Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 61
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Elsku amma mín,
takk fyrir allar þær
stundir sem ég átti
með þér og allt sem
þú hefur kennt mér öll þessi ár.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
þekkt þig og fyrir að hafa átt þig
að. Ég hefði ekki getað ímyndað
mér betri ömmu en þig. Þú varst
yndisleg manneskja og ég leit
mikið upp til þín. Ég sakna þín
og mun alltaf elska þig.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Guðbjörg Erla
Haraldsdóttir
✝ Guðbjörg ErlaHaraldsdóttir
(Erla) fæddist 21.
júlí 1931. Hún lést 5.
júní 2018.
Útför Guðbjargar
Erlu fór fram 13.
júní 2018.
Nú stórt er skarð í líf
okkar sorfið
því fegursta blómið
er frá okkur horfið.
Með ástúð og kærleik
þú allt að þér vafð-
ir
og ætíð tíma fyrir
okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu
þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar
myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Jóhanna Rós Hansdóttir.
✝ Kristín Sig-urjóna Har-
aldsdóttir fæddist í
Reykjavík 29. októ-
ber 1938. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Skógarbæ 19.
júní 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Sigurjónsdóttir, f.
27. mars 1916, d.
29. nóvember 1995,
og Haraldur Ögmundsson, f. 3.
ágúst 1914, d. 26. júní 1987.
Systkini Kristínar eru Reynir,
f. 3. júní 1942, Hrefna, f. 14. júlí
1946, og Svava, f. 17. maí 1959.
Kristín giftist 29. mars 1958
Stefáni Lárusi Árnasyni múr-
ara, f. 27. júní 1935, d. 22. nóv-
ember 2007.
Kristín og Stefán eignuðust
fimm dætur. Þær eru: 1) Stella
Kolbrún, f. 12.12. 1955, gift Stef-
áni Valdimarssyni,
þau eiga þrjú börn
og tvö barnabörn.
2) Sigrún Margrét,
f. 9.2. 1958, hún á
tvö börn. 3) Erla
Dagný, f. 17.5.
1959, hún á tvær
dætur og tvö
barnabörn. 4)
Helga, f. 18.2. 1961,
gift Leifi Þórssyni,
þau eiga tvær dæt-
ur, tvö barnabörn og eitt barna-
barnabarn. 5) Halla Björk, f.
17.10. 1973, hún á einn son.
Kristín og Stefán bjuggu öll
sín hjúskaparár í Reykjavík og
vann Kristín ásamt heimilis-
störfum m.a. á Hrafnistu í
Reykjavík, Lönguhlíð 3 og Dal-
braut 18-20 við ýmis störf.
Útför Kristínar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 28. júní
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku amma mín. Ég veit
ekki hversu oft ég fékk að
heyra söguna af því að þú hafir
verið viðstödd fæðingu okkar
tvíburanna. Hún var sögð í
þriðja hvert skipti sem ég kom í
heimsókn.
Enda var langt síðan þú
hafðir fengið barnabarn þegar
við fæddumst, tíu árum seinna
kom svo Viktor hennar Höllu.
Við ákváðum snemma að það
væri best ef við myndum eiga
Viktor saman, ég og þú, amma.
Þú meira að segja gekkst svo
langt að segja að ég mætti eiga
Viktor þegar Halla dæi. Sem
var ekki þitt að gefa og ein-
kennilegt í ljósi þess að Halla
er við hestaheilsu. En að þessu
gátum við hlegið mikið.
Þú kenndir mér svo margt og
varst svo skilningsrík alltaf.
Þú varst líka alltaf vel tilhöfð
og með varalit. Enda er það
þitt helsta einkennismerki.
Þú varst svo ótrúlega fyndin
amma, þú heillaðir alla sem þú
kynntist um leið og áttir aldrei í
vanda með að tala við fólk. Það
er eiginleiki sem allir græða á
að hafa. Ég ætla allavega að
taka þig til fyrirmyndar.
Ég elska þig og sakna þín.
Stefanía Smáradóttir.
