Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 77

Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 ICQC 2018-20 Manninum hefur löngumverið tamt að líta áheiminn út frá eiginsjónarhorni, hug- myndum og menningu þar sem maðurinn er upphafinn á kostnað annarra lífvera á jörðinni og hið mannlega er álitið æðra hinu dýrs- lega. Í verkum margra myndlistar- manna samtímans má greina auk- inn áhuga á samspili og víxlverkun manna og dýra í nútíma(borgar) samfélagi. Skilin milli náttúru, menningar og umhverfis eru ekki eins skörp og áður sem hefur leitt til þess að ekki er eingöngu litið á náttúru og menningu sem and- stæða póla sem grundvallast á sýn mannsins á heiminn heldur sem op- ið kerfi hugmynda sem lýtur bæði að manninum og náttúrunni og því umhverfi sem maðurinn hefur búið sér í náttúrunni. Einn þessara lista- manna er Heimir Björgúlfsson sem nú sýnir nýleg málverk og klippi- myndir í Tveimur hröfnum, listhúsi við Baldursgötu. Sýningin, sem nefnist Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun? er fyrsta einkasýning Heimis á Íslandi í fjög- ur ár en árið 2014 hélt hann tvær eftirminnilegar sýningar í Týsgall- eríi og Kunstschlager sem bæði hafa horfið úr flóru gallería í borg- inni. Myndheimur Heimis hverfist um þessi mót hins náttúrlega og mann- gerða sem verða til í borgar- umhverfi nútímans. Hann beinir sjónum sínum oftar en ekki að þeim stöðum í náttúrunni þar sem auðn mætir ummerkjum mannsins, að rafmagnsvírum, ljósastaurum og vegaskiltum, allt hlutir sem við erum vön að sjá en þegur við gef- um þeim gaum, eru þeir í hrópandi ósamræmi við náttúruna. Í klippi- myndunum á sýningunni hefur Heimir hefur klippt út ljósmyndir og raðað nostursamlega saman á myndflötinn sem einnig er ljós- mynd. Í forgrunni verksins „Þoldu höggið ef þess er þörf“ (2017) má sjá hvar hann teflir fram ferhyrnd- um veggflötum með flagnaðri máln- ingu á móti visnuðum pálmatrjám, sem Heimir tekur sem dæmi um útópíska sýn sem minnir íbúa á norrænum slóðum á Paradís. Hnullungur á enda steypustyrktar- járns hvílir á einum þeirra og innan um eru spýtur og annað drasl sem minnir á að maðurinn hefur farið hér um. „Hálfar setningar og mis- skilningar“ (2017) er örlítið óskýr ljósmynd (sem geti verið tekin á ferð) af skógi vöxnum hlíðum þar sem rafmagnsvírar liggja skáhallt yfir myndflötinn. Ljósar yfir- breiðslur vitna um manninn og til- raunir hans til þess að leggja undir sig náttúruna til ræktunar. Þarna mætir hið manngerða umhverfi grámanum og auðninni í náttúrunni með fagurbleikum rósablöð fyrir miðri mynd. Í þessum verkum bendir Heimir á heim samtímans þar sem öllu ægir saman, heimur sem er á sama tíma bæði venjuleg- ur og fáránlegur. Þrátt fyrir „stór- karlalega“ tilburði mannsins gagn- vart náttúrunni er hann samt sem áður lítið peð í umheiminum og mót náttúru og menningar verða stund- um að þeim annarlega heimi sem við búum í í dag. Á sýningunni gefur einnig að líta nokkur málverk þar sem lista- maðurinn vinnur með akrýl og spreymálningu á striga eða lín. Málverk Heimis hafa þróast í átt til meiri fágunar með árunum, hrein form og mildari litir hafa tekið við skærlituðum og óreiðukenndari myndheimi sem mátti til dæmis sjá í verkum hans á sýningunni Ljóslit- lifun árið 2008 í Hafnarhúsinu. Maðurinn er ekki sýnilegur í verk- um Heimis heldur aðeins verks- ummerki hans og framandleiki mannsins í umhverfi sem hann hef- ur sjálfur skapað kjarnar viðfangs- efni