Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
✝ Elín Stef-ánsdóttir
fæddist á Hallgils-
stöðum í Fnjóska-
dal 26. ágúst 1935.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Horn-
brekku í Ólafsfirði
15. júní 2018. For-
eldrar Elínar voru
Stefán Tryggva-
son, f. 18.6. 1891,
d 31.10. 1971, og
Hólmfríður Sigurðardóttir, f.
12.6. 1896, d. 25.2. 1990, bænd-
ur á Hallgilsstöðum. Systkini
Elínar: Áslaug, f. 1922, d. 2006,
Ásdís, f. 1923, Hermann Helgi,
f. 1926, d. 1955, Sigurður, f.
1928, d. 2006, Kristbjörg, f.
1932, d. 1992, og Tryggvi, f.
1936, d. 2016.
Fyrrverandi eiginmaður El-
ínar var Sigtryggur Valdem-
arsson, f. 1927, d. 2014. Börn
Elínar og Sigtryggs eru: 1)
hans er Guðrún Hrönn Guð-
mundsdóttir, f. 8.4. 1988. Börn
þeirra eru Sveinbjörn Sölvi, f.
2014, og Guðmundur Leó, f.
2016. Sigtryggur, f. 7.8. 1993,
maki Thelma Dögg Hallsdóttir,
f. 10.11. 1997, Elísabet Rósa, f.
8.6. 1998, maki Níels Þórodds-
son, f. 19.5. 1993.
Elín ólst upp á Hallgilsstöð-
um í Fnjóskadal í stórum og
samheldnum systkinahópi. Hún
fór í Húsmæðraskólann á
Löngumýri og lærði síðan til
ljósmóður í Reykjavík. Elín bjó
á Akureyri frá árinu 1959 og
vann þar sem ljósmóðir, við
umönnun á vistheimilinu Sól-
borg og síðar m.a. við heima-
hjúkrun og á Kristnesspítala.
Elín var listhneigð og sótti
fjölda námskeiða í list og hand-
verki, og sinnti hún því áhuga-
máli alla tíð. Síðustu árin
dvaldi Elín á Hornbrekku í
Ólafsfirði.
Útförin fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 28. júní 2018,
kl. 13.30. Jarðsett verður í
Hálskirkjugarði í Fnjóskadal.
Svanhildur, f. 9.10.
1957, gift Frosta
Meldal, f. 10.2.
1955. Börn þeirra
eru Tryggvi Már, f.
24.11. 1977, kona
hans er Silley
Hrönn Ásgeirsdótt-
ir, f. 1.5. 1978, Sig-
rún Ella, f. 10.6.
1981, og Fanný Rut,
f. 17.7. 1984, henn-
ar maður er Hjalti
Þór Hreinsson, f. 1.3. 1984.
Börn þeirra eru Rúnar Frosti,
f. 2009, Arnar Hreinn, f. 2011,
og Auður Elín, f. 2016. 2) Gunn-
ar, f. 18.12. 1959, giftur Rósu
Ingibjörgu Sveinbjörnsdóttur,
f. 18.5. 1962. Börn þeirra eru
Halldóra Smáradóttir, f. 18.4.
1982, hennar maki er Sandor
Matus, börn Viktor Smári Elm-
arsson, f. 2002, Aron Gunnar, f.
2010, og Sara Sif, f. 2013. Frið-
rik Smárason, f. 6.6. 1984, maki
Elsku Ella amma. Það er
erfitt að kveðja þig en eftir lifa
margar skemmtilegar og góðar
minningar. Þú varst alltaf svo
góð við mig og fannst á þér í
hvert skipti ef eitthvað var að.
Alveg ótrúlegt hversu oft þú
hringdir og spurðir hvort það
væri ekki allt í góðu ef eitthvað
bjátaði á. Þú varst mikill spjall-
ari og töluðum við oft í símann
í lengri tíma í senn. Minningar
af þér þeytast um bæinn á
rauðum Subary Justy munu
alltaf vera mér ofarlega í huga.
Minningin þegar við Telma fór-
um með þér á Siglufjörð og
fengum okkur pítsu núna í vor
mun alltaf vera mér ofarlega í
huga og þykir okkur mjög vænt
um að hafa eytt þessum degi
með þér.
Þinn
Sigtryggur.
Elsku Ella amma.
Mikið á ég eftir að sakna þín.
