Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina AF TÓNLIST Örn Þórisson orn@mbl.is Fyrir ungan hlustanda á jazz-tónlist, með meira en meðal-áhuga á framsækinni útgáfu hennar, þá voru það samt mikil við- brigði að heyra tónlist og píanóleik Cecil Taylor á sínum tíma. Maður hafði hlustað á Ornette Coleman, með sína blúsuðu og jafnvel barns- legu framúrstefnu, líka John Coltr- ane sem spann upp óendanleg ný tilbrigði við tenórsaxófón og flutti jazzinn á ný svið. Cecil Taylor var allt- af nefndur með þessum risum nútímatónlistar, en samt náði maður ekki sama sambandi við Tay- lor. Tónlist hans var ein- hvern veginn þyngri, óaðgengilegri, með vott af meiri klassískum upp- runa en tónlist annarra á gullöld framúr- stefnunar, tengdist lítið blús, bíboppi eða svingi sem mátti þó heyra hjá öðrum. Seinna tókst manni að ná sam- bandi við meistara Taylor, þá sérstaklega einleiksplötur hans, þar sem ótrúleg tækni og kraft- ur hans hreif alla sem þorðu að hlusta. Þurfti að finna sinn takt Cecil Taylor lést 5. apríl síðast- liðinn, 89 ára að aldri. Hann ól manninn alla ævi í New York, einka- barn miðstéttarfjölskyldu, kynntist ungur klassískri tónlist. Fyrstu upp- tökur Taylor árið 1956 innihéldu frekar hefðbundna jazztónlist, undir áhrifum Duke Ellington, en í upp- hafi sjötta áratugarins vakti hann athygli með nokkrum plötum sem innihéldu m.a. útgáfur hans af lög- um Cole Porter á borð við „Love for Sale“. Um miðjan áratuginn komu út hjá Blue Note fyrirtækinu tíma- mótaplöturnar Unit Structures og Conquistador! sem ollu straum- hvörfum í samtíma jazztónlist. Fjöl- margar fylgdu í kjölfarið og áður- nefndar einleiksplötur, t.d. Silent Tongues frá 1974, opinberuðu ótrú- legan píanóleik Taylor og byltingar- kennda tónlistarhugsun. Alla tíð síð- an var Cecil Taylor einn af risum jazztónlistar, þó alltaf umdeildur af samferðafólki og raunar fyrirlitinn af ýmsum. Skömmu eftir andlát Taylor var ég staddur á tónlistarhátíð Wadada Leo Smith í New Haven og þar hitti ég tónlistarmenn sem höfðu leikið með Taylor í langan tíma, s.s. trommuleikarann Thurman Barker sem lék með Taylor í meira en áratug. Barker lýsti fyrir mér þegar hann hljóp í skarðið fyrir ann- an trommuleikara og spilaði í fyrsta sinn með Taylor. Bark- er, sem er ýmsu vanur á ferli sínum, sagðist hafa lagt af krafti af stað, en eftir 70 mín- útur var honum ljóst að hann gæti bara ekki haldið út með sama krafti og meistarinn. Hann þurfti að finna sinn takt, finna sinn hlaupa- hraða segja maraþon- hlauparar, og eiga nóg í tankinum ef ekki ætti illa að fara, því tónleikar stóðu oftast í tvo tíma. Anthony Dav- is píanóleikari lýsti annarri hlið á Taylor en maður hafði áður heyrt. Davis sagði frá því að sem ungur tónlistarmaður í New York hefði Taylor sýnt honum mikinn áhuga og velvilja, sótt tónleika hans reglu- lega, setið á fremsta bekk og bent á eitt og annað sem mætti bæta. M.a. í hléi á einum tónleikum Davis með kvartett saxófónleikarans Arthur Blythe á Village Vanguard klúbbn- um sagði Taylor honum að hætta að spila bíbopp. Auðvitað gerði Davis það sem fyrir var lagt. Í stuttu máli þá leiddi það til uppsagnar hljóm- sveitarinnar strax að loknu seinna setti! Umboðsmaður Cecil Taylor í 15 ár rakti líka viðskipti sín við Tay- lor. Ljóst er að það hefur verið erfitt starf að vinna fyrir hann. Stundvísi og áreiðanleiki var alls ekki einn af kostum Taylor. Kvöld eitt átti hann að leika á klúbbi í New York og þeg- ar tónleikarnir áttu að hefjast klukkan 22 var Taylor hvergi sjáan- legur. Það fréttist