Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
✝ Rúnar Svan-holt Gíslason
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1952. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 16.
júní 2018.
Rúnar var sonur
Hólmfríðar Svan-
holt Björgvins-
dóttur frá Krossa-
vík í Þistilfirði, f.
1922, d. 2017, og
Gísla Gíslasonar frá Litla-
Lambhaga í Skilmannahreppi,
f. 1910, d. 1969.
Systkini hans eru Þóra Elsa,
f. 1956, maki Gunnar Björns-
son, Gísli, f. 1957, maki Vigdís
Hreinsdóttir, og Björgvin Óm-
ar, f. 1958.
Fyrri kona Rúnars var Ingi-
björg Klemenzdóttir, þau
skildu. Dóttir þeirra er Hólm-
fríður Rós, f. 1978, sambýlis-
maður hennar er Davíð Krist-
jánsson. Dætur hennar eru
Lísandra Týra og Ingibjörg
Anna Jónsdætur. Dóttir Davíðs
er Aðalheiður Ísmey.
Eftirlifandi eiginkona Rún-
ars er Halla Sigurgeirsdóttur
skólanum við Tjörnina 1974 og
lauk lagaprófi frá Háskóla Ís-
lands árið 1983. Rúnar var
fulltrúi hjá bæjarfógetanum í
Hafnarfirði, Garðabæ og á Sel-
tjarnarnesi og sýslumanninum í
Kjósarsýslu 1983-1992. Hann
varð héraðsdómslögmaður 1990
og löggiltur fasteignasali 1999.
Hann rak lögmannsstofu frá
árinu 1992 og vann samhliða
lögmennsku hjá Remax og fast-
eignasölunni Bæ u.þ.b. sl. 10 ár.
Rúnar stundaði alla tíð
íþróttir af kappi. Hann lék
mörg ár með meistaraflokki
Fram og átti þar farsælan feril.
Rúnar var sæmdur silfur- og
gullmerki Fram. Hann sat í
leyfisdómi KSÍ frá upphafi.
Hann stundaði á tímabili kraft-
lyftingar og átti þar fjölmörg
Íslandsmet. Rúnar iðkaði golf
og lagði mikla rækt við íþrótt-
ina. Hann lék nokkur ár í
landsliði eldri kylfinga og
keppti víða í Evrópu. Þá sat
hann í stjórn GR um tíma. Rún-
ar sat í stjórn GSÍ frá 1999-
2005. Hann hefur verið formað-
ur áfrýjunardómstóls GSÍ frá
2015 en sat áður í dómstól þess.
Rúnar var sæmdur gullmerki
GSÍ árið 2005 fyrir framlag sitt
til golfíþróttarinnar.
Útför Rúnars fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28.
júní 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
kennari. Hún er
dóttir Margrétar
Björnsdóttur, f.
1930, d. 1993, og
Sigurgeirs Jón-
assonar, f. 1928.
Synir Rúnars og
Höllu eru Rúnar
Steinn, f. 1991,
unnusta hans er
Katrín Björk
Gunnarsdóttir, og
Hrólfur Sturla, f.
1995, sambýliskona hans er
Guðný Margrét Jónsdóttir, son-
ur þeirra er Stefán Máni. Sonur
Höllu og stjúpsonur Rúnars er
Emil Örn Sigurðarson f. 1980,
sambýliskona hans er Þóra
Árnadóttir, dætur þeirra eru
Júlía Íris og Katrín Edda.
Rúnar og Halla kynntust árið
1986 og hófu sambúð 1989 að
Miðvangi 53 Hafnarfirði og
bjuggu þar alla tíð. Þau gengu
í hjónaband á Þingvöllum 9. júlí
1999.
Rúnar ólst upp á Akranesi til
13 ára aldurs. Árið 1965 flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur og
bjó lengst af í Álfheimum.
Hann varð stúdent frá Mennta-
Elsku hjartans Rúnar minn.
Hvernig á ég að geta kvatt þig?
Þú sem varst ekkert á förum
svona fljótt. Við ætluðum að
gera svo margt saman í framtíð-
inni. Nýlega orðin tvö í kotinu
og ætluðum að njóta okkar.
Ferðast meira og spila golf um
víðan völl. Njóta barnabarnanna
og fagna lífinu með krökkunum.
En skjótt skipast veður í lofti.
Þetta brjálaða krabbamein tók
þig yfir á mun skemmri tíma en
nokkurn grunaði. Þú barðist
hetjulega og ætlaðir að hrista
þetta af þér enda mikill keppn-
ismaður. Ég minnist allra góðu
stundanna okkar. Þegar við sát-
um og spjölluðum saman um
heima og geima. Þegar við kúrð-
um í sófanum yfir spennuþáttum
í sjónvarpinu. Þegar við döns-
uðum á stofugólfinu við góða
tónlist. Þegar við hlógum sam-
an, þú með þinn smitandi hvella
hlátur sem enginn stóðst. Þegar
þú kenndir mér golf svo þolin-
móður og skilningsríkur. Ég veit
ekki alveg hvernig ég á að geta
spilað golf án þín. Stundanna í
nýja pottinum þegar við spáðum
í stjörnurnar og horfðum á norð-
urljósin. Þegar við byggðum
loftkastala um sumarbústaðinn
á Lambhaganesi sem við aldrei
eignuðumst. Ferðalaganna okk-
ar á erlendar grundir. Þegar ég
las fyrir þig í bílnum. Samveru,
hláturs og áts í góðra vina hópi.
Ég þakka þér fyrir að kynna
mig fyrir þínu góða fólki. Ég
þakka þér, ástin mín, fyrir börn-
in okkar sem nú sjá á eftir
pabba sínum svo allt of ung. Þú
varst kletturinn okkar allra. Nú
verðum við að vera dugleg að
segja barnabörnunum frá þér.
Þú hafðir einstakan mann að
geyma. Varst lítillátur, ljúfur,
kátur og hreyktir þér ekki af
verkum þínum en umfram allt
hafðir þú stórt og gjafmilt
hjarta.
Ég bjó á mínum æskuslóðum
í suðurhlíðum Kópavogs, á Þing-
hólsbraut, þegar leiðir okkar
lágu saman. Þar áttum við
margar af okkar fyrstu unaðs-
stundum. Á sömu slóðum, við
sama voginn, bara aðeins innar,
áttum við einnig okkar síðustu
samverustundir. Upphaf og
endi. Ég horfði á eftir þér sigla
frá ströndinni okkar út á saf-
írblátt hafið. Horfði á eftir þér
þar til þú hvarfst við sjóndeild-
arhring. Nú hefur þú siglt að
annarri strönd sem eflaust er
gyllt og böðuð ljósi. Ég er viss
um að þar beið hún mamma þín
og tók á móti elsku drengnum
sínum, honum Rúnari.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
(Rósa Guðmundsdóttir)
Það er þyngra en tárum taki
að missa þig og kveðja. Farðu í
friði, ástin mín. Ég elska þig.
Þín
Halla.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Ég tíni fram perlur minning-
anna eina af annarri, horfi á þær
og man. Man þegar hann snagg-
aralegur strákur á sjöunda ári
sagðist geta verndað mig veð-
urhrædda litlu systur fyrir vind-
inum sem hvein og rigningunni
sem buldi á glugganum dag einn
fyrir nær sextíu árum. Man þeg-
ar hann kenndi mér manngang-
inn og gaf mér þegar við tefld-
um drottningu og hróka í
forgjöf, sem dugði mér þó sjald-
an til sigurs. Man okkur spila
marías tímunum saman, skrá
stigin og geyma til næstu daga.
Man hann lesa af innlifun fyrir
okkur yngri systkinin kvöldsög-
una Basil fursta og það gerði lít-
ið til þótt maður skildi ekkert í
atburðarásinni. Man hann sterk-
an og stæltan ganga á höndum
upp öll fjórtán þrepin á útidyra-
tröppunum. Man ærslin og lætin
sem fylgdu innanhússfótboltan-
um sem hann spilaði með litlum
bolta og heimasmíðuðum reglum
við okkur systkini sín á
svefnherbergisganginum þegar
mamma var ekki heima. Man
skemmtilega hláturinn og
fyndna svipinn sem hann setti
upp þegar hann þóttist hneyksl-
aður. Man hann stoltan og glað-
an með börnunum sínum og
hamingjusaman með henni
Höllu sinni. Man hjálpsaman,
einlægan og traustan bróður.
Ég kveð kæran bróður með
söknuði en líka með óendanlegu
þakklæti fyrir allt og allt, því ég
man.
Þóra.
Að gera sitt besta var Rúnari
mági mínum í blóð borið. Engu
skipti hvar borið var niður í
starfi eða leik. Þar sem hann
beitti sér skipaði hann sér fram-
arlega. Þar má til dæmis nefna
skákina, fótboltann, kraftlyft-
ingarnar, golfið eða stafrænu
tæknina. En hann taldi sér líka
trú um að hann hefði tiltekin
takmörk og eftirlét yfirleitt öðr-
um að smíða, mála og sinna við-
líka verkum.
Hann var glaðsinna, stutt í
kímnina, átti auðvelt með að
blanda geði við aðra, en hafði
líka sitt fyrir sig og hleypti fáum
alveg að sér.
Hann var tryggur sínum og
lagði sig fram um að hjálpa eða
aðstoða án þess að hafa hátt um
það. Hann var einstaklega
greiðvikinn og ekki síst gagn-
vart móður sinni og föðursyst-
kinum þegar aldurinn færðist
yfir þau og mátu þau það mikils.
Um áratugaskeið sameinaðist
stórfjölskyldan um áramót til að
kveðja gamla árið og fagna því
nýja. Það þurfti ekki að spyrja
að því að alltaf kom Rúnar með
langstærsta flugeldapakkann.
Það er enn í minnum haft þegar
sprengihvellirnir af einu og
sama sprengjubeltinu stóðu yfir
samfellt í tíu mínútur (og snúru-
staurinn sem hann hengdi það á
var ónothæfur eftir).
Það eru ótal minningabrot af
þessu tagi sem gera það létt-
bærara að kveðja allt of snemma
góðan dreng hinstu kveðju. Hvíl
í friði, kæri mágur, og guð blessi
minningu þína og vaki yfir fjöl-
skyldu þinni.
Gunnar Björnsson.
Látinn er eftir snarpa baráttu
við krabbamein, langt um aldur
fram, svili og mágur, Rúnar
Svanholt Gíslason lögmaður.
Kynni okkar byrjuðu fyrir um
tuttugu og níu árum þegar hann
og Halla, systir Sigrúnar, fóru
að skjóta sér saman. Tókust
með okkur góð kynni sem engan
skugga hefur borið á síðan. Það
fór ekki mikið fyrir Rúnari
dagsdaglega. Hann vann sín
verk hljóður, af mikilli sam-
viskusemi, og kjaftaði örugglega
ekki af sér um málefni skjól-
stæðinga sinna. Það var gott að
leita til hans með mál sem mað-
ur þurfti að leita ráða við, og var
hann lögmaður fyrirtækja okk-
ar.
Rúnar var mikill íþróttamað-
ur og keppnismaður góður. Á
yngri árum átti fótboltinn hug
hans allan og náði hann svo
langt að spila í landsliðinu ein-
hverja leiki. Síðar tók svo golfið
við og er óhætt að segja að það
hafi verið stundað af kappi allt
fram á síðasta dag og var hann
um tíma í landsliðum.
Það var hann sem kynnti
þann leik fyrir okkur hjónum
fyrir margt löngu og höfum við
spilað saman af og til síðan. Við
vorum í endaðan apríl saman á
Spáni í vikutíma, þar sem var
spilað á hverjum degi. Ekki datt
manni í hug þar hve stutt var
eftir. Keppnisskapið var til stað-
ar og þó að stutta spilið væri á
stundum erfitt eftir veturinn
voru hans víðfrægu upphafs-
högg á sínum stað.
Maður minnist líka góðra
samverustunda hér fyrir vestan,
bæði á sumrum og vetrum, og
svo hefur það æxlast þannig eft-
ir að fækkaði í heimili hjá þeim
hjónum í Hafnarfirði að við höf-
um æ oftar notið gestrisni
þeirra í Miðvanginum þegar við
höfum verið í bænum. Fyrir það
erum við afskaplega þakklát.
En enginn stöðvar tímans
straum, og þetta er leiðin okkar
allra, einungis spurning um hve-
nær. Það er sárt að sjá á eftir
góðum dreng sem manni fannst
eiga svo mikið eftir.
Elsku Halla og fjölskylda.
Ykkar er missirinn mestur.
Megi góður Guð styrkja ykkur
og hjálpa að geyma allar góðu
minningarnar um góðan dreng.
Guðni og Sigrún.
Látinn er langt um aldur
fram kær vinur okkar, Rúnar
Gíslason lögmaður. Okkur er
brugðið. Hann var sá félaganna
sem alltaf geislaði af heilbrigði,
orku og lífsgleði og það fór ekki
fram hjá neinum þegar hann hló
sínum dillandi og smitandi
hlátri. Að vera í návist hans
vakti jafnan gleði.
Ef við rekjum minningarnar
aftur í tímann þá munum við
fyrst eftir ungum pilti, hann var
ekki hár í loftinu en skar sig þó
úr fjöldanum með einstökum
hæfileikum. Rúnar var ofan af
Skaga og kom því ekki að knatt-
spyrnu hjá Fram fyrr en á ung-
lingsárum. Þar var fyrir lið sem
hafði náð frábærum árangri og
verið ósigrandi upp yngri
flokka. Hann lék með meistara-
flokki Fram um árabil og að
auki með landsliði Íslands í
knattspyrnu.
Rúnar lagði einnig stund á
lyftingar, sund og skák. Þar
varð hann, eins og í öllum íþrótt-
um sem hann lagði stund á,
fljótlega í fremstu röð. Það var
alltaf stefnt á toppinn af miklu
kappi og elju. Rúnar var keppn-
ismaður fram í fingurgóma.
Rúnar var einstaklega hjálp-
samur og drengur góður, það
var ekki erfitt að leita til hans ef
með þurfti. Hann eignaðist góða
fjölskyldu sem hann sinnti vel.
Þau Halla voru samhent og sam-
rýnd.
Um miðjan níunda áratuginn
kynntist Rúnar golfinu. Þar
stakk hann sér til sunds í djúpu
laugina og varð fljótlega með
betri golfurum og lék með
landsliðum eldri kylfinga. Áhuga
Rúnars á golfíþróttinni nutum
við vinir hans sem fórum með
honum ótal golfferðir, lengri og
skemmri, jafnt innanlands sem
utan.
Nú líður okkur eins og hjart-
sláttur okkar hafi líka stöðvast.
Við sendum Höllu og allri fjöl-
skyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari erfiðu
stund. Minningin um einstakan
dreng mun lifa með okkur.
Einar og Margrét.
Vinur okkar Rúnar Svanholt
Gíslason er látinn. Langt fyrir
aldur fram. Vinátta okkar við
hann á rætur marga áratugi aft-
ur í tímann og þá einkum vegna
samveru í gamla félaginu okkar
Fram. Og þá knattspyrnudeild-
inni, þar sem hann lék á árum
áður með mörgum okkar í gegn-
um alla aldursflokka. Í nokkur
ár lék hann með meistaraflokki
þar sem hann geisaði upp og
niður kantinn eins og elding.
Hann var frekar lágvaxinn en
mjög sterkur til líkamans og
áttu andstæðingarnir ekki auð-
velt með að ná af honum knett-
inum áður en banvæn sendingin
kom fyrir mark þeirra.
Síðari árin lékum við golf
saman. Um árabil höfum við
haldið saman hóp í golfinu sem
við höfum kallað FRAM-hópinn.
Þá höfum við spilað einu sinni í
viku og reiknað svo saman ár-
angur sumarsins. Rúnar var
besti golfarinn í hópnum og allt-
af með efstu mönnum.
Við settum upp sérstaka
keppni í því hver fengi flesta
fugla yfir sumarið. Við urðum
svo að fella þá keppni niður því
Rúnar vann alltaf.