Þegar ég kom úr æfingaferð-
inni og mamma sagði mér að
þú værir dáin fór ég að hugsa
margt sem við höfðum spjallað
saman og það sem þú hafðir
frætt mig um. Við höfum sama
áhugamálið, fuglana. Þú kennd-
ir mér svo margt um þá, en ég
man þegar við fórum með Rósu
ömmu og Gunna afa í Mývatns-
sveit og á fuglasafnið en þegar
ég vissi meira um eina and-
artegundina fórst þú bara fram
og varðst alveg orðlaus, en á
eftir varst þú svo stolt af mér.
Já, þú gafst þér alltaf tíma til
að hlusta. Ég á eftir að hugsa
oft til þín og góðar minningar
um þig ylja mér um hjartaræt-
ur. Góða ferð í sumarlandið.
Þinn,
Viktor Smári.
Elsku besta Ella amma. Nú
hefur þú kvatt okkur í bili, við
vissum að þetta væri yfirvof-
andi en mikið er sárt að þurfa
að kveðja þig. Það var gott að
eiga þig að. Þú varst einstök
kona, okkur þótti svo innilega
vænt um þig, þú varst hrein-
skilin en alltaf svo hlý og góð.
Þú varst sannkölluð lista-
kona og eigum við systkinin öll
fallega listmuni eftir þig úr
gleri, tré, postulíni, mósaík eða
máluð verk sem varðveita
minninguna um fallega ömmu.
Þú hafðir ofsalega gaman af
náttúrunni, þá sérstaklega lit-
ríkum blómum og fallegum
fuglum. Þú hafðir mikið dálæti
á litum, það var alls ekki sama
hvernig liturinn var. Fjólublár
var þinn uppáhalds en hann
mátti ekki vera of bleikur né of
blár, alls ekki of dökkur og
heldur ekki of bjartur. Svartur
var ekki litur að þínu skapi og
þú gekkst aldrei í svörtum föt-
um, sem okkur þótti skemmti-
lega merkilegt. Þú reyndir
margoft að fræða okkur um
fugla með misgóðum árangri
þangað til þú eignaðist lang-
ömmustrákinn þinn hann Vikt-
or Smára sem hafði mikinn
áhuga á öllum fuglum. Þú varst
himinlifandi að nú væri kominn
einhver með sama áhugamál og
þú á fuglum. Þessu áhugamáli
deilduð þið og áttuð ykkar ein-
staka vinasamband. Það var
alltaf gaman að heimsækja þig
í Skarðshlíðina og Skessugilið
og alltaf fengum við gott að
borða hjá þér; grautur, læri eða
frægu fiskilummurnar eru of-
arlega í minningunni. Elsku
amma okkar, þú varst næm á
tilfinningar annarra og fannst á
þér ef eitthvað var að og ráð-
lagðir vel, stuttorð en skýr-
mælt. Við munum sakna þín
sárt en eftir standa hlýjar
minningar um fallega konu.
Þínir demantar,
Halldóra, Friðrik,
Sigtryggur og Elísabet.
Hún Ella amma var einstök.
Hún var náttúrubarn og við
áttum margar góðar stundir
saman úti í náttúrunni í
Fnjóskadal þar sem hún rifjaði
upp æsku sína og kannaði
þekkingu mína á íslenskri flóru.
Hún elskaði allt sem grær, sér-
staklega fallegar blómplöntur,
og hafði mikið dálæti á fuglum.
Amma kunni margar þulur og
sögur og sagði þær eftir minni,
t.d. söguna um Loðinbarða,
Hlina kóngsson og Laufeyju og
Líneik. Amma var mjög skap-
andi, og eftir hana liggur mikið
af fallegu handverki, málverk-
um og teikningum, mósaík,
vefnaði, saumi og útsaumi. Hún
framleiddi líka um tíma kerti
sem voru innblásin af íslenskri
náttúru og fornum rúnum.
Amma var mikill talsmaður
menntunar og stolt af barna-
börnunum að fara í framhalds-
nám. Hún var víðlesin sjálf og
velti fyrir sér heimspeki, sögu
og andlegum málefnum. Hún
átti til að spyrja okkur út úr og
fannst snjóa ansi fljótt yfir
námsefnið hjá okkur.
