Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 36
Indverski drengurinn Rameshbabu
Praggnanandha varð á mánudag
næstyngsti stórmeistari sögunnar í
skák en hann er tólf ára gamall.
Sveitarstjórnarkosningar í Indóne-
síu eru í dag og ber kjörstaður í borg-
inni Surabaya merki þess að heims-
meistaramót karla í knattspyrnu
standi yfir þessi misserin. Kjörstað-
urinn var skreyttur til að laða íbúa
borgarinnar að.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur
úrskurðað ferðabann Donalds Trump
Bandaríkjaforseta, sem hefur verið
kallað múslimabann, lögmætt. Sam-
kvæmt því er flestu fólki frá Íran,
Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen
bannað að koma til Bandaríkjanna.
Frans páfi átti lengsta fund sem
hann hefur átt með þjóðarleiðtoga
þegar hann hitti Emmanuel Macron
síðastliðinn þriðjudag. Fundurinn var
tvisvar sinnum lengri en fundur páf-
ans með Donald Trump.
Tólf ára stór-
meistari í skák
AFP
Faðmlag Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, faðmar Frans páfa eftir
fund þeirra sem var sá lengsti sem páfinn hefur átt með þjóðarleiðtoga.
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
ÚTSALA
HEFST Í DAG
40% afsláttur
af öllum útsöluvörum
Opið til 22:00
K R I N G L A N - S. 5 1 2 - 1 7 1 0