listamannsins. Ýmis konar dýr eins og fagurlitaðir apar, refir, asn- ar og fuglar (sem hafa fylgt Heimi um langa hríð) verða að metafóru fyrir manninn og stöðu hans í sam- býli við náttúruna. Hann nálgast viðfangsefnið fordómalaust og með opnum hug án þess að gefa sér (eða áhorfandanum) skoðun fyrirfram. Þetta gefur verkunum vídd og opn- ar á marglaga merkingu og ein- staklingsbundinn lestur þeirra. Á annars ágætri sýningu saknar rýnir helst skúlptúra listamannins þar sem þeim er teflt saman við mál- verk og klippimyndir sem mynda heildstæðar innsetningar. Þar er Heimir er iðulega í essinu sínu og tekst að vekja forvitni og áhuga áhofandans með óvæntum samsetn- ingum þátta sem stangast á, eins og uppstoppaðra dýra og hluta sem tilheyra manninnum og segja mætti að væru honum misnýtilegir. Framandleikinn í umhverfinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fordómalaus „Ýmiss konar dýr eins og fagurlitaðir apar, refir, asnar og fuglar (sem hafa fylgt Heimi um langa hríð) verða að metafóru fyrir manninn og stöðu hans í sambýli við náttúruna,“ segir rýnir um sýningu Heimis. Tveir hrafnar, listhús. Heimir Björgúlfsson – Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun? bbbmn Tveir hrafnar, listhús, Baldursgötu 12. Sýningin stendur til 9. júní 2018. Opið föstudaga og laugardaga frá kl. 13-16 og eftir nánara samkomulagi. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Framandleiki „Maðurinn er ekki sýnilegur í verkum Heimis heldur aðeins verksummerki hans og framandleiki mannsins …“ í manngerðum heimi. Nýlistasafnið var stofnað fyrir 40 ár- um, árið 1978, af 27 listamönnum og í dag kl. 18 verður opnuð afmælis- sýning í safninu í Marshall-húsinu á Granda. Nýlistasafnið er nú eitt elsta safn og sýningarrými Evrópu af þeim sem rekin eru af listamönn- um og segir í tilkynningu vegna sýn- ingarinnar að í 40 ára sögu þess hafi yfir 2.500 íslenskir og erlendir lista- menn komið að sýningum og við- burðum í safninu. Fjölmargir listamenn eiga verk á afmælissýningunni en þeir eru Atli Heimir Sveinsson, Andreas Brun- ner, Auður Lóa Guðnadóttir & Starkaður Sigurðarson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Björk Guðnadóttir, Daniel Pflumm, Dieter Roth, Douwe Jan Bakker, Edilson, Eirún Sigurðardóttir, Erika MacPherson, Rachel Zolf, Geoffrey Hendricks, Guðrún Einarsdóttir, High Heel Sisters, Hörður Ágústsson, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Jón Gunnar Árnason, Juliane Foronda, Kristín Helga Rík- harðsdóttir, Níels Hafstein, Róska, Rúna Þorkelsdóttir, Saga Sigurð- ardóttir, Sigurður Guðmundsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson en sýningar- stjórar eru stjórn og starfsfólk Ný- listasafnsins. Verkin sem valin voru á sýn- inguna gefa mörg ólík sjónarhorn á atburði og hugleiðingar líðandi stundar í dag og fyrir ekki svo löngu, eins og orðað erí tilkynningu. „Teng- ingar verkanna geta farið inn á hversdagsleg smáatriði, dægur- menningu, ferðamannaiðnaðinn og ástand heimsmála. Verkin varpa fram viðvarandi aðstæðum eða andartökum sem líða hægt eða hratt. Sum verk eru stækkunargler en önnur eru stjörnukíkir. Þau eru gluggar andspænis gluggum, staðir til að hugleiða, augnablik til að varð- veita eða sleppa lausum,“ segir þar. Morgunblaðið/Einar Falur Sýnir Sigurður Guðmundsson er meðal þeirra listamanna sem eiga verk á afmælissýningu Nýló. Djúpþrýstingur á afmælissýningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.