Amma lærði til ljósmóður og
starfaði við það í áraraðir. Hún
leit á sig sem rauðsokku og
jafnrétti var henni mikið hita-
mál. Þrátt fyrir það átti hún til
að dekra við karlpeninginn í
ættinni og stundum þótti kven-
leggnum nóg um. Amma hafði
ákveðnar skoðanir og hafði
gaman af því að rökræða. Hún
var ófeimin við að segja skoðun
sína, stundum jafnvel á óviðeig-
andi stöðum eða í óþökk ann-
arra. Þegar við fórum saman á
myndlistarsýningar fannst mér
nóg um hve óhikað hún gagn-
rýndi verkin hátt og skýrt.
Svona var amma, alltaf pínu
óþekk og hagaði lífi sínu eins
og henni sýndist. Henni leiddist
að eldast og móaðist lengi við
að þiggja afslátt eldri borgara,
átti til að senda saklausu af-
greiðslufólki illt auga væri hún
spurð um aldur. Það skipti
ömmu miklu máli að vera vel
tilhöfð og hún var alltaf með á
nótunum þegar kom að tísk-
unni. Hún hafði ákveðnar skoð-
anir á stíl og litum og vildi um-
fram allt klæðast litríkum
flíkum, einfaldar svartar flíkur
voru henni ekki að skapi. Það
var ömmu mjög erfitt þegar
líkaminn gaf eftir og sérstak-
lega þegar sjóninni hrakaði og
hún gat ekki lengur unnið í
höndunum. Amma sagði mér
fyrir rúmu ári að hún óttaðist
ekki dauðann, hlakkaði eigin-
lega til að hitta systkini sín og
foreldra aftur, en sagði mér
jafnframt að ég skyldi nú ekk-
ert vera hissa ef hún léti af sér
vita seinna meir. Svo amma
ætlar bara að halda áfram að
vera pínu óþekk í eftirlífinu. Ég
mun minnast þín, amma mín,
þegar ég hugsa um potta-
plönturnar sem þú gafst mér,
horfi á handverkið þitt eða
hlusta á fallegan fuglasöng.
Takk fyrir samfylgdina og
njóttu þín í sumarlandinu.
Sigrún Ella Meldal.
Ella móðursystir mín var
næstyngst í systkinahópnum á
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal.
Öll systkinin settust að í daln-
um nema Ella og Kristbjörg
sem bjó í Reykjavík. Þrátt fyrir
að Ella hafi sest að á Akureyri
var alltaf mikið og gott sam-
band á milli hennar og móður
minnar og fjölskyldnanna. Í þá
tíð sem Ella starfaði sem ljós-
móðir tók hún á móti yngri
systur minni en í þá daga var
algengt að konur fæddu í
heimahúsi.
Ella fór ekki troðnar slóðir í
lífinu og segja má að á
ákveðnum tímum hafi hennar
leiðir verið nokkuð grýttar.
Ella hafði sterkar skoðanir sem
hún lá ekkert á, var strax á
unga aldri orðin gagnrýnin á
ýmis þjóðfélagsmál og sérstak-
lega jafnréttismál. Ég var ekki
að fullu vaxin úr grasi þegar ég
hafði meðtekið frá henni nokkr-
ar góðar og mikilvægar stað-
reyndir um það misrétti sem
víða birtist í tengslum við sam-
skipti kynjanna og viðhorfi
samfélagsins. Það var einmitt á
tíma rauðsokkanna. Vorið 1982
tók Ella þátt í undirbúningi
kvennaframboðsins á Akureyri
en þá náðu konur góðri kosn-
ingu eins og menn muna. Eftir
nokkurra ára búsetu á Akur-
eyri byggðu þau Sigtryggur sér
stórt og fallegt hús í Kotár-
gerði og þar sá ég smekkvísi
Ellu birtast víða í smáu sem
stóru. Síðar keypti hún sér sína
eigin íbúð í Skessugili, taldi það
við sitt hæfi að búa við götu
með því heiti. Þar bjó hún vel
um sig og hafði mikla ánægju
af smá blóma- og runnagróðri
sem hún kom sér upp við íbúð-
ina. Henni get ég þakkað eina
þyrnirós í mínu beði.
Á síðari árum kom í ljós að í
Ellu blundaði ágætis hagyrð-
ingur þótt hún flíkaði því ekki
og einnig var hún talsvert list-
hneigð. Málaði og skapaði
margt fallegt sem margir hafa
fengið að njóta. Þessa litlu vísu
gaf hún móður minni í níræð-
isgjöf:
Hjá þér frá því fyrst ég man
fann ég elsku, traust og hlýju.
