Morgunblaðið - 28.06.2018, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
HæstirétturBandaríkj-anna er
mikið átakaefni í
stjórnmálum þess
lands, sem er at-
hyglisvert. Dómarar eru ævi-
ráðnir í sitt starf og þeir taka
það bókstaflega. Elstu dóm-
ararnir eru 85 ára, 82 ára og 80
ára. Forsetinn tilnefnir nýjan
dómara í Hæstarétt ef sæti eins
af 9 losnar og öldungadeildin
þarf að staðfesta hana. Það tek-
ur tíma, því að dómaraefnið
þarf að kynna sig fyrir hverjum
þingmanni og eiga við hann
samtal. Þá fara fram „yfir-
heyrslur“ yfir dómaraefninu og
stundum æði sérkennilegar.
Dómararnir eru gjarnan spurð-
ir um það hvort að þeir fylgi
bókstaf stjórnarskrárinnar
eins og fært sé gagnvart álita-
efni dagsins eða hvort þeir telji
að dómurinn geti gengið inn á
verksvið löggjafans ef stjórn-
arskráin verði ekki að þeirra
mati felld að álitaefninu. Sumir
þeirra sem hafna lagasetning-
arvaldinu hafa snúið við blaðinu
eftir að sætið er tryggt og ekki
hægt að hrófla við þeim!
Mjög sjaldgæft er að dómari
við Hæstarétt Bandaríkjanna
telji sig vanhæfan til dóm-
starfa. Forfallist dómari af
þeirri ástæðu, eða af öðrum
lögmætum ástæðum eða sæti
hans verður autt vegna andláts,
er ekki kallaður inn dómari. Þá
dæma þeir 8 sem eftir sitja af 9
dómurum. Falli atkvæði þá
jafnt stendur niðurstaða áfrýj-
unardómstólsins. Eftir að hinn
kunni dómari, Antonin Scalia,
lést í febrúar 2016, níu mán-
uðum fyrir forsetakosningar,
reyndi Obama án árangurs að
fá nýjan dómara staðfestan.
Nýr dómari, tilnefndur af
Trump, Neil Gorsuch, mætti í
réttinn 14 mánuðum eftir and-
lát Scalia. Á meðan dæmdu átta
dómarar.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
ákveður hvaða mál hann dæmir
og meginreglan er sú að þau
þurfi að snúast um stjórnar-
skrártengd málefni. Bæði hér á
landi og t.d. í Danmörku er fá-
títt að um slík álitamál sé að
ræða þótt málflytjendur hafi
stundum með að álitaefnið sé
þeirrar náttúru. Í Danmörku
hefur Hæstiréttur talið að lög-
gjafinn hafi sjálfur víðtækt mat
á því hvort að löggjöf samræm-
ist stjórnarskrá eða ekki. Á Ís-
landi var það einnig svo en það
hefur aðeins færst í vöxt að
Hæstiréttur horfi til stjórnar-
skrár og er eðlilegt, ekki síst
þar sem sístækkandi hluti ís-
lensku lögbókarinnar fæðist í
fjöldaframleiðslu í Brussel án
nokkurs lýðræðislegs atbeina.
Enginn lýðræðislegur atbeini á
sér stað, þótt þannig sé látið.
Íslenskir embættismenn sem
stimpla mál þar
spyrna aldrei við
fótum svo vitað sé.
Þeir telja flestir að
hlutverk sitt sé að
hotta á heimamenn
að koma fjöldaframleiðslunni
ólesinni áfram.
Ríkjaskipunin er megin-
ástæða þess að tiltölulega mörg
mál koma til kasta Hæstaréttar
í Bandaríkjunum. Ákvarðanir
þinga þeirra og úrskurðir dóm-
stóla og svo svæðisbundinna
áfrýjunardómstóla einstakra
ríkja skoða síðan valdmörk
þessa og alríkisstjórnarinnar
og þjóðþingsins í Washington
og þar með leiðsögn stjórnar-
skrárinnar.
Niðurstaða Hæstaréttar sem
birt var í gær varðaði stórmál,
sem rúmlega þriðjungur ríkja
landsins hafði sett sams konar
eða sambærileg lög um. Þau
snúast um skyldu starfsmanns
til að gjalda framlag til laun-
þegafélags þótt hann hafi
ákveðið að standa utan við það.
Í þessu tilviki félög opinberra
starfsmanna. Þessi félög hafa
mörg haft velþóknun á demó-
krötum og hafa stórar fúlgur
gengið frá þeim til flokksins,
beint eða óbeint. Það hefur iðu-
lega gerst þótt kannanir sýni að
meirihluti almennra félags-
manna þeirra, svo ekki sé talað
um þá sem utan standa en eru
látnir greiða samt, styðji repú-
blikana, þótt forystan sé í hönd-
um virkra demókrata. Hæsti-
réttur hafði úrskurðað fyrir
meira en 4 áratugum að efnið
sem nú var deilt um stæðist
stjórnarskrá. Nú segir Hæsti-
réttur að sá dómur hafi verið
rangur þá og sé það enn og fær-
ir sannfærandi rök fyrir því.