Mikið er tómlegt í Gaukshól-
unum núna. Ekki lengur kaffi-
spjall við eldhúsborðið hjá
Stínu frænku, þar sem rifjaðar
voru upp gamlar minningar frá
bernskunni, og oft var mikið
hlegið. Stína var afar glaðlynd
að eðlisfari, og var það eflaust
hennar styrkur í lífsbaráttunni,
sem oft var býsna erfið.
Hún var mjög listhneigð og
það var gaman að fylgjast með
myndunum hennar verða til.
Þrjár þeirra prýða heimili mitt,
mér þykir vænt um þær.
Í kattaskápnum sitja nú tvær
rauðar kisur, sem gefa hvor
annarri fimmu, ég kalla þær
Stínu og Kollu, takk, Stína mín.
Stína var glæsileg kona og
ungleg svo af bar, og hélt því til
hinstu stundar og alltaf var
rauði varaliturinn á sínum stað.
Ég þakka henni liðnar stund-
ir, og votta yndislegum dætrum
hennar og öðrum afkomendum
mína innilegustu samúð. Það
hefur verið tekið vel á móti
henni, svo mikið er víst.
Kveð hana með kveðjunni
okkar: Sjáumst á morgun!
Oft var kátt á frænkufundum
fækkar núna okkar stundum,
ljúf þú varst og létt í sinni,
ljósið fylgi Stínu minni.
Kolbrún Eiríksdóttir (Kolla
frænka á 1. hæð).
Kristín Sigurjóna
Haraldsdóttir
Stína farin, dáin. Það er
ótrúlegt að jafn glaðvær kona
og hún Stína var skuli vera far-
in.
Það eru einstaklingar sem
fæðast hér á jörð sem hafa
þann einstaka hæfileika að líta
á börn sem jafningja og sjá allt-
af það jákvæða í því sem lífið
hefur upp á að bjóða, það gat
hún Stína svo sannarlega gert.
Við systkinin í Álftamýrinni
fengum að njóta glaðværðar
hennar og hláturs.
Stebbi og Stína eignuðust
fimm dætur og Ásta frænka
þeirra öfundaði þær af því að
þær ættu hver aðra að en hún
ætti aðeins fjóra bræður! Oftar
en ekki var hlegið að þessari at-
hugasemd.
Þegar Stebbi og Stína komu í
heimsókn sóttumst við krakk-
arnir eftir því að umgangast
þau vegna hlátursins og gleð-
innar sem Stína gaf af sér.
Við getum ekki látið hjá líða
að minnast þess hve Stína var
alltaf elegant; fallegur rauður
varalitur og naglalökkuð svo af
bar, það þurfti ekki að vera til-
efni til.
Við munum alltaf minnast
hennar sem glæsilegrar konu.
Bros þitt hlýjar,
þinn hlátur kitlar.
Hvert andartak
með þér
sem gullið ljós
í hjartastað.
(Höf. ókunnur)
Albert Ingason, Ásta
Svana Ingadóttir,
Árni H. Ingason,
Alexander Ingason og
Ingi Ingason.
Það var 1981 að
ég kynntist Jóa. Það
fyrsta sem hann
sagði var: „Já, svo
þetta er gripurinn?“ og brosti.
Ekki vissi ég á þessum tímapunkti
að Jóhann Runólfsson ætti eftir að
vera faðir minn þar sem eftir væri.
Í fyrstu voru kynni okkar stirð
en ekki leið á löngu þar til ég áttaði
mig á því að þarna færi maður sem
vildi mér allt hið besta. Jói var
mikill húmoristi og dálítið stríðinn.
Hann lagði áherslu á að ég tæki
þátt í verkefnum innan heimilis
sem utan. Jói kenndi mér mörg
handtökin. Get ég því þakkað hon-
um fyrir það sem ég veit í dag. Sér-
staklega hvatti hann mig til dáða í
öllu uppbyggilegu sem ég gerði.
Áhugamál Jóa tengdust mikið
sjómennsku. Við fórum oft á
bryggjuna og skoðuðum báta og
skip. Þar hitti hann karla og marg-
ar sögur fékk ég um hin og þessi
skip. Hans helsta afþreying fyrir
utan bækur og kveðskap var að
teikna báta og flugvélar. Leiddist
honum ekki að útskýra fyrir mér
hvert smáatriði. Þó svo teikning-
arnar væru smáar var nákvæmnin
mikil og hver einasti skipsbúnaður
til staðar.
Við fórum oft í sumarbústaði í
Selvík, rerum út á Álftavatn,
veiddum og ræddum heimsins
mál. Þetta voru minnisstæðar
ferðir. Kom því ekki á óvart að
fjölskyldan keypti sér bústað í
Skorradalnum 1998. Jói var ótrú-
lega sprækur til allrar vinnu, sér-
staklega í bústaðnum. Var t.d.
með mér í að setja panil í loft. Þá
var hann 69 ára gamall og gaf ekk-
ert eftir. Þrátt fyrir að hann færi í
aðgerð á hægri öxl vildi hann samt
saga, gerði það bara með vinstri.
Honum leið ekki vel að sitja og
horfa á aðra vinna. En eitt var það
sem helst mátti ekki og það var að
Jóhann Runólfsson
✝ Jóhann Run-ólfsson fæddist
16. október 1944.
Hann lést 18. maí
2018.
Útför hans fór
fram í kyrrþey 30.
maí 2018.
snyrta tré og runna.
„Ekki taka neitt með
laufi“ var viðkvæðið.
Ég leit á hann
sem föður minn þótt
við værum ekki blóð-
tengdir. Það var svo
árið 2005 að ég
ákvað að taka upp
hans kenninafn og
breytti nafni mínu í
Þorsteinn Kristjáns
Jóhannsson. Þetta
þótti Jóa mikill heiður. Um svipað
leyti hitti ég konu mína Önnu. Ár-
ið 2008 eignuðumst við Matthías
Mána. Jói tók afahlutverkið mjög
alvarlega. Myndir af honum með
Matthías sýna mann fullan stolts.
Sama var þegar Úlfur Hrafn
fæddist árið 2012. Jóa þótti óskap-
lega vænt um drengina og dekraði
við þá á alla lund.
Síðasta ár var Jóa erfitt. Afa-
strákarnir fóru oft í heimsókn og
gistu líkt og þeir gerðu reglulega.
Minningar um þær stundir eiga
eftir að lifa lengi hjá drengjunum.
Við feðgarnir heimsóttum Jóa oft
þegar veikindin fóru að ágerast.
Síðustu vikuna hans vorum við
nánast daglegir gestir á líknar-
deildinni. Í síðustu heimsókn
kvaddi Jói með mig sér við hlið en
þá höfðu drengirnir náð að kveðja
afa sinn stuttu áður.
Þegar þessi grein er skrifuð sit
ég uppi í bústaðnum. Í gær fórum
við feðgarnir niður á bryggju í
Borgarnesi með þína stöng og
stóðum á þínum veiðistað. Þú
varst alltaf sá sem náðir að veiða
eitthvað en við aldrei. Við veiddum
hins vegar tvo fiska og einn slapp.
Matthías sagði að það væri greini-
legt að þú værir með okkur í þess-
ari veiðiferð.
Jóhann, minning þín mun lifa
um ókomna tíð hjá mér og mun ég
án efa minnast á þig reglulega.
Þinn sonur,
Þorsteinn K. Jóhannsson.
Afi ætlaði að kenna mér að gera
krossgátur og hann gaf mér oft að
borða. Afi passaði mig vel og hann
passaði kisu líka vel. Afi var flink-
ur í krossgátum og líka að teikna
skip og flugvélar, hann teiknaði
mest skip. Við afi vorum báðir góð-
ir í að lesa bækur, hann las mjög
mikið. Ég bjó til krossgátu og setti
í kistuna hjá afa þegar hann var
dáinn til að sýna honum að ég væri
líka búinn að læra að gera kross-
gátur. Núna er afi uppi á himnum
og honum líður vel þar. Ég sakna
afa mikið, hann dó á spítalanum,
við náðum að kveðja hann áður en
hann dó og það var gott. Það var
gaman að fara í heimsókn til
ömmu og afa og það var líka gam-
an að vera með afa uppi í bústað.