Rúnar var hæglátur maður og
hafði ekki hátt. Hann var líka
alltaf í góðu skapi og miðlaði
okkur félögunum leikgleði, sem
gerði leikinn léttari og eftir-
minnilegri. Við þekktum líka vel
þá meginreglu að þótt oft heyrð-
ist óánægjustuna frá Rúnari eft-
ir að kylfa hans hitti boltann
gátum við gengið út frá því sem
gefnu að höggið hefði samt
heppnast vel. Hann hafði þá lík-
lega séð fyrir sér að betur hefði
mátt gera, þó að við hinir kæm-
um ekki auga á það.
Umfram allt var Rúnar góður
félagi. Hann var ávallt á sinn
hægláta hátt hrókur alls fagn-
aðar í hópnum okkar. Hans
verður sárt saknað. Við golf-
félagarnir sendum Höllu og öðr-
um í fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur vegna ótíma-
bærs andláts þessa öðlings.
Fyrir hönd FRAM-hópsins,
Jón Steinar Gunnlaugsson.
Í dag kveðjum við Rúnar vin
okkar sem lést 16. júní síðastlið-
inn eftir harða og skamma bar-
áttu við krabbamein. Okkur
finnst erfitt og ótímabært að
kveðja þennan sómamann.
Rúnar var rólyndismaður,
æðrulaus og staðfastur. Hann
flíkaði ekki tilfinningum sínum,
var hlýr í samskiptum og hafði
afskaplega góða nærveru.
Rúnar var maðurinn hennar
Höllu vinkonu okkar. Vinskapur
okkar og samvistir voru góðar
og minningarnar geyma svo
margar dýrmætar stundir.
Við sexmenningarnir stofnuð-
um matarklúbb fyrir mörgum
árum sem fékk nafnið Þig vil ég
fá til að eta mér hjá. Þar var
brugðið á leik með ýmsum hætti
svo sem með kveðskap, spila-
mennsku, spurningakeppni,
dansi og fleiru. Rúnar kom alltaf
sterkur inn í öllu sem fundið var
upp á og skemmtum við okkur
einstaklega vel saman.
Heimili Rúnars og Höllu er
heimili sem gott er að koma á.
Þegar við hittumst þar nutum
við þeirrar miklu gestrisni sem
einkennir heimili þeirra. Oftar
en ekki byrjaði kvöldið á að við
stelpurnar vorum á neðri hæð-
inni eitthvað að fást við mat en
drengirnir á efri hæðinni að
horfa á golf með Rúnari.
Rúnar var mikill golfari og
landsliðsmaður í golfi. Hann
smitaði Höllu af golfáhuganum
og áttu þau hjónin margar góðar
stundir á golfvellinum bæði hér
á landi og erlendis.
Elsku Halla, hugur okkar er
hjá ykkur fjölskyldunni á þess-
um erfiða tíma í lífi ykkar.
Allar minningarnar sem þið
eigið um ljúfan og yndislegan
mann munu ylja ykkur um
ókomin ár.
Blessuð sé minning Rúnars.
Steinunn og Kristján,
Signý og Helgi.
Rúnar Svanholt
Gíslason
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir,
systir og amma,
DAGRÚN LINDA GARÐARSDÓTTIR,
Þorrasölum 9, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 20. júní.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. júlí
klukkan 15.
Páll Þórir Daníelsson Hlín Guðbrandsdóttir
Vignir Már Daníelsson
Snorri Örn Daníelsson Helga Þórey Friðriksdóttir
Garðar Jóhannesson Sigurlaug Garðarsdóttir
Jóhanna Garðarsdóttir Bryndís Garðarsdóttir
og ömmubörn
Elskulegur faðir okkar, bróðir, afi,
föðurbróðir og tengdafaðir,
FINNUR BALDURSSON,
Lynghrauni 5,
Mývatnssveit,
sem lést mánudaginn 25. júní, verður
jarðsunginn frá Reykjahlíðarkirkju mánudaginn 2. júlí
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Kiwanisklúbbinn Herðubreið.
kt. 420490-2679, r. 1110-05-410284.
Hilmar Finnsson Sigurður Baldursson
Elísabet Sigurðardóttir og fjölsk.
Baldur Sigurðsson og fjölsk.
Garðar Finnsson Valerija Kiskurno
Eldey Gerda Garðarsdóttir Dreki Lars Garðarsson