Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Það getur náttúrlega bara reynt á
sálartetrið ef fólk hefur einhverjar
væntingar gagnvart sumrinu sem
bresta síðan.“
Þetta segir
Kristján Helgi
Hjartarson sál-
fræðingur sem er
að sérhæfa sig í
þunglyndi og
kvíðaröskunum.
Rannsóknir
hafa sýnt fram á
sterk tengsl líð-
anar og dags-
birtu sem koma
fram t.d. í skammdegisþunglyndi
sem er algeng röskun á Íslandi.
Skammdegið gæti raskað
líkamsklukkunni sem hefur áhrif á
boðefnaflutning í líkamanum.
Kristján segir að rannsóknir
bendi til þess veðrið eigi ekki endi-
lega hlut í skammdegisþunglyndi
en segir að það megi hugsa sér að
það orsakist af samspili veðurfars
og dagsbirtu.
Aðspurður hvort veðurfarið
gæti haft slæm áhrif á líðan fólks,
segir Kristján: „Veðurfarið sem
slíkt hefur ekki komið út úr rann-
sóknum sem sterkur áhrifaþáttur á
líðan fólks, þó að vissulega sé
dimmara úti þegar glittir ekki í sól-
ina. Með veðurfarið mætti frekar
huga að sálrænum þáttum en líf-
fræðilegum. En út frá sálrænum
vinkli mætti hugsa sér að ef vænt-
ingar gagnvart sumrinu stóðust
ekki, ef mótlætisþol og seigla fólks
er lítil gæti það valdið vanlíðan að
hlutirnir séu ekki eins og þeir eigi
að sér að vera.“
Hann segir að væntingabrest-
ur gæti orðið og valdið aukinni van-
líðan, sérstaklega hjá þeim sem eru
þunglyndir fyrir.
Kristján hefur hjálpað fólki
með skammdegisþunglyndi og segir
að færri leiti sér hjálpar í þess kon-
ar veikindum þegar líða fer að vori.
„Þá taka líka einfaldari tímar við
eftir hátíðarnar um jólin og ára-
mót.“
Margir grípa til þess ráðs að
skreppa í sólarlandaferð og hafa Ís-
lendingar verið ferðaglaðir þetta
sumarið, að sögn Tómasar J. Gests-
sonar, framkvæmdastjóra Heims-
ferða. „Það hefur verið mjög góð
sala nú í maí og júní og hefur veðr-
ið átt stóran þátt í því. Ferðagleði
Íslendinga hefur aukist á undan-
förnum árum eftir að hagur fólks
vænkaðist. Auðvitað getur fólk
ferðast innanlands austur eða vest-
ur en Íslendingar sækja meira í út-
lönd samkvæmt okkar mati á stöð-
unni. Eftirspurnin var meiri en
maður bjóst við.“
Þá segir Tómas að fólk sé allt-
af að vonast eftir betra veðri. „Í
fyrra og hittifyrra var líka frekar
vætusamt á suðvesturhorninu.“
Útlit er fyrir áframhaldandi
rigningu alla næstu viku á höfuð-
borgarsvæðinu en aðra sögu er að
segja á Austurlandi. Veðurstofan
spáir 21 stigs hita á Egilsstöðum á
föstudag og 22 stigum þar á mánu-
dag.
Flúið til sólarlanda á rigningarsumri
Brostnar væntingar til sumarsins gætu haft neikvæð áhrif á líðan fólks Óljóst hvort veðurfar
á þátt í skammdegisþunglyndi Fleiri Íslendingar sóttu í sólarlandaferðir í maí og júní en í fyrra
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Rigning Mikið hefur rignt á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri
Kristján Helgi
Hjartarson
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Úrskurður rektors Karólínsku stofnunarinnar,
þar sem Tómas Guðbjartsson prófessor er
gerður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli
vegna greinar sem hann
ásamt fleirum skrifaði og
birtist í vísindatímaritinu
Lancet árið 2011, kemur
Vilhjálmi Ara Arasyni,
lækni ekki á óvart.
„Það er margt mjög
slæmt sem tengist plast-
barkamálinu og mér finnst
ábyrgð Háskóla Íslands
(HÍ) vera óljós. Að mínu
mati þyrfti utankomandi
nefnd að skoða hlut HÍ í málinu,“ segir Vil-
hjálmur Ari.
Hann segir að rætt hafi verið um það á sínum
tíma að setja á fót þingnefnd til þess að skoða
aðkomu HÍ að plastbarkamálinu en ekkert hafi
orðið úr því. Nefnd sem Landspítalinn skipaði
hafi skilað sínu áliti en það hafi ekki náð til há-
skólans.
„Álit rektors HÍ um að það væru ekki nógu
alvarlegir brestir í málinu til þess að það hefði
sérstakar afleiðingar er að mínu mati enn
óljóst,“ segir Vilhjálmur Ari sem telur að skoða
þurfi ábyrgð HÍ á afdrifaríku rannsóknarþingi
sem haldið var árið 2012.
„Á þinginu voru fyrstu niðurstöður tengdar
plastbarkaaðgerð kynntar. Á þeim tíma var
ákveðinn vafi uppi í kringum aðgerðina en á
þessu þingi komu aðilar máls saman og luku
lofsorði á aðgerðina sem hefði tekist tiltölulega
vel. Sem vísindamanni finnst mér það mjög
óþægileg staða fyrir háskólann að vita ekki
hver ábyrgð HÍ í málinu sé,“ segir Vilhjálmur
Ari.
Varðandi stöðu Tómasar Guðbjartssonar eft-
ir úrskurð rektors Karólínska segir Vilhjálmur
Ari hann ekki skipta máli hvað varði stöðu hans
sem læknis.
„Hann getur starfað áfram sem góður skurð-
læknir. En það koma í svona málum upp sið-
ferðisspurningar sem snúa að ríkinu að tryggja
rétt sjúklinga gagnvart vísindalegu misferli.“
Háskólinn þarf að taka afstöðu
Vilhjálmur Ari segir að reglan sé yfirleitt sú
að ef menn séu fundnir sekir um vísindamisferli
þá sé það alvarlegt mál hvað varðar vísinda-
þátttöku og frekari aðkomu að vísindum. Einn-
ig hafi það alvarlegar afleiðingar fyrir trúverð-
ugleika viðkomandi og eftir atvikum stöðu hans
sem prófessors í samfélaginu. HÍ þarf að álykta
um það hvort frekari þátttaka Tómasar í vís-
indarannsóknum sé í lagi. Það sé spurning
hvort háskólinn sjálfur álykti um það eða óhlut-
dræg nefnd.
„Það eru víða um heim mörg dæmi um vís-
indalegt misferli en ég veit ekki til að álíka mál
hafi komið upp á Íslandi áður. Trúverðugleiki
háskólans og læknadeildar er í húfi og það yrði
mikið áfall ef háskólinn gerði ekki alveg hreint
fyrir sínum dyrum varðandi þá sem ráðnir eru
við læknadeildina og háskólann,“ segir Vil-
hjálmur Ari.
„Málið er erfitt fyrir alla aðila en það er já-
kvætt að nú sé búið að viðurkenna að siðferði-
lega hafi rangt verið staðið að málum. Það er í
þágu sjúklinga að bragarbót skuli gerð á slíku
misferli. Það er svo spurning hvort lögregla eða
saksóknari telji ástæðu til þess að taka málið
upp á grundvelli nýrra upplýsinga þar sem
málið yrði skoðað út frá því hvort brotið hefði
verið á rétti sjúklinga,“ segir Vilhjálmur Ari og
bætir við að það megi leiða að því líkum að
vegna niðurstöðunnar sem kynnt var á rann-
sóknarþingi HÍ þá hafi fleiri plastbarkaaðgerð-
ir verið framkvæmdar í heiminum.
Telur ábyrgð Háskóla Íslands óljósa
Morgunblaðið/Ómar
HÍ Rannsóknarþing árið 2012 kann að hafa ýtt
á að fleiri plastbarkaaðgerðir voru gerðar.
Afdrifaríkt rannsóknarþing HÍ um plastbarkaígræðslu Siðferðisspurningar um rétt sjúklinga
gagnvart vísindalegu misferli Mögulegt að lögregla og saksóknari sjái ástæðu til að skoða málið
Vilhjálmur
Ari Arason
Ekki er hægt að halda því fram að þurrkur hrjái
bændur og búalið þetta sumarið og eru flestir
reyndar sammála um að nóg sé komið af vætutíð.
Votviðrið hefur þó lítil sem engin áhrif innan-
dyra og þess vegna þarf enn að væta upp í gervi-
grasinu á fótboltavöllum knattspyrnuhallanna.
Af þeim sökum stóðu menn í því í gær að
bleyta upp í grassverðinum í Kórnum í Kópa-
vogi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gervigrasið það eina sem þarf að vökva
Fótboltinn gengur sinn vanagang hér heima þótt þátttökunni á HM sé lokið
Á Íslandi starfa um 2% vinnandi
fólks á sviði íþrótta. Hvergi í Evrópu
er hlutfallið jafn hátt. Þetta kemur
fram í nýjum tölum frá Hagstofu Ís-
lands. Stofnunin bendir á að af þeim
10 löndum þar sem íþróttageirinn er
hlutfallslega stærstur eigi fimm lönd
sæti í heimsmeistarakeppninni í fót-
bolta. Það eru, ásamt Íslandi, Sví-
þjóð, Bretland, Spánn, Danmörk og
Portúgal. Króatía, sem lagði landslið
Íslands á mótinu í fyrradag, er með
fimmta lægsta hlutfallið af Evrópu-
löndunum.
Hagstofan bendir einnig á að
störfum í íþróttageiranum hafi fjölg-
að í Evrópu frá árinu 2011. Mest hafi
fjölgað í Slóvakíu, Ungverjalandi,
Portúgal og í Eistlandi þar sem ár-
legur vöxtur fór yfir 10%.
Á Íslandi hefur störfum á sviði
íþrótta ekki fjölgað meira en á
vinnumarkaði almennt og hlutfallið
því haldist stöðugt við 2%. Hlutfall
karla er hærra í þessum geira, eða
2,2% en 1,9% vinnandi kvenna starfa
á sviði íþrótta.
Íþróttageir-
inn hvergi
stærri
2% Íslendinga
starfa á sviði íþrótta