
um sagði Taylor honum að hætta að
spila bíbopp. Auðvitað gerði Davis
það sem fyrir var lagt. Í stuttu máli
þá leiddi það til uppsagnar hljóm-
sveitarinnar strax að loknu seinna
setti! Umboðsmaður Cecil Taylor í
15 ár rakti líka viðskipti sín við Tay-
lor. Ljóst er að það hefur verið erfitt
starf að vinna fyrir hann. Stundvísi
og áreiðanleiki var alls ekki einn af
kostum Taylor. Kvöld eitt átti hann
að leika á klúbbi í New York og þeg-
ar tónleikarnir áttu að hefjast
klukkan 22 var Taylor hvergi sjáan-
legur. Það fréttist af honum í hlut-
verki veislustjóra á allt öðrum stað í
borginni. Tónleikarnir hófust loks-
ins kl. 2 um nóttina og hann lék til
morguns!
Í andstöðu við hefðir
Cecil Taylor kom aldrei til Ís-
lands til tónleikahalds en minnstu
munaði árið 1995, eins og Vern-
harður Linnet, þáverandi fram-
kvæmdastjóri RúRek jazzhátíðarn-
innar rakti á Facebook: „... var
samþykkt að Cecil Taylor yrði aðal-
sólisti hátíðarinnar. Langar og
strangar samningaviðræður hófust
við umboðsmann hans, sem Cecil
rak í miðjum klíðum. Eftir það átti
ég mörg samtöl við Cecil sjálfan og
komumst við að samkomulagi um
kaupið, en inní því var falinn réttur
til 15 mínútna útvarpsútsendingar
frá tónleikunum; sólótónleikum sem
standa áttu í klukkutíma og halda
skyldi í Langholtskirkju. Stjórn
RúRek var skipuð fulltrúum RÚV og
FÍH og gat formaðurinn (frá RÚV)
ekki sætt sig við að útvarpa aðeins
15 mínútum. Cecil krafðist viðbótar-
greiðslu fyrir að útvarpa öllum tón-
leikunum, en RÚV neitaði. Ég var
ansi aumur er ég hringdi í Cecil og
tjáði honum þetta. Kveðjan sem
hann sendi RÚV var ekki fögur en
við kvöddumst í góðu enda vissi
hann hug minn.“
Nokkrum árum síðar bauðst
Wadada Leo Smith til að stilla upp
tríói með Cecil Taylor, Elvin Jones
trommuleikara og honum sjálfum á
Listahátíð. Ekki fannst neinn raun-
verulegur flötur á því að halda þessa
stórtónleika og því varð aldrei af því
að Cecil Taylor heimsækti Ísland.
Cecil Taylor sagði öllum venj-
um stríð á hendur, hann var ekki
hluti af venjulegri jazztónlist og
ávallt í andstöðu við ríkjandi hefðir,
þó svo hann oftsinnis upplýsti yfir-
burða þekkingu sína á eldri jazz-
sögu. Enginn lék á píanó eins og Ce-
cil Taylor og líklega mun enginn
gera það. Hann tók sér stöðu milli
jazz og klassískrar tónlistar, milli
spuna og tónsmíða, einstakur snill-
ingur í nútíma tónlist.
Cecil Taylor fallinn frá
Ljósmynd/Wikipedia
Byltingarmaður Cecil Taylor á tónleikum fyrir tíu árum. Ótrúleg tækni og kraftur hans hreif alla sem þorðu að
hlusta á einleiksplötur hans. Taylor lést 5. apríl , 89 ára að aldri, en hann ól manninn alla ævi í New York.
»Enginn lék á píanóeins og Cecil Taylor
og líklega mun enginn
gera það. Hann tók sér
stöðu milli jazz og klass-
ískrar tónlistar, milli
spuna og tónsmíða, ein-
stakur snillingur í nú-
tíma tónlist.
Hönnunarsafn Íslands ætlar að
standa fyrir nýjung sem nefnist
„Fyrirlestur á ferðinni“ og er leið-
sögn í rútu og á göngu um Urr-
iðaholtið í Garðabæ.
Urriðaholt er fyrsta hverfið á Ís-
landi til að hljóta vistvottun sam-
kvæmt vottunarkerfi BREEAM. Á
vefsíðunni www.urriðaholt.is eru
ýmsar gagnlegar upplýsingar um
hverfið, t.d. kemur fram að það
byggist á hugsjón um að íbúabyggð
eigi að hámarka lífsgæði fólksins
sem þar býr í sátt við náttúruna í
kring og umhverfið allt. Einnig að
opin svæði inni í hverfinu séu skipu-
lögð með útiveru og tómstundir í
huga. Í tilkynningu frá Hönnunar-
safninu segir að í Urriðaholti sé
fjöldi einstaklega vel hannaðra fjöl-
býlishúsa. Lagt verður af stað frá
Hönnunarsafninu, Garðatorgi 1,
Garðabæ, kl. 16.30 í dag, fimmtudag,
og komið til baka kl. 19. Heimsóttar
verða valdar byggingar og heimili og
rætt við fólk sem býr í hverfinu.
Björn Guðbrandsson og Egill Guð-
mundsson, arkitektar hjá Arkís,
hafa leiðsögnina með höndum.
Sætafjöldi er takmarkaður og
hægt að tryggja sér miða á
www.midi.is.
Greið leið Götur í hverfinu voru hannaðar með góðar samgöngur að og frá
heimilum að leiðarljósi og að umferðarhraði væri hæfilegur.
Fyrirlestur á ferðinni um
Urriðaholtið í Garðabæ