af honum í hlut- verki veislustjóra á allt öðrum stað í borginni. Tónleikarnir hófust loks- ins kl. 2 um nóttina og hann lék til morguns! Í andstöðu við hefðir Cecil Taylor kom aldrei til Ís- lands til tónleikahalds en minnstu munaði árið 1995, eins og Vern- harður Linnet, þáverandi fram- kvæmdastjóri RúRek jazzhátíðarn- innar rakti á Facebook: „... var samþykkt að Cecil Taylor yrði aðal- sólisti hátíðarinnar. Langar og strangar samningaviðræður hófust við umboðsmann hans, sem Cecil rak í miðjum klíðum. Eftir það átti ég mörg samtöl við Cecil sjálfan og komumst við að samkomulagi um kaupið, en inní því var falinn réttur til 15 mínútna útvarpsútsendingar frá tónleikunum; sólótónleikum sem standa áttu í klukkutíma og halda skyldi í Langholtskirkju. Stjórn RúRek var skipuð fulltrúum RÚV og FÍH og gat formaðurinn (frá RÚV) ekki sætt sig við að útvarpa aðeins 15 mínútum. Cecil krafðist viðbótar- greiðslu fyrir að útvarpa öllum tón- leikunum, en RÚV neitaði. Ég var ansi aumur er ég hringdi í Cecil og tjáði honum þetta. Kveðjan sem hann sendi RÚV var ekki fögur en við kvöddumst í góðu enda vissi hann hug minn.“ Nokkrum árum síðar bauðst Wadada Leo Smith til að stilla upp tríói með Cecil Taylor, Elvin Jones trommuleikara og honum sjálfum á Listahátíð. Ekki fannst neinn raun- verulegur flötur á því að halda þessa stórtónleika og því varð aldrei af því að Cecil Taylor heimsækti Ísland. Cecil Taylor sagði öllum venj- um stríð á hendur, hann var ekki hluti af venjulegri jazztónlist og ávallt í andstöðu við ríkjandi hefðir, þó svo hann oftsinnis upplýsti yfir- burða þekkingu sína á eldri jazz- sögu. Enginn lék á píanó eins og Ce- cil Taylor og líklega mun enginn gera það. Hann tók sér stöðu milli jazz og klassískrar tónlistar, milli spuna og tónsmíða, einstakur snill- ingur í nútíma tónlist. Cecil Taylor fallinn frá Ljósmynd/Wikipedia Byltingarmaður Cecil Taylor á tónleikum fyrir tíu árum. Ótrúleg tækni og kraftur hans hreif alla sem þorðu að hlusta á einleiksplötur hans. Taylor lést 5. apríl , 89 ára að aldri, en hann ól manninn alla ævi í New York. »Enginn lék á píanóeins og Cecil Taylor og líklega mun enginn gera það. Hann tók sér stöðu milli jazz og klass- ískrar tónlistar, milli spuna og tónsmíða, ein- stakur snillingur í nú- tíma tónlist. Hönnunarsafn Íslands ætlar að standa fyrir nýjung sem nefnist „Fyrirlestur á ferðinni“ og er leið- sögn í rútu og á göngu um Urr- iðaholtið í Garðabæ. Urriðaholt er fyrsta hverfið á Ís- landi til að hljóta vistvottun sam- kvæmt vottunarkerfi BREEAM. Á vefsíðunni www.urriðaholt.is eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um hverfið, t.d. kemur fram að það byggist á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt. Einnig að opin svæði inni í hverfinu séu skipu- lögð með útiveru og tómstundir í huga. Í tilkynningu frá Hönnunar- safninu segir að í Urriðaholti sé fjöldi einstaklega vel hannaðra fjöl- býlishúsa. Lagt verður af stað frá Hönnunarsafninu, Garðatorgi 1, Garðabæ, kl. 16.30 í dag, fimmtudag, og komið til baka kl. 19. Heimsóttar verða valdar byggingar og heimili og rætt við fólk sem býr í hverfinu. Björn Guðbrandsson og Egill Guð- mundsson, arkitektar hjá Arkís, hafa leiðsögnina með höndum. Sætafjöldi er takmarkaður og hægt að tryggja sér miða á www.midi.is. Greið leið Götur í hverfinu voru hannaðar með góðar samgöngur að og frá heimilum að leiðarljósi og að umferðarhraði væri hæfilegur. Fyrirlestur á ferðinni um Urriðaholtið í Garðabæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.