Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 73

Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Hljómsveitin Auðn spilarþað sem gjarnan hefurverið þýtt sem svart-málmur á íslensku en það er þýðing á black metal sem er tegund af þungarokki sem á rætur að rekja til Noregs í kring- um árið 1990. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og stefnan verið í stöðugri þróun og mótun. Auðn er því hluti af hreyf- ingu innan svartmálms sem talað er um sem þriðju kynslóð svartmálms. Aukið hefur ver- ið í rokk og grípandi gítar-riff, ásamt afar dreymandi og mel- ódískum köflum á milli, og þessi blanda svartmálms er því bæði meira grípandi og tilraunakennd- ari en uppruninn var. Ég veit nú ekki hvort það er eitthvað sem ber að halda til haga, en slík þróun svartmálms er ekki allra. Þeir sem vilja halda sem fastast í upprunann kjósa jafnvel að uppnefna þessa tegund svart- málms „hipstera-blackmetal“ og finnst það eitthvað verra. Ég gæti hins vegar ekki verið meira ósam- mála þessu og tel að allar tónlist- arstefnur sem hafa pláss til að þróast og vaxa í allar mögulegar og ómögulegar áttir séu lifandi og fyrir vikið meira spennandi. Ef alltaf er notast við sama form og sömu hugmyndir verður fljótlega ákveðið hjakk og þá vantar átak- anlega upp á hugmyndaflug og ferska orku. Auðn er með allt það besta úr upprunalega svartmálminum, eins og drungalegan hljóm, hraða trommukafla og gítarveggi, en bætir einnig við einhverju nýju frá sér og endurnýjar þannig hjólið án þess að finna það upp. Þemu sveitarinnar í textagerð eru afar dimm og þunglyndisleg og ríma vel við nístandi kaldan og oft dap- urlegan hljóm plötunnar. Því já, það er hægt að fanga sorg og dep- urð í tónlist, og það tekst Auðn hér með glæsibrag. Textarnir bæta samt í sjálfu sér litlu við hljóðheiminn og ég var til að mynda búin að hlusta margoft á plötuna áður en ég hlustaði loks með textablaðið fyrir framan mig. Ég varð svosem ekkert fyrir von- brigðum, en þarna er engu að síð- ur um mjög hefðbundna þunglynd- is-ljóðlist að ræða. Hráslagalegar náttúrulýsingar og erfiðar tilfinn- ingar á borð við depurð, eftirsjá og angist eru gegnumgangandi, en hvað ætti svo sem að ganga betur við harðneskjulega hljóðmyndina? Lögin á Farvegum fyrndar eru níu og flest þeirra firnasterk. Heildarlengd plötunnar er um 50 mínútur og lögin, sem eru í lengra lagi, gera þá kröfu til hlustandans að gefa sér tíma. Þannig er þessi plata bara. Þú skellir henni ekkert á í bakgrunninn meðan þú ert með matarboð eða hlustar bara á eitt lag og ferð svo strax að hlusta á eitthvað annað. Nei, þessa plötu áttu fyrst að hlusta á ein/n, jafnvel í heyrnartólum, og hugsa um líf þitt og hvað það er sem bærist innra með þér. Ekki er verra að fara út að ganga eða hjóla með hana í eyrunum, og hún gekk til dæmis frábærlega upp í göngu- og hjólaferð um Viðey um daginn. Sterkustu lög plötunnar eru „Skuggar“, „Í hálmstráið held“ og „Blóðrauð sól“ og hið síðastnefnda er algjör hittari, ef hægt er að tala um slíkt hjá svartmálmssveit. Gítarhljómur og gítarútsetningar eru sterkasta hlið Auðnar, og reyndar er allur hljómur plöt- unnar framúrskarandi og nær að heltaka mann svo maður hverfur gjörsamlega inn í tónlistina. Plat- an sýnir að Auðn er hljómsveit á feiknamiklu flugi og verður sterk- ari með hverri dapurlegri