Lifðu heil og hamingjan
hylji árin níutíu.
Ella var mjög handlagin og
það fékk bróðir hennar eitt
sinn að reyna skömmu eftir að
hún hafði lokið sínu ljósmæðra-
námi. Hann varð fyrir því
óhappi að hlaupa á vír og sker-
ast við efri vör. Svo vel vildi til
að Ella var á staðnum, bróð-
irinn var lagður upp á eldhús-
bekkinn og sárið saumað hár-
fínt saman.
Síðustu árin bjó Ella á Horn-
brekku í Ólafsfirði. Heilsan var
orðin léleg, lífsgæðin lítil og ég
veit að hún var sátt við það sem
í vændum var.
Eftir lifir minning um konu
sem reyndi sitt til að breyta
samfélaginu til hins betra.
Svanhildi, Gunnari og fólkinu
þeirra stóru sem smáu votta ég
alla mína samúð.
Sigrún Jónsdóttir.
Elín Stefánsdóttir
✝ Matthildur ÁsaGuðbrandsdótt-
ir fæddist á Hey-
dalsá í Tungusveit í
Strandasýslu 26.
ágúst 1926. Hún
lést 16. júní 2018 á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hólmavík.
Foreldrar hennar
voru Guðbrandur
Björnsson, f. 14.5.
1889, d. 2.7. 1946, búfræðingur
og útvegsbóndi á Heydalsá, og
Ragnheiður Sigurey Guðmunds-
dóttir, f. 24.8. 1894, d. 24.10.
1972, húsfreyja á Heydalsá.
Systkini Matthildar eru: Guð-
mundur, f. 26.11. 1915, d. 7.12.
1950, útvegsbóndi á Heydalsá,
Björn Halldórs, f. 8.8. 1917, d.
7.12. 1950, útvegsbóndi á Hey-
dalsá, Sigrún, f. 18.9. 1918, d.
18.5. 1978, húsmóðir í Reykja-
vík, Sverrir, f. 26.3. 1921, d.
Aðalsteinsson bóndi á Smá-
hömrum, f. 12.8. 1908, d. 2.8.
1982, og kona hans Þórdís
Benediktsdóttir, f. 4.2. 1902, d.
27.9. 1998.
Synir Matthildar og Björns
eru 1) Guðbrandur Björnsson, f.
31.12. 1953, bóndi á Smáhömr-
um. 2) Karl Þór Björnsson, f.
7.11. 1956, bifreiðastjóri, kona
hans er Helga Rut Halldórs-
dóttir, f. 21.8. 1965. Dætur
þeirra eru Þórdís, f. 3.12. 1991,
Kolbrún Ýr, f. 1.11. 1999 og
Inga Matthildur, f. 5.2. 2002.
Matthildur gekk í barnaskól-
ann að Heydalsá, þá lauk hún
námi við framhaldsskólann í
Reykjanesi og gekk síðar í Hús-
mæðraskólann að Laugalandi í
Eyjafirði. Matthildur og Björn
hófu búskap á Smáhömrum árið
1953 í félagsbúi með foreldrum
Björns, síðar tóku þau við búinu
að fullu og bjuggu allar götur,
síðar í félagsbúi með syni sínum
Guðbrandi. Síðustu tvö árin
dvaldist Matthildur á Heilbrigð-
isstofnun Vesturlands á Hólma-
vík.
Útför Matthildar fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 28. júní
2018, klukkan 14.
22.7. 2012, bóndi á
Klúku og versl-
unarmaður, Torfi
Þorkell, f. 22.3.
1923, d. 21.11.
2015, skólastjóri á
Finnbogastöðum,
Ásgeir, f. 24.11.
1924, d. 24.6. 1926,
Vigdís, f. 24.5.
1929, d. 21.9. 2005,
húsmóðir á Reyð-
ará í Lóni, Aðal-
björg, f. 10.11. 1930, d. 17.4.
1998, húsmóðir í Reykjavík,
Bragi, f. 21.9. 1933, bóndi á
Heydalsá, Sigurgeir, f. 13.5.
1936, d. 10.4. 1989, bóndi á Hey-
dalsá. Hálfbróðir samfeðra er:
Benedikt, f.8.2. 1914, d. 15.10.
1930.
Matthildur giftist 15.5. 1954
Birni Hilmari Karlssyni bónda
frá Smáhömrum í Tungusveit, f.
30.12. 1931, d. 18.12. 2015. For-
eldrar hans voru Karl Júlíus
Langri vegferð ömmu Möttu
er nú lokið en hún spannaði
tæplega 92 ár. Lengst af var
amma heilsuhraust þrátt fyrir
að minnið hafi aðeins verið orð-
ið gloppótt síðustu árin. Það
var alltaf dásamlegt að koma á
Smáhamra til ömmu og afa,
þau voru hjartahlý og öllum
tekið opnum örmum. Það voru
alltaf til kökur og kaffi hjá
ömmu, hún passaði upp á að
allir fengju nóg að borða og
enginn færi svangur frá borði.
Amma snerist um í eldhúsinu
þar til hún fluttist á dvalar-
heimilið á Hólmavík og var hún
iðulega raulandi lagstúf eða
flautandi þegar hún hrærði í
pottunum.
Okkur systrum var amma
einstaklega góð og alltaf gott
að koma í hlýjan faðminn henn-
ar. Amma sagði okkur ætíð
sögur frá því hún var lítil,
kenndi okkur bænir, bakaði
fyrir okkur pönnukökur og átti
alltaf til brúnköku sem var í
mestu uppáhaldi hjá okkur. Við
gátum líka oft fengið hana til
þess að spila fyrir okkur á org-
elið og þá söng hún ávallt með.
Við kveðjum ömmu með
söknuði og minnumst hennar
með virðingu og hlýhug. Við
getum glaðst yfir öllum minn-
ingunum og þeim góðu stund-
um sem við áttum með ömmu
allt fram á síðustu stundu. Nú
er amma komin til afa og ef-
laust farin að lesa fyrir hann
einhverja góða bók eins og hún
gerði svo oft þegar þau lögðu
sig eftir hádegismatinn.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Hvíldu í friði, elsku amma
okkar.
Þórdís, Kolbrún Ýr og
Inga Matthildur.
Jæja Matta mín, nú er þessi
jarðvist búin og þú komin í
himnaríki til hans Bjössa. Ég
var í mörg sumur í sveit á Smá-
hömrum, fyrst hjá afa og ömmu
en síðar hjá ykkur Bjössa, já
þú varst sumarmóðir mín í
mörg ár. Ein af mínum fyrstu
minningum er þegar þú varst
að baða mig í bala við eldhús-
vaskinn. Fyrstu árin voru bara
svona leikur og njóta sveitalífs-
ins og sumarsins en þú pass-
aðir alltaf upp á að ég gerði
eitthvert gagn og kenndir mér
þannig að vinna, gefa hænum
og taka eggin, sækja beljurnar
og síðast en ekki síst skilja
mjólkina; ekki snúa of hægt og
ekki of hratt sagðir þú þangað
til stráksi skildi hvað hann var
að gera. Annað mikilvægt að
mér finnst var það að þú söngst
eða raulaðir lagstúf við öll verk
og hef ég tileinkað mér það líka
því mér finnst það létta mér
verkin, takk fyrir það Matta
mín. Annan góðan ávana rek ég
til þín en það er að tala við út-
varpið og sjónvarpið og hlæja
börnin mín stundum að mér
þegar ég gleymi mér við þessa
iðju. Þá verður mér hugsað til
þín og man hvað mér fannst
gaman þegar þú varst að horfa
á íþróttir í sjónvarpinu og
hvattir íþróttamenn og -konur
til dáða. Eftir að ég varð full-
orðinn reyndi ég að koma eins
oft og ég gat að Smáhömrum,
þá stóðst þú enn vaktina í eld-
húsinu og gerðir svo að segja
til síðasta dags. Þú vildir passa
upp á að allir fengju nóg að
borða. Það fór enginn svangur
úr þínu eldhúsi og ef ég var
einn á ferð varstu búin að ýta
öllum skálum og diskum að mér
því þér fannst ég ekki borða
nóg. Ég held að þú hafir verið
eina manneskjan í heiminum
sem fannst ég vera grannur.
Ég á eftir að sakna þess að sjá
Möttu frænku á Smáhömrum,
takk fyrir allt. Brandi, Kalla og
fjölskyldu sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og
kveð með erindi úr lagstúf sem
þú gætir hafað raulað fyrir
fimmtíu árum:
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Þinn frændi,
Eiríkur.
Matthildur Ása
Guðbrandsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar