Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ferðaskrifstofan Söguferðir undir-
býr nú hópferð til Norður-Kóreu í
haust. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem ferðaskrifstofan býður upp á
ferðir til einangraðasta ríkis heims
en sambærileg ferð var farin árið
2015. Ráðgert er að ferðin taki rúm-
ar tvær vikur og meðal þess sem
sett hefur verið á dagskrá er akstur
um sveitir og þorp landsins, heim-
sóknir í skóla og kynning á höfuð-
borg landsins, Pyongyang.
Þorleifur Friðriksson hjá Sögu-
ferðum stendur fyrir ferðinni en
hann hefur áður sótt landið heim.
Hann segir upplifun sína af Norður-
Kóreu talsvert frábrugðna þeirri
mynd sem íbúar vestrænna landa fá
að sjá í fjölmiðlum. „Það kom
kannski helst á óvart að sú mynd
sem við höfðum ræktað með okkur
með hjálp vestrænna fjölmiðla rím-
aði ekki við það sem ég sá á ferðum
mínum. Það var þó helst djúp ást og
óskeikul trú íbúanna á leiðtogunum
Kim Il Sung, Kim Jong Il og Kim
Jong Un sem passaði við það sem
maður hefur séð í fjölmiðlum. Þeir
telja t.d. að Kim Il Sung sé enn á
meðal vor,“ segir Þorleifur.
Hræðsla með öllu óþörf
Deilur Norður-Kóreu og Banda-
ríkjanna voru mikið í umræðunni á
síðasta ári, en hótanir leiðtoga land-
anna höfðu gengið á víxl. Spurður
hvort órói undanfarinna missera eigi
að valda fólki sem hyggur á ferð til
Norður-Kóreu áhyggjum kveður
Þorleifur nei við.
„Mín reynsla er sú að hræðsla er
óþörf. Órökstuddur ótti er aldrei
góður ferðafélagi. Hins vegar gildir í
Norður-Kóreu, líkt og annars stað-
ar, að manni ber að sýna heima-
mönnum fulla virðingu og fara að
þeim lögum og reglum sem gilda í
samfélagi þeirra. Okkur þykir t.d.
skrítið að það sé bannað að taka
biblíu með í farangri sínum og sums
staðar er helgi á líkneskjum Kim-
feðganna svo mikil að bannað er að
taka þar myndir. Eins er stranglega
bannað að taka mynd af umferðar-
lögreglu að störfum. Það má segja
að þetta sé brosleg sérviska, en það
þýðir víst ekki að deila við dóm-
arann,“ segir Þorleifur.
Farsímar leyfilegir en netlaust
Spurður um upplifun sína á lífi
hins venjulega íbúa í Norður-Kóreu
segir Þorleifur að það sé ekki mjög
frábrugðið því sem þekkist í vest-
rænum löndum. Hann tekur þó fram
að erfitt sé fyrir ferðamenn að
greina það enda fái þeir ekki að sjá
nema hluta mannlífsins. „Á morgn-
ana eru íbúar Pyongyang vaktir með
fallegum söng, eins konar þjóðvakn-
ing, sem ómar um götur borgar-
innar. Þar eru þeir hvattir til að
halda til vinnu og leggja sitt af
mörkum til hins sósíalíska sam-
félags. Síðan halda þeir bara til
vinnu eins og við Vesturlandabúar,“
segir Þorleifur, en eitt af því sem
kom honum mjög á óvart var hversu
margir íbúar Pyongyang áttu far-
síma. Að sögn Þorleifs var ekki óal-
gengt að sjá fólk ræðast við í far-
síma á götum borgarinnar.
Annað gilti þó um netnotkun, en
íbúum Norður-Kóreu stendur ekki
til boða að fara á netið. Ferðamenn
eiga þó möguleika á að komast á
netið að ákveðnum skilyrðum upp-
fylltum. „Maður kemst ekki í wi-fi
neins staðar, en ég fékk að fara inn í
sérherbergi á hótelinu til að svara
tölvupóstum. Þú getur hins vegar
ekki undir nokkrum kringum-
stæðum farið á vefsíður eins og
Google eða Facebook,“ segir Þorleif-
ur.
Sat steinsnar frá Kim Jong-un
Í síðustu heimsókn Þorleifs til
Norður-Kóreu átti eini flokkur
landsins, Verkamannaflokkurinn,
sjötíu ára afmæli. Í tilefni af því var
efnt til mikillar hersýningar og há-
tíðahalda í Pyongyang þar sem öll
helstu vopn landsins voru til sýnis.
Þorleifi ásamt öðrum ferðalöngum
var boðið að fylgjast með sjónar-
spilinu úr stúku á besta stað, stein-
snar frá leiðtoganum sjálfum, Kim
Jong-un. „Þetta var sýning sem
hófst seinni part dags og varði langt
fram eftir kvöldi. Þetta minnti um
margt á hersýningar Hitlers, ótrú-
legur agi og skipulag auk þess sem
hvert drápsvopnið á fætur öðru var
dregið fram. Þessu lauk síðan með
mikilli flugeldasýningu og „ljósa-
sjói“. Að sumu leyti var maður ótrú-
lega hrifinn þegar maður fylgdist
með aganum og skipulaginu en
óneitanlega fór um mann ákveðin
óþægindatilfinning vegna allra þess-
ara drápstóla,“ segir Þorleifur og
bætir við að mikil tæknivæðing í
vopnabúri Norður-Kóreu stingi í
stúf við það sem sjá má í sveitum
landsins. „Á sama tíma og þeir eyða
peningum í eldflaugar, dróna og
kjarnorkusprengjur þá töldum við
alls um fimm dráttarvélar í sveitum
landsins. Þar notar fólk þess í stað
verkfæri sem eru sams konar þeim
amboðum sem notuð voru á miðöld-
um,“ segir Þorleifur sem telur það
til marks um það að Kóreustríðið
geisi enn. Ummerki þess megi sjá
víða og það hafi komið einna greini-
legast í ljós í heimsókn Þorleifs á
munaðarleysingjaheimili í Pyon-
gyang. Hann segir íbúa Norður-
Kóreu lifa í stöðugum ótta við stríð.
„Við heimsóttum munaðarleys-
ingjahæli sem er hluti af því sem ég
kalla betri stofuna enda partur af
því sem heimamenn vildu að við sæj-
um. Þar var allt mjög flott og vel fór
um börnin. Maður sá samt að hegð-
un barnanna er mörkuð af stríðsótta
en eitt barnanna notaði t.d. eftirlík-
ingu af vélbyssu sem leikfang,“ segir
Þorleifur.
Allir vildu fara í klippingu
Þegar talið berst að þjónustu og
verslunum í Norður-Kóreu segir
Þorleifur að ferðamönnum sé ein-
ungis hleypt í ákveðnar verslanir.
„Þeir eru mjög viðkvæmir þegar
kemur að verslunum en við fengum
bara að fara í sérstakar verslanir
þar sem eingöngu var hægt að
greiða með dollurum. Það var hins
vegar alveg í boði að kaupa sér
skyndibita á götum úti,“ segir Þor-
leifur.
Að sögn Þorleifs voru leiðsögu-
menn hópsins í Norður-Kóreu afar
hjálpsamir og reyndu hvað þeir gátu
að láta óskir ferðamanna verða að
veruleika. Það reyndist honum hins
vegar þrautin þyngri að komast í
klippingu í landinu. „Það var eins og
ég væri að biðja um gull, en það
tókst á endanum. Það var gjörsam-
lega frábært og innihélt um 90 mín-
útna höfuðnudd. Karlarnir í hópnum
urðu svo hrifnir að hver einasti
þeirra fór í klippingu, sama hvort á
þeim yxi hár eða ekki,“ segir Þorleif-
ur.
Ferðaplan haustsins í vinnslu.
Undirbúningur fyrir ferð Sögu-
ferða til Norður-Kóreu í haust er nú
í fullum gangi en fyrstu drög að
ferðaáætlun voru nýlega gerð opin-
ber. Að því er fram kemur í drög-
unum verður haldið af landi brott 3.
október nk. en áætluð koma til Pek-
ing í Kína er daginn eftir. Þar mun
hópurinn dvelja í tvær nætur áður
en haldið verður með lest til borg-
arinnar Dandong sem er við landa-
mæri Norður-Kóreu. Þaðan heldur
hópurinn til Pyongyang um borð í
lest en að sögn Þorleifs er lestar-
ferðin ógleymanleg upplifun. „Eftir
að hafa farið með hraðlest til Dand-
ong eru viðbrigðin ótrúlega mikil. Í
síðustu ferð minni fórum við um
borð í hálfgerða mjólkurlest sem sil-
aðist með okkur frá landamærunum
og í gegnum Norður-Kóreu. Á leið-
inni sáum við sveitir landsins auk
daglegs amsturs fólks í þessu leynd-
ardómsfulla landi. Þetta var alveg
ótrúleg upplifun sem gleymist
seint,“ segir Þorleifur.
Að lestarferðinni lokinni tekur við
11 daga dagskrá í Norður-Kóreu
þar sem ferðast verður vítt og breitt
um landið. Meðal staða sem Þorleif-
ur ráðgerir að heimsóttir verði eru
helstu kennileiti ríkisins. Þar á með-
al er viðkoma á svæðinu við Pan-
munjon, sem er eini staðurinn á
hlutlausa beltinu þar sem hermenn
Suður- og Norður-Kóreu standa
augliti til auglitis.
Fimm stjörnu lúxushótel
Þá vonast Þorleifur til þess að
geta farið með hópinn til borg-
arinnar Wonsan á austurströnd
landsins, en þar er að finna eitt
glæsilegasta skíðasvæði Asíu. Svæð-
ið var reist fyrir fjórum árum, um
svipað leyti og í ljós kom að vetrar-
ólympíuleikarnir árið 2018 yrðu
haldnir í Seúl í Suður-Kóreu. Að
sögn Þorleifs er skíðasvæðið einkar
glæsilegt. „Síðast þegar ég fór
þarna var þetta nánast alveg nýtt.
Þetta var alveg stórkostlegt fimm
stjörnu lúxushótel af bestu gerð,“
segir Þorleifur, en ferð á vegum
Söguferða til Norður-Kóreu kostar
tæplega hálfa milljón króna. Þá er
takmarkaður fjöldi sæta í boði en að
sögn Þorleifs er mikill áhugi fyrir
ferðinni. „Maður finnur fyrir mikilli
forvitni og áhuga hjá fólki. Þetta er
nokkuð sem allir ættu að kynna sér
enda alveg einstök upplifun,“ segir
hann.
Halda til N-Kóreu á nýjan leik
Söguferðir standa fyrir ferð til Norður-Kóreu nú í haust Upplifun sem er frábrugðin öllu öðru
Leikvöllur Börn að leik á munaðarleysingjahæli sem Þorleifur heimsótti í ferðinni. Sveit Þorleifur ásamt íbúa Norður-Kóreu. Í bakgrunni má sjá akur þar sem ræktun fer fram.
Ljósmynd/aðsend
Pyongyang Yfirlitsmynd yfir höfuðborg Norður-Kóreu. Talið er að ríflega þrjár milljónir manna búi í borginni.