nótu til viðbótar. Sterkari með hverri dapurlegri nótu Ljósmynd/Lilja Draumland Geisladiskur Auðn – Farvegir fyrndar bbbbn Season of Mist gaf út plötu Auðnar í lok árs 2017. Auðn eru gítarleikararnir Að- alsteinn Magnússon og Andri Björn Birgisson, söngvarinn Hjalti Sveinsson, bassaleikarinn Hjálmar Gylfason og trommuleikarinn Sigurður Kjartan Páls- son. Platan var tekin upp í Sundlauginni af Birgi Jóni Birgissyni og Rolf Grove. Kristján Björnsson tók upp raddir í Bak- aríinu hljóðveri. Stephen Lockhart í Studio Emissary hljóðblandaði og hljómjafnaði. RAGNHEIÐUR EIRÍKS- DÓTTIR TÓNLIST Auðn „Er með allt það besta úr upprunalega svart- málminum, eins og drungalegan hljóm, hraða trommukafla og gítarveggi, en bætir einnig við ein- hverju nýju frá sér og endurnýjar þannig hjólið án þess að finna það,“ segir gagnrýnandi meðal annars um málmsveitina knáu og er almennt hrifinn af nýj- ustu breiðskífu hennar, Farvegir fyrndar. Bandarísku bókasafnasamtökin, The American Library Association eða ALA, hafa tekið þá ákvörðun að nefna ekki lengur barnabóka- verðlaun sín eftir rithöfundinum Lauru Ingalls Wilder, þeirri er skrifaði m.a. um Húsið á sléttunni sem samnefndir sjónvarpsþættir eru byggðir á, þar sem barnabæk- ur hennar þykja innihalda kyn- þáttahatur. Samtökin segja þessa ákvörðun ekki tilraun til ritskoð- unar á bókum Wilder eða tak- mörkunar á aðgengi að þeim, að því er fram kemur í frétt á vef dagblaðsins Guardian. Samtökin tilkynntu ákvörðun þessa sunnudaginn síðastliðinn, að stjórn sambands bókasafnsþjón- ustu við börn, Association for Library Service to Children eða ALSC, hefði samþykkt einróma að breyta nafni verðlaunanna en þau voru fyrst veitt árið 1954 af Wild- er sjálfri. Margir ástsælustu barnabókahöfundar Bandaríkj- anna hafa hlotið verðlaunin, m.a. EB White. Í sjálfsævisögulegum bókum Wilder má m.a. finna ummæli þess efnis að eini góði indíáninn sé dauður indíáni og kemur sú setn- ing þrisvar við sögu í Húsinu á sléttunni. Í annarri bók, On the Banks of Plum Creek, sem er fjórða bókin í syrpunni um litla húsið sem Wil- der bjó í með fjölskyldu sinni, var- ar Mary, systir Wilder, hana við að hún geti orðið brún eins og indíáni og veltir fyrir sér hvað hinum stelpunum í bænum muni þykja um það. Í annarri bók kem- ur andúð móður Wilder á indíán- um berlega í ljós, hún sögð fyr- irlíta þá og óttast. Fordómar Laura Ingalls Wilder fæddist árið 1867 og lést 1957. Hún skrifaði fjölda bóka, m.a. átta í syrp- unni um litla húsið á sléttunni. Barnabókaverðlaun ekki lengur kennd við Wilder Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í miklu úrvali í Vélum og verkfærum. Öryggi í sumarbústaðnum Blaupunkt SA2700 Þráðlaust þjófavarnarkerfi • Fullkominn GSM hringibúnaður • Hægt að stjórna með Connect2Home-appi • Boð send með sms eða tali • Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir Verð: 39.990 kr. OLYMPIA 9030 Þráðlaust þjófavarnarkerfi • Mjög einfalt í uppsetningu/notkun • Fyrir farsímakort (GSM) • Hringir í allt að 10 símanúmer • Allt að 32 stk. skynjarar • 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir • Fáanlegir aukahlutir: viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar, svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar. Verð: 13.330 kr. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.