Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 33
skil í Bolungarvík. Hún sem kom svo mörgum til þroska og mótaði kynslóðirnar verður ógleymanleg okkur öllum sem þess nutum. Við Sigrún sendum fjölskyldu Helgu Svönu innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Einar Kristinn Guðfinnsson. „Ætlar þú ekki að skrifa um Helgu Svönu?“ Þessa spurningu fékk ég í tvígang fljótlega eftir andlát hennar. Hvers vegna ég? Ég er bara ein af rúmlega 1.000 nemendum hennar í gegnum tíð- ina. Talan er að vísu ágiskun en varla fjarri lagi þar sem Helga Svana kenndi nánast öllum Bol- víkingum sem fæddir eru frá 1935 og framundir 1980. En þegar einhver mótar mann til lífstíðar og hefur úrslitaáhrif á starfsvalið þá er líklega komin góð ástæða til að skrifa minn- ingargrein. Árgangurinn minn (1965) naut þeirra forréttinda að hafa Helgu Svönu sem umsjón- arkennara í fjögur ár. Við vor- um víst síðasti hópurinn sem hún kenndi í 1. bekk en í mörg ár kenndi hún alltaf 1. og 6. bekk auk þess að kenna lengi dönsku. Þegar við byrjuðum í 5. bekk þá þurfti að skipta um um- sjónarkennara hjá okkur óláta- belgjunum og fengum við því að njóta krafta Helgu Svönu í tvö ár í röð. Auk þess féll umsjónin í hennar hendur síðasta árið okk- ar. Mér fannst þetta frábært og gladdist yfir hverri kennslu- stund undir leiðsögn hennar. Allt frá því ég byrjaði í skóla þá var ég ákveðin í að verða kenn- ari og er ég ekki í nokkrum vafa um hver var fyrirmyndin mín og ástæðan fyrir þeirri ákvörðun. Alla tíð leit ég upp til Helgu Svönu og mat hana mikils sem kennara. Ég hef oft velt því fyr- ir mér hvað það var í fari henn- ar sem olli því en finn enga ein- hlíta skýringu. Hún var einfaldlega góður kennari. Hún var fróð, ákveðin, skemmtileg og hlý; hafði aga, skipulag og einstaklega góða nærveru. Ég menntaði mig til kennslu í fram- haldsskóla en búseta olli því að ég kenndi við minn gamla grunnskóla fyrstu 15 ár starfs- ævinnar. Fyrstu árin mín voru jafnframt síðustu ár Helgu Svönu í starfi og fannst mér mikils virði að stíga mín fyrstu skref í kennslu við hlið hennar. Það var alltaf gott að leita til hennar og maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni. Við áttum margt gott spjallið þessi fyrstu ár mín í kennarastarfinu og stuðningur hennar var mér ómetanlegur. Ég átti í basli með agastjórnun fyrstu árin en neit- aði að gefast upp því ég ætlaði ekki að gefa bernskudrauminn upp á bátinn. Í þessu sem öðru er reynslan besti kennarinn og ég vona að í dag sé ég aðeins nær því að líkjast fyrirmyndinni en í byrjun. Oft rifja ég upp eitt- hvað sem Helga Svana kenndi mér og nota í minni kennslu. Þá hugsa ég alltaf hlýlega til henn- ar og mun ævinlega gera. Hún kynnti okkur fyrir heimsbók- menntunum, eftirminnilegast er þegar hún las Sálminn um blóm- ið með tilþrifum. Síðar var ég svo heppin að njóta tilsagnar hennar í álfadönsum sem æfðir eru í Bolungarvík fyrir þrett- ándann annað hvert ár. Þar var Helga Svana í essinu sínu og stjórnaði unglingum sem ráð- settum hjónum af list. Þeir eru ófáir sem nutu leiðsagnar henn- ar á þessu sviði. Eitt sinn kom svo í minn hlut að stýra döns- unum og það fyrsta sem ég gerði var að heimsækja minn gamla lærimeistara og fá aðstoð við að rifja upp sporin. Það var auðsótt. Ég votta afkomendum Helgu Svönu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Minningin