Morgunblaðið - 21.07.2018, Side 11

Morgunblaðið - 21.07.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Samtök ferðaþjónustunnar sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla „stórfelldum hækkunum“ á þjónustugjöldum innan Vatna- jökulsþjóðgarðs sem voru settar 13. júlí. Samtökin segja hækkanirnar allt að 80% og að þær sýni „algert skiln- ingsleysi á starfsumhverfi og mark- aðsaðstæðum ferðaþjónustuaðila,“ en það sé ótækt „á sama tíma og samráðshópur ríkisstjórnarinnar, SAF og Sambands íslenskra sveitar- félaga um heildargreiningu á, og framtíðarskipan gjaldtöku opin- berra aðila af ferðaþjónustu er að störfum á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála.“ Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vatnajökuls- þjóðgarðs, segir gjaldskrána endur- skoðaða eins og allar gjaldskrár hins opinbera. „Vatnajökulsþjóðgarði ber eins og öðrum ríkisstofnunum að endurskoða og yfirfara gjaldskrár sínar með reglubundnum hætti í takt við breytingar á verðlagi og kostnaði sem gjaldtakan er byggð á. Það er stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sem samþykkir breytingar á gjald- skrá og sendir síðan umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til umfjöllunar og eftir atvikum breytingar.“ Krefjast afnáms hækkana Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fundaði tvisvar um málið; 10 apríl og 14. maí. Fundargerðir um málið hafa verið aðgengilegar öllum síðan þeim fundum lauk. Samtök ferðaþjónust- unnar segja hækkanirnar samt sem áður gerðar „án fyrirvara og án nokkurs samráðs við samtökin“. Þau krefjast þess að hækkanir á gjald- skrá í Vatnajökulsþjóðgarði verði dregnar til baka og sömuleiðis hækkanir á gjaldskrá á Þingvöllum sem gerðar voru fyrir skömmu. „Í ljósi alls þessa er það eðlileg krafa SAF að viðkomandi hækkanir á gjaldskrám þjónustugjalda í Vatnajökulsþjóðgarði og á Þingvöll- um verði dregnar til baka og öllum sambærilegum áformum frestað um óákveðinn tíma á meðan áhersla er lögð á það samráð um heildarskipan gjaldtöku af ferðaþjónustu sem þegar er hafið.“ Sem dæmi um verðhækkanir hækkar almennt gjald fyrir einn fullorðinn á tjaldsvæði úr 1.700 krónum í 1.900 krónur, gjald fyrir að gista í skála lækkar en rútugjöld fyr- ir rútur sem taka 33 eða fleiri far- þega hækka umtalsvert. ragnhildur@mbl.is Mótmæla „stórfelld- um hækkunum“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásbyrgi Eftir að ný reglugerð tók gildi hefur gistinótt á tjaldsvæði hækkað úr 1.700 krónum í 1.900.  Ný reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs Það sem af er árinu hefur verið metsala á heitu vatni á höfuð- borgarsvæðinu. Notkunin á fyrstu sex mánuðunum hefur verið 10% meiri en að meðaltali, sé litið til næstu fjögurra ára á undan. Í fjór- um af þeim sex mánuðum sem liðnir eru af árinu hef- ur notkunin ver- ið meiri en árin á undan, mest í janúar og júní, segir í tilkynn- ingu frá Veitum. Dagana 16. til 23. janúar fór að jafnaði 15.161 rúmmetri á klukkustund í gegnum hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu, sem er mesta vikunotkunin sem sést hefur. Met í sólarhringsnotkun og notkun á klukkustund voru einnig slegin í janúar. „Ástæða þessarar aukningar á notkun á heitu vatni ætti ekki að koma íbúum á höfuðborgarsvæðinu á óvart. Kuldatíð í janúar og febr- úar og einstaklega rysjótt tíð í maí og júní á suðvesturhorni landsins hefur ekki farið framhjá neinum. Þess utan hefur notkun á heitu vatni aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum,“ segir í frétt Veitna. Metsala á heitu vatni Kísil STEINEFNI Styrking bandvefs Getur meðal annars stuðlað að: • Styrkingu á hjarta- og æðakerfi líkamans • Heilbrigði húðar og hárs • Sterkari nöglum • Góðri heilsu • Örvun kollagen myndunar Inniheldur engin aukaefni. Nánari upplýsingar á www.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is K L A P P A R S T Í G 4 4 40% afsláttur Útsalan er í fullum gangi & Nýjar vörur streyma inn! Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Enn meiri verðlækkun 50 - 70% afsláttur af fatnaði og skóm gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið LAXDAL.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSÖLU SPRENGJA Brúðubílinn heimsækir Árbæjarsafn þriðjudaginn 24. júlí kl. 14 og er það síðasta sýning Brúðubílsins í sumar. Leikritið heitir Hókus-Pókus. „Þar gerist margt skrítið og skemmtilegt. Systurnar Bíbí og Blaka syngja upphafslagið. Dúskur mætir og í þetta skipti rammgöldr- óttur og hann segir okkur líka hver það var sem skírði landið okkar Ís- land. Víkingar koma siglandi á skip- um sínum og eru allir syngjandi glaðir,“ segir m.a. í frétt Brúðubíls- ins. Frítt er inn á safnið á meðan á sýningunni stendur. Síðasta sýning Brúðubílsins á þriðjudaginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Árbæjarsafn Frá sýningu Brúðubílsins í safninu fyrr í sumar. Fjöldi fólks mætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.