Demókratar eru æfir og benda
sérstaklega á hinn nýja dóm-
ara, Gorsuch, og segja hann
hafa ráðið úrslitum. Það er ólík-
legt, því að enginn efast um að
Scalia hefði dæmt eins. En hitt
gæti verið rétt að hefði Obama
komið sínum manni að á loka-
metrunum hefði niðurstaðan
orðið önnur.
Félagafrelsi er tryggt í ís-
lensku stjórnarskránni. Heild-
arsamtök launþega á vinnu-
markaði og Samtök atvinnu-
lífsins hafa þó í eins konar
virku „samsæri“ gegn ákvæð-
inu tryggt að þetta félagafrelsi
er orðin tóm. Það er ekki endi-
lega tengt álitaefninu vestra,
þótt það gefi löngu tímabært
tilefni til að skoða stöðuna hér.
Eftirsóknarvert væri ef á þetta
mikilvæga atriði reyndi hér.
Það má ekki útiloka að Hæsti-
réttur landsins hafi þrek og
burði til að taka á því með sögu-
legum hætti. Það skipti sköpum
þegar rétturinn stóðst prófið
þegar álitaefni um neyðarlög í
sannkölluðu og einstæðu neyð-
arástandi var lagt fyrir hann.
Hæstiréttur Banda-
ríkjanna er lifandi
og virkur dómstóll}
Sígilt álitaefni
N
ýlega bárust okkur þær fregnir
að bandarísk stjórnvöld hefðu
ástundað það síðustu vikur að
brjóta stórkostlega á rétti flótta-
manna sem leita skjóls í Banda-
ríkjunum. Tók ríkisstjórn Donalds Trumps
ákvörðun um að fangelsa flóttafólk vegna ólög-
legrar komu til landsins en taka börn þeirra og
flytja á aðra staði, fjarri foreldrum, á víð og
dreif um ríkin. Sögðu opinberar tölur fjölda
barna sem aðskilin voru frá foreldrum sínum á
þennan hátt vera um 2.300. Höfum við fengið
fregnir af hörmulegum aðbúnaði, að börn séu
geymd í flóttamannabúðum, í járnbúrum, leidd
inn í íbúðir og þaðan út með hauspoka, börn séu
vannærð, án flets til að sofa. Þetta eru raun-
verulegar fréttir sem berast okkur frá vinaþjóð
og samstarfsaðila í vestri.
Þegar alþjóðasamfélagið vaknaði upp við það sem var að
gerast var þessari framkvæmd mótmælt. Brást Donald
Trump við með yfirlýsingu um að hætt yrði að aðskilja
börn frá foreldrum sínum og urðu margir ósköp fegnir og
töldu hættuna þá frá. Allt væri fallið í ljúfa löð og engin
ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þeim stórkostlegu
mannréttindabrotum sem ástunduð eru í landi frelsisins,
Bandaríkjunum.
En er hættan liðin hjá? Svo virðist ekki vera því enn er
óvíst hvernig fara á að því að sameina aftur þær fjöl-
skyldur sem sundrað hefur verið og dreift um hin víðfeðmu
Bandaríki. Fáar fregnir berast okkur innan úr fangaklef-
um þar sem flóttafólki er enn haldið fyrir það
eitt að gera sér vonir um betra líf fyrir sig og
börn sín. Fréttir berast af foreldrum sem
reyna að endurheimta börn sín án árangurs.
Þannig virðast bandarísk stjórnvöld hafa að-
skilið börn og foreldra án þess að gæta að því
hvernig ætti að sameina þessar fjölskyldur að
nýju eftir lausn foreldra úr prísundinni.
Hvernig fara foreldrar að því að finna börnin
sín á víð og dreif um Bandaríkin en einnig
hvernig gengur fólki á flótta að sanna uppruna
barna sinna?
Sautján ríki Bandaríkjanna hafa nú höfðað
mál gegn þessari ákvörðun forsetans. Segja
þau stjórnvöld enga áætlun hafa gert um það
hvernig sameina eigi fjölskyldurnar. Þá hefur
dómari í Kaliforníu gefið út að sameina beri all-
ar fjölskyldur óskráðra innflytjenda innan
þrjátíu daga en innan fjórtán daga séu börnin yngri en
fimm ára. Virðist sem yfirlýsing Donalds Trumps frá lið-
inni viku sé haldlítil á meðan ekki hefur verið tryggt að að-
skilnaður gangi til baka. Alþjóðasamfélagið verður að hafa
hátt í þessu máli. Þessi meðferð á fjölskyldum á flótta er
svo yfirgengileg að það verður að bregðast við af fullri
hörku svo engum dyljist að þessi framkvæmd sé ekki bara
í trássi við alþjóðlegar skuldbindingar heldur alla almenna
vitund um meðferð á manneskjum.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Er hættan liðin hjá?
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Veronika Steinunn Magnúsd.
veronika@mbl.is
Samkvæmt nýjum tölum frá Hag-
stofu hóf 261 innflytjandi nám í
framhaldsskólum hérlendis árið
2012. Aðeins 29% þeirra útskrif-
uðust fjórum árum síðar.
Lágt brautskráningarhlutfall
innflytjenda er áhyggjuefni að sögn
Arnórs Guðmundssonar, forstjóra
Menntamálastofnunar. Hann segir
að mikilvægt sé að bæta kennslu í
íslensku sem öðru tungumáli á
grunnskólastigi. Þá eigi margir inn-
flytjendur erfitt uppdráttar í
grunnskóla og svo áfram í fram-
haldsskóla, því þeir hafi ekki náð
fullum tökum á íslenskunni. „Við
erum meðvituð um þetta og höfum
vakið athygli á þessu og vonast til
að farið sé í aðgerðir í þessum mál-
um.“
„Það er verkefni í gangi með
Árborg, Hafnarfirði og Reykjanesi
varðandi stöðumat fyrir innflytj-
endur þegar þeir koma. Margir eru
vel að sér í hinum ýmsu fögum og
það er mikilvægt að greina þeirra
styrkleika og hvernig hægt sé að
styðja þá áfram,“ segir Arnór. Að-
spurður hvers vegna Reykjavík-
urborg sé ekki meðtalin í þeim
áformum segir Arnór að samráð
hafi verið við Reykjavíkurborg um
aðild að verkefninu en að ákvörðun
af hálfu borgarinnar liggi ekki fyrir.
Í febrúar vann Menntamála-
stofnun greiningu á þörfum nem-
enda með íslensku sem annað
tungumál. „Við áttum í framhaldi af
greiningunni fund með mennta-
málaráðuneytinu og vorum beðin að
skoða betur hvað þyrfti að gera til
að endurskoða þetta,“ segir Arnór.
Hann bætir við að nú sé unnið að
því hvað ætti að gera varðandi nám-
skrá fyrir erlenda nemendur. „Það
er eitthvað sem á eftir að útfæra.
Við sjáum þessa þörf og við munum
þurfa að sinna henni hvað okkur
varðar, varðandi námsmat, náms-
gögn og fleira.“
Þá eru mismunandi úrræði
meðal grunnskólanna varðandi ís-
lenskukennslu sem annað tungu-
mál, að sögn Arnórs. „Það er með
mismunandi hætti hvort það sé
stuðningur í bekkjum eða utan og
hversu vel menntað starfsfólk skól-
arnir hafa á þessu sviði. Það hafa
verið veittir styrkir til að koma til
móts við erlenda nemendur. Svo
eru mismunandi úrræði hjá skól-
unum,“ segir Arnór.
Hulda Karen Daníelsdóttir,
sérfræðingur í íslensku sem öðru
tungumáli, vann greininguna sem
Menntamálastofnun gaf út í febrúar
ásamt Huldu Skogland. Hún segir
aðalatriðið vera að efla íslensku-
kennslu og starfsþróun kennara:
„Mér finnst brýnast að bæði kenn-
aranámið og starfsþróun kennara í
þessum málum verði aukin á öllum
skólastigum.“
Einnig segir Hulda að fjár-
magn vanti til þess að hægt sé að
gefa út námsefni handa nemendum
sem hafa íslensku sem annað
tungumál. „Við þurfum að styrkja
marga þætti því þessum nemendum
hefur fjölgað gífurlega.
Haustið 2017 sóttu 108 grunn-
skólar í sveitarfélögum öðrum en
Reykjavík um framlög ætluð
kennslu fyrir nemendur með
íslensku sem annað tungumál
frá Jöfnunarsjóði íslenskra
sveitarfélaga. Sjóðurinn
gerir ekki kröfu um að ís-
lenskukunnátta nemend-
anna sé metin né um að
sýnt sé fram á að framlögin
séu beinlínis notuð til kennslu
nemendanna, að því er fram
kemur í greiningu
Menntamálastofn-
unar.
Brotthvarf innflytj-
enda áhyggjuefni
Menntamálastofnun gaf út
greiningu í febrúar um stöðu
nemenda með íslensku sem
annað tungumál. Þar segir að
niðurstöður PISA-kannana und-
anfarin ár bendi eindregið til að
lesskilningi barna á Íslandi með
íslensku sem annað tungumál
sé ábótavant og fari versnandi.
Á sama tíma hefur þeim hópi
nemenda fjölgað um 275% á
árunum 2000-2015, að því er
fram kemur í greiningunni. Þá
kemur einnig fram að Íslensk
málnefnd hafi ítrekað bent á
nauðsyn þess að útbúin
verði próf til að meta
kunnáttu þessara nem-
enda í íslensku og færni
þeirra í öllum þáttum
málsins. Tillögur að úr-
bótum eru m.a. að
setja á fót sérfræð-
ingateymi á vettvangi
ríkisstofnunar sem
sæi um mála-
flokkinn.
Þörf á
kennslu
MENNTAMÁLASTOFNUN
Arnór
Guðmundsson
Morgunblaðið/Eggert
Útskrift Framhaldsskólanemendur útskrifuðust fyrir skemmstu.