um yndislega konu og góðan kennara lifir. Sólrún Geirsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Við kveðjum góð- an félaga úr sjósund- inu, aldursforsetann og prúðmennið Hauk Bergsteins- son. Þegar heiti potturinn í Naut- hólsvík var allt í einu opinn dag- lega í hádeginu fyrsta veturinn vorum við nokkur sem hvert um sig ákvað að stíga út fyrir þæg- indarammann og mæta í sjósund á hverjum degi. Þannig urðu kynni okkar til. Það var töluverð áskor- un fyrir flest okkar en einn var sá sem alltaf mætti, hvernig sem viðraði og ekkert óveður beit á. Það var Haukur. Hann var elstur og mest sjóaður. Hann sá um að mæla hitastig sjávar og hann var sá sem fékk heiðurskakó í bolla sem starfsmaður Ylstrandar færði honum að loknu sundi. Hann skráði sundferðir sínar og hélt svo litlar veislur á 500 ferða fresti. Þá bauð hann sjóvinum sín- um með í sundferð og í veitingar sem voru fram reiddar í heita pottinum. Haukur var góður félagi. Hann fór að stunda sjósund sér til heilsubótar. Hann sagði að hann hefði í raun ekki hugsað um heils- una fyrr en eftir að hafa fengið krabbamein fyrir mörgum árum. Þá fór hann m.a. að ganga um fjöll og hjóla og synda í sjó. Sjósundið varð síðan fasti punkturinn hans í lífinu ásamt fleiru sem hann ástundaði með eldri borgurum. Hann tók líka þátt í ýmsum áskor- unum á vegum Sjósundfélagsins sem ekki verða raktar hér. Hauk- ur var fyrirmynd okkar sem sjó- sundmaður. Þennan vetur kynntumst við því hvernig það var raunverulega að fara ofan í ískaldan sjó, synda og kæla sig að þolmörkum, sitja svo saman í heita pottinum til að ná úr okkur sjókuldanum og finna hamingjuhormónið streyma um líkama og upp í heila. Það voru friðsælar og glaðar stundir í pott- inum með íslenskum náttúruöfl- um; kalda sjónum, heita vatninu, Haukur Bergsteinsson ✝ Haukur Berg-steinsson fædd- ist 5. maí 1936. Hann lést 2. júlí 2018. Útför hans var gerð 16. júlí 2018. myrkrinu, sólarupp- rásinni og hvert með öðru þar sem við tengdumst vina- böndum og deildum ýmsu úr lífi okkar. Síðan hafa árin liðið og tíminn sem Ylströndin er opin hefur breyst og lengst og við sinnt öðrum verkefnum í hádeginu. En oft og iðulega höfum við rekist á Hauk á ströndinni. Hann lét ekkert aftra sér frá því að stunda sitt sjósund. Ekki einu sinni krabbameinsmeð- ferð sem hann þurfti að gangast undir fyrr á þessu ári. Hann mætti í sjóinn alveg þar til hann gat ekki gengið heim óstuddur. Sundinu sleppti hann ekki. Við eigum öll eftir að sakna Hauks af ströndinni. Það var alltaf gott að hitta hann. Nú munum við minnast hans um leið og við mæl- um líkamsþyngdina á vigtinni sem hann gaf Ylströndinni að skilnaði. Anna, Bergrún, Heiðrún, Jón og Stefán. Hvað er sjórinn heitur í dag? Haukur var með duglegustu mönnum að fara í sjóinn í Naut- hólsvík. Tók iðulega með sér hita- mælinn og mældi hitastigið í hverri sundferð. Hitastigið var síðan skráð á upplýsingatöfluna í afgreiðslunni okkur, hinum til ómældrar gleði. Haukur var einn af stofnfélögum Sjósunds- og sjó- baðsfélags Reykjavíkur, var virk- ur allt frá upphafi og setti sinn svip á félagið. Hann synti oft með okkur yfir Fossvoginn, út í vík, inn í lón og þegar við syntum á nýjum slóðum. Átti það sameiginlegt með okkur hinum að elska sjóinn og líða hvergi betur en ofan í. Ein af eftirminnilegum ferðum Hauks með okkur sjósundsfélög- um var sund yfir Kópavoginn fyrir nokkrum árum, frá Kópavogs- bakka yfir á Arnarnesið og til baka. Vogurinn er grunnur og því ekki hægt að synda yfir nema á flóði og helst á liggjandanum. Fé- lagarnir Haukur og Steini gáfu sér góðan tíma í sundið. Hafa lík- lega verið að rabba helling á leið- inni. Á bakaleiðinni var farið að falla út. Þegar við hin komum að landi var okkur litið við og sjáum þá félaga á leið út á haf. Þá rak hægt og rólega út voginn og náðu ekki að synda gegnum strauminn. Skælbrosandi fengu þeir fylgd sjósyndara til lands við Þinghóls- brautina. Þessa sögu rifjuðum við Haukur upp á líknardeildinni. Horfðum út um gluggann á her- berginu hans yfir voginn og skelli- hlógum að þessu ævintýri og mörgum öðrum gæðastundunum sem hafa orðið til í sjónum. Minn- ingum sem við geymum í hjarta okkar. Haukur taldi sjósundferðirnar sínar og skráði niður. Þegar þær fóru að nálgast eitt þúsund voru læknar að reyna að banna honum að stunda sjósund af heilsufars- ástæðum. Við héldum upp á þús- undasta sundið með fjölmennu sundi og veislu í pottinum, það átti að vera síðasta sjóferðin. Það duldist engum að þetta var erfitt fyrir hann. Þetta var ekki það sem hann langaði að gera. Það kom því fáum á óvart þegar hann ákvað eftir stutt stopp að fara eftir eigin dómgreind og hyggjuviti og byrja aftur á sjósundi. Við erum líka viss um að sjósundið gerði honum heil- mikið gott í veikindum síðustu ára. Haukur lagði mikið á sig upp á það síðasta til að koma. Fór meira af vilja en mætti og lét ekk- ert stoppa sig í að komast í Naut- hólsvík og synda í sjónum. Í apríl sl. fór bíllinn á verkstæði og frekar en að sleppa sundinu hjólaði hann frá Bræðratungu í sjósund. Ætl- aði ekki að sleppa úr degi. Enda vissi hann þá að tíminn var naum- ur til að njóta. Við höfðum smá áhyggjur af Hauki undir það síð- asta en hann var hvergi banginn. Sjórinn mátti taka hann ef hann vildi. Sjósundsferðirnar urðu 1.708. Það var gott að hann hætti ekki eftir þúsundasta sundið. Hann átti helling inni og kenndi okkur svo margt. Aldrei að láta neitt stoppa sig í að njóta þess sem okkur finnst skemmtilegt að gera. Það hefur Haukur kennt okkur. Sjó- sunds- og sjóbaðsfélag Reykjavík- ur kveður frábæran félaga, hetju og fyrirmynd. Takk fyrir sam- fylgdina í sjónum Haukur. Von- andi er fullt af sjó þarna hinum megin. Fyrir hönd Sjósunds- og sjó- baðsfélags Reykjavíkur, Ragnheiður Valgarðsdóttir. Haukur Bergsteinsson félagi minn í Íþróttafélaginu Glóð er fall- inn frá eftir langa og erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Mig langar að minnast hans með örfá- um orðum að leiðarlokum. Hann kom strax til liðs við félagið og var einn af stofnfélögum þess þegar það var stofnað árið 2004 og sá um heimasíðu þess um langt árabil. Einnig sá hann um að koma til- kynningum í Morgunblaðið um starfsemina um tíma. Hann tók þátt í öllum mótum og ferðalögum sem farin voru á vegum félagsins. Nokkrum sinnum lá leiðin til út- landa þar sem hann tók þátt í línu- dansi o.fl. Það sem vakti athygli mína og undrun var að hann var að hlaupa alltaf á morgnana og að fara í sjóinn. Hann hefur stundað sjósund í Nauthólsvíkinni og hef- ur farið í yfir 1.000 sjósund. Einn- ig fór hann á nokkur landsmót UMFÍ og keppti í sundi og ringói, sem hann stundaði út maí sl. Hann var mikill áhugamaður um ringóið og mætti á allar æfingar svo fremi að hann gæti það vegna veikinda. Núna í maí var hann svo lasinn að okkur félögum hans stóð ekki á sama, en áfram skyldi haldið. Hann hefur unnið til fjölmargra verðlauna bæði fyrir sund og ringó. UMSK hefur heiðrað hann með starfsmerki sínu. Fyrir all- mörgum árum útbjó hann og kona hans ratleik fyrir félaga sína í Glóð í Öskuhlíðinni. Þetta var hin besta skemmtun. Svona mætti lengi telja, hann var alltaf reiðubúinn þegar á þurfti að halda. Ég votta Rögnu og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Genginn er góður maður, sem verður sárt saknað af samferðafólkinu. Blessuð sé minning hans. Sigríður Bjarnadóttir. Það stendur myndarlegur mað- ur á tröppunum þar sem við mamma bjuggum og er að sækja hana þar sem hann hefur boðið henni út að borða. Það leiddi til þess að þau gengu í það heilaga á 45 ára afmæli mömmu og fluttu í Kópavoginn þar sem þau hafa bú- ið í 40 ár. Mamma og Haukur voru mjög góðir vinir og studdu hvort annað í áhugamálum og tómstundastarfi. Í ræðu sem hann flutti í 80 ára af- mæli mömmu sagði hann: „Ég held að ég geti sagt að við séum mjög góðir vinir og höfum gert margt skemmtilegt saman. Þótt við séum að mörgu leyti ólík. En eitt eigum við sameiginlegt við er- um snillingar í að misskilja hvort annað og stagla um smámuni, stundum áttum við okkur á því að við erum farin að haga okkur eins og persónurnar í leikritinu Gull- brúðkaupi eftir Jökul Jakobsson. Haukur hafði siglt um heimsins höf þegar hann kynntist mömmu og héldu þau áfram að ferðast saman, bæði utanlands og innan- lands, m.a. í siglingu í Karíbahaf- inu. Fastur liður á fimmtudögum var að fara saman að versla til helgarinnar. Haukur hefur fylgst með börn- unum mínum frá fæðingu og svo barnabarninu og reyndist hann þeim sem sannur afi. Við vorum saman hvert aðfangadagskvöld og gamlárskvöld. Ein áramótin fyrir sjö árum gat ekkert stoppað hann að ganga á Esjuna og vera þar á toppnum þegar nýja árið gekk í garð, það var eitt af hans mörgu markmiðum. Á hverju ári í mörg ár fékk hann bústaði Vegagerðarinnar í Sauðhúsaskógi þar sem hann tíndi ber til að eiga í heilsudrykkinn sinn. Þar átti fjöskyldan góðar stundir og Bubbi þeirra gat verið frjáls. Haukur var áhugasamur um nýjungar og að nýta tæknina. Hann keyrði t.d. rafmagnsbíl sl. tvö ár og kenndi mömmu vel á hann. Það var hans hjartans mál und- ir lokin að ljúka við ættartölu um móðurættina sem hann var langt kominn með. Haukur var þrjóskur og nýtti sér það sem í boði var til að verjast krabbameininu, t.d. thai chi, qui gong, jóga og hugleiðslu. En krabbameinið er þrjóskara og sigraði að lokum. Í tvo mánuði vissi hann í hvað stefndi en þá var bara að taka því og vildi hann fá að deyja á líknardeildinni eins og Magga dóttir hans og svo ekki orð um það meir. „Ef þú sigrast á sjónum sigr- astu á sjálfum þér.“ Það má segja að Haukur hafi heldur betur sigr- að í lífinu og kennt mörgum hvernig það á að takast á við veik- indi og ná markmiðum sínum. Hann hélt nákvæma dagbók um sjósundin og fleira. Tveimur dögum áður en hann fór á spítala skrifaði hann: „30. apríl mánudag- ur. 11:59. Synti við grjótgarðinn 05:18,18, lofthiti 5°C, sjávarhiti 6,0°C, vindur 3,1 m/s. Fjara kl. 12:44, 0,2. Í 1708. sinn“ Síðustu sjóferðinni fylgdi hann svo eftir með því fara í Nauthóls- víkina og stíga á vigt sem hann gaf Nauthólsvíkinni til minningar og drekka síðasta kakóbollann. Ég kveð Hauk með söknuði en um leið með þakklæti fyrir samleið- ina. Guð hann geymi. María Sigmundsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Við fráfall Hreins rifjast upp minning- ar allt frá bernsku til fullorðinsára. Ég kynntist honum fyrst þegar þau hjónin fluttu í Nesin. Þá kenndi Kristín mér í Nesjaskóla, en Hreinn vann við að innrétta efri hæð íbúðarhússins okkar á Seljavöllum. Það var gam- an í skólanum hjá Kristínu, en ein- staklega mikið tilhlökkunarefni að koma heim að hitta Hrein og spjalla við hann. Hann var svo skemmtilegur við okkur krakkana á Seljavöllum. Síðar fór hann að kenna smíði við Nesjaskóla. Hann var mjög jákvæður fyrir því að við fengjum að smíða það sem okkar hugur lá til. Afraksturinn eftir veturinn var sýndur á sýningu við skólaslit. Hreinn kom að ófáum leiksýningum við skólann og hjálpaði okkur krökkunum að sigrast á sviðsskrekk. Hann var virkur í félagslífinu og tók að sér formennsku í Ungmennafélaginu Hreinn Eiríksson ✝ Hreinn Eiríks-son fæddist 10. mars 1931. Hann lést 10. júlí 2018. Útför Hreins fór fram frá Hafnar- kirkju 19. júlí 2018. Mána. Hann hélt fé- laginu gangandi sumar sem vetur og þegar illa áraði þá var hann ávallt mættur aftur. Þó að hann hafi ekki alltaf verið formaður, mætti hann og tók virkan þátt í öllum viðburðum félagsins. Jafnt leiksýningum, þjóðhátíðarhöldum, íþróttamótum og áramótabrenn- um. Þegar Máni fagnaði 100 ára af- mæli var leikritið Fiðlarinn á þak- inu sett upp þar sem margir lögðu hönd á plóg. Þar voru Hreinn og Kristín konan hans miklir burðar- ásar og óhætt að fullyrða að ekki hefði tekist eins vel til án þeirra. Þegar við Birna vorum að inn- rétta litla íbúð mætti Hreinn glað- ur í bragði og setti upp fyrir okkur heila eldhúsinnréttingu án þess að vilja þiggja krónu fyrir. Þannig maður var Hreinn, laghentur, ör- látur og ávallt glaður í bragði. Sannur vinur, félagi og heiðurs- maður. Eitt sinn fyrir allmörgum árum var ég staddur í sólarlandaferð með fjölskyldunni þegar ég fékk óvænt símtal frá Hreini. Hann tjáði mér að ég hefði verið kosinn ritari í sóknarnefnd Bjarnanes- sóknar. Ég sagði honum strax að það kæmi ekki til greina, enda hefði ég aldrei tekið þátt í neinu kirkjulegu starfi. „Það er gott að fá þá einn annars staðar frá,“ var svarið sem ég fékk frá Hreini. Þar með var það ákveðið. Hann var alltaf mikill húmoristi og bjó yfir miklum sannfæringarkrafti. Síðar tók ég við af Hreini sem formaður sóknarnefndar Bjarnaneskirkju og gat treyst á að hann stóð alltaf við hlið mér. Hann tók virkan þátt í sókninni líkt og öðru með mikilli ástríðu og hugsjón. Framlag hans var ómetanlegt og mun sóknin minnast hans með hlýju og þakk- læti um ókomin ár. Ég er þakklátur fyrir að hafa náð nokkrum af þessum gömlu góðu þorrablótum þar sem Hreinn og Nonni á Brekku voru í aðal- hlutverkum við að flytja annálinn. Hreinn var mikill listamaður, samdi og söng annálinn á meðan Nonni lék listavel undir. Þetta var ávallt mikið tilhlökkunarefni hjá sveitungum og vakti mikla lukku. Þeir félagar munu nú skemmta hinum megin. Hreinn var ávallt maður allra og vildi hafa gaman í kringum sig. Hans verður ekki síður minnst fyrir það. Ég vil votta Kristínu, börnum, fjölskyldu og vinum innilega sam- úð. Hjalti Egilsson, Seljavöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.