Úlfur Hrafn.
Ég gisti oft hjá ömmu og afa.
Afi vildi helst leyfa okkur að gera
allt sem við vildum og það fannst
mér gaman. Afi gaf okkur alltaf ís
og leyfði okkur að vera lengur í
tölvunni en við megum venjulega.
Hann vildi líka gera það sem okk-
ur fannst skemmtilegt að gera og
honum líka eins og að veiða. Við
vorum svo ánægðir með að eiga
afa, við áttum enga aðra afa. Ef afi
fann eitthvað sem hann hefði vilj-
að eiga þegar hann var lítill þá gaf
hann okkur það, til dæmis vatns-
byssur. Nú finnst mér rosalega
leiðinlegt að það gerist ekki leng-
ur eftir að afi fór. En það er líka al-
veg rosalega gott að eiga ennþá
ömmu og litla köttinn Tinnu Sig-
ríði, því kisa minnir mig á afa. Það
besta sem ég man eftir var síðasta
stundin með afa því þá gátum við
fengið að kveðja hann áður en
hann dó og það var notaleg stund.
Því afi var svo mikið veikur og það
var gott fyrir hann að fá að deyja í
friði með fólkið sitt hjá sér.
Afi var alltaf eitthvað að brasa
eins og að teikna skip og flugvélar,
leysa krossgátur, hlusta á útvarp-
ið, elda mat og smíða með pabba
uppi í bústað. Mér fannst gaman
að vera með afa og pabba að
smíða. Ég sakna hans mjög mikið
og ég vona að honum líði mjög vel.
Matthías Máni.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 10-17 alla virka daga
Við sendum hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JÓNS ÞORKELS EGGERTSSONAR,
netagerðarmeistara,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlévangi Reykjanesbæ fyrir
hlýju og góða umönnun.
Hólmfríður Guðmundsdóttir
Eggert Jónsson Una Hafdís Hauksdóttir
Ingimundur Jónsson
Aðalgeir Jónsson Þóra Lilja Ragnarsdóttir
og barnabörn
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu,
tengdaömmu og langömmu,
ÖNNU SIGRÍÐAR LÚÐVÍKSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 2C á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir umhyggju
og alúð.
Lúðvík Ólafsson Hildur Viðarsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir Páll Sigurðsson
Tryggvi Ólafsson
Viðar Lúðvíksson Borghildur Erlingsdóttir
Anna Lúðvíksdóttir Oscar Mauricio Uscategui
Anna Sigríður Pálsdóttir
Ólafur Pálsson Tanja Berglind Hallvarðsdóttir
og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ERNA ADOLFSDÓTTIR,
Bogatúni 9, Hellu,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 22. júní. Útför hennar fer fram
frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 30. júní
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að leyfa
Krabbameinsfélaginu að njóta þess.
Þorbjörn Helgi Magnússon
Þórdís Helga Helgadóttir Birkir Halldórsson
Ingvar Már Helgason Guðný Ingibergsdóttir
Róbert Fjölnir, Steinunn Erna og Helgi Már
Júlía og Daníel
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN KRISTINSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eyri,
er látin.
Kveðjuathöfn verður frá Ísafjarðarkirkju
föstudaginn 29. júní klukkan 16.
Halldóra Hreinsdóttir Jón Reynir Sigurvinsson
Anna Kristín Hreinsdóttir Sigurður H. Hauksson
og fjölskyldur þeirra
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
GUÐJÓN GUNNARSSON
frá Tjörn í Biskupstungum,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði sunnudaginn 24. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðjón Rúnar Guðjónsson
Gunnar Guðjónsson
Sólrún Guðjónsdóttir
Erlingur Þór Guðjónsson
Snorri Geir Guðjónsson
og fjölskyldur