Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Haraldur úr leik eftir erfiðan … 2. Brá sér einnig frá í … 3. Frumbygginn sást höggva tré 4. 60 milljónir aukalega ekki á  Fjöllistahópurinn Melodic Objects verður með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á morgun, sunnudag, kl. 15. Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri og aðgangur ókeypis. Sex manns „jöggla“, þ.e. halda boltum, keilum eða hringjum á lofti í sýningunni og mynda með tónsmiði lifandi sýningu sjónrænna tóna, eins og því er lýst. Gjörningurinn er lofkvæði til hins heimsþekkta farandleikshóps „The Flying Karamazov Brothers“ eða Fleygu Karamazov-bræðranna. Óður til hinna fleygu Karamazov-bræðra  Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari heldur upp á sjötugs- afmæli sitt með eigin tónleikaröð á árinu þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Tónleikarnir verða samtals tíu og ýmsir píanóleikarar koma fram með Guðnýju. Á morgun kl. 12.15 er það píanóleikarinn Gerrit Schuil sem leik- ur verk eftir Mozart með Guðnýju í Hannesarholti. Guðný og Gerrit leika verk eftir Mozart  Fjórðu sumartónleikar Akureyrar- kirkju verða haldnir á morgun kl. 17. Á þeim leikur Eyþór Franzson Wechner orgelleikari fjölbreytta og krefjandi efnis- skrá af einleiks- verkum fyrir orgel eftir Mozart, Buxte- hude og fleiri tón- skáld. Eyþór starfar sem org- anisti Blöndu- óskirkju. Krefjandi efnisskrá FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg eða breytileg átt og lítils háttar væta, en þurrt að mestu suðaustan- og austanlands. Hiti 9 til 18 stig að deginum á Suðausturlandi. Á sunnudag Norðlæg átt, 3-10 m/s, en vestlægari syðst. Dálítil rigning um landið norðanvert en þurrt að kalla syðra. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag og þriðjudag Fremur hæg norðlæg átt og rigning eða súld með köflum á norðanverðu landinu, en breytileg átt og stöku skúrir syðra. Hiti 6 til 13 stig. Guðjón Baldvinsson úr Stjörnunni var besti leikmaðurinn í fyrri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta og Rún- ar Páll Sigmundsson, þjálfari Garðbæinga, segir hann geysilega mikilvægan leikmann fyrir liðið. Í opnu íþróttablaðsins í dag er birt úr- valslið Morgunblaðsins úr fyrri um- ferðinni og farið yfir stöðuna hjá öll- um tólf liðunum í deildinni. » 1-3 Guðjón bestur í fyrri umferð deildarinnar „Aðalmarkmiðið mitt í sumar var að ná þessu meti, það hefur aðeins legið í loftinu og fyrir mér var þetta bara tímaspursmál. Íslandsmetið var orðið 36 ára og það var löngu kominn tími á að bæta það,“ segir kringlukastarinn Thelma Lind Kristjánsdóttir, sem sló 36 ára gamalt Ís- landsmet Guðrúnar Ingólfs- dóttur í Borgarnesi í fyrra- kvöld. »2-3 Metið aðalmark- mið sumarsins „Krafan er að vinna deildina í ár og við fyrstu sýn erum við í frábærum séns. Við eigum aðeins eftir að stilla saman strengi en það er að koma, hægt og rólega, eftir því sem við náum að æfa meira saman,“ segir Kjartan Henry Finn- bogason, sem er byrjaður að spila með Ferencváros í Ungverjalandi og er fyrsti íslenski knatt- spyrnumaðurinn sem fer þangað sem atvinnumað- ur. »4 Krafa að vinna meist- aratitil með nýju liði Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Íslensk náttúra uppsker fyrir tilstilli lúpínunnar, að því er fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar. Grös, súrur og ýmsar blómplöntur spretta upp á lúpínubreiðunum á Haukadals- heiði. Til stendur að planta þar um 25-30 þúsund birkitrjám. Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, segir lúpínuna hafa myndað mikinn jarðveg á svæðinu, frjósamt land og skjól. „Hún hefur breitt úr sér undan- farna áratugi og lokað þessu landi sem var mjög illa