Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 51
vissulega áhuga á þeim. IKEA hugs-
ar til dæmis mikið um þetta og þegar
ég vinn með þeim er þessi hugsun í
forgrunni, enda er það risastórt fyr-
irtæki. Í mínu fyrirtæki leyfi ég mér
að búa til mínar eigin fantasíur með
minni hönnun og mínum klikkaða
heimi. Við leggjum meiri áherslu á að
leyfa fólki að dreyma og hafa óvenju-
lega hluti inni á heimilinu. En auðvit-
að er ég meðvitaður um hvað er að
gerast í heiminum,“ segir hann.
Í fyrra starfaði Dixon með IKEA
og bjó til mublu sem heitir DEL-
AKTIG. Um er að ræða bekk sem
hægt er að raða sama á mismunandi
hátt og mun samstarfið halda áfram
með aðeins öðruvísi áherslu.
Við snúum okkur að öðru. Herra
Dixon hefur ekki farið varhluta af því
að hönnun hans er kóperuð. Hægt er
að kaupa hana á vefsíðum beint frá
Kína fyrir slikk. Þegar ég spyr hann
hvernig tilfinning það sé segist hann
upplifa allan tilfinningaskalann.
„Ég verð glaður, ég verð reiður, ég
verð niðurdreginn og allt þar á milli.
En þetta fær mig til að hugsa.
Hvernig get ég gert betur þannig að
þetta gerist síður,“ segir hann og ját-
ar að Melt-ljósið sé hannað með það
fyrir augum að það sé erfitt að gera
eftirlíkingu af því. Hann segir þó að
allt sé hægt og framleiðendur í Kína
eigi pottþétt eftir að gera eftirlíkingu
af því. Við ræðum um hvað hægt sé
að gera til að sporna við eftirlík-
ingum og að fólki finnist það í lagi að
kaupa eftirlíkingar frægra hönnuða.
Dixon segir að það sé mikilvægt að
skapa umræðu um þessi mál, fræða
fólk og fá það til að hugsa. Fólk þurfi
að vera meðvitað um að það sé að
kaupa vöru sem tapar ekki endur-
söluverði sínu, en gervihönnun endist
í flestum tilfellum skemur.
Hvað viltu segja við þá sem finnst í
lagi að kaupa eftirlíkingar?
„Berið virðingu fyrir upprunalegri
hönnun og ekki gleyma því að upp-
runaleg hönnun er fjárfesting og
hægt að selja hana aftur.“
Frá því Dixon kom fram á sjónar-
sviðið hef ég fylgst með honum og
fundist hönnun hans framúrskarandi
á margan hátt. Ég verð því að fá að
vita aðeins meira um hann sjálfan
þótt það sé hægt að tala endalaust
um heimili og hönnun. Þegar ég spyr
hann út í lífsstíl sinn fer hann að
hlæja.
„Ég lifi eins og sígauni. Ég ferðast
mikið um heiminn og oft bý ég í
ferðatösku. Heimili mitt er glund-
roðakennt á köflum. Það er sam-
ansafn af alls konar hlutum sem er
blandað saman á kaótískan hátt.
Þetta er svona eins og með skósmið-
inn sem gengur í ónýtum skóm.
Heimili mitt er svolítið þannig,“ segir
hann og hlær.
Aðspurður hvort hann upplifi mik-
ið stress í dagsins önn segist hann
ekki gera það.
„Ég lifi algeru forréttindalífi. Ég
starfa við mitt helsta áhugamál,
ferðast um heiminn, gisti á lúxushót-
elum og tala endalaust um sjálfan
mig. Fólk sem lifir mjög stressuðu
lífi borgar fólki til að hlusta á sig og
það geri ég auðvitað,“ segir hann og
hlær.
Hvað gerir þig hamingjusaman?
„Ný ævintýri. Að vera hér á Ís-
landi gerir mig til dæmis mjög ham-
ingjusaman. Ég hef séð margt sér-
stakt hér og hef fengið tækifæri til að
skoða annað landslag en ég er vanur.
Það færir mér mikinn innblástur og
gerir líf mitt gott.
Mér finnst leiðinlegt þegar ég
spurður um uppáhaldshluti því ég vil
alltaf prófa eitthvað nýtt, upplifa eitt-
hvað nýtt og fá innblástur. Að koma
til Íslands er mikil upplifun. Hér er
ný lykt, nýtt bragð og nýtt landslag,“
segir hann.
„Ég var byrjaður að endurtaka
mig og mig langaði að einbeita mér
að hönnuninni.“
Lífsstíll fólks er að breytast. Fólk
sækir í minna húsnæði og vill frekar
njóta lífsins meira. Ég spyr Dixon
hvort hann taki mið af þessu í hönn-
un sinni.
„Ég hanna 50% fyrir heimili og
50% fyrir fyrirtæki eins og bari og
veitingahús. Stundum hugsa ég um
það hvernig lífi fólk lifir en við erum
ekki það stórt fyrirtæki að það skipti
máli. Við erum ekki að reyna að leysa
framtíðarvandamál fólks þótt ég hafi
Glæsilegt Hér má sjá
Melt ljósið í gylltu.
Lumex selur vörur
Tom Dixon á Íslandi.
51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Tr ú l o f u n a r h r i n g i r
G i f t i n ga r h r i n g i r
D eman t s s k a r tg r i p i r
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
14 kt. gull með demant.
Verð: 130.384,-
14 kt. gull með demöntum, miðju-
steinn 0,50 ct. Verð: 626.121,-
14 kt. gull með demöntum, miðju-
steinn 0,30 ct. Verð: 298.757,-
14 kt. hvítagull með demöntum,
miðjusteinn 0,30 ct. Verð: 437.577,-
14 kt. rósagull með demöntum.
Verð: 337.847,-
14 kt. gull með demöntum.
Verð: 298.386,-
14 kt. rauðagull og hvítagull með
demöntum. Verð: 354.010,-
14 kt. hvítagull með demöntum,
miðjusteinn 0,20 ct. Verð: 315.559,-
14 kt. gull með demöntum.
Verð: 251.716,-
14 kt. gull með demöntum
Verð: 150.909,-
14 kt. gull með 0,25 ct demant.
Verð: 204.266,-
14 kt. gull með demöntum.
Verð: 239.181,-
Gullsmiðir
Sérfræðingar í trúlofunar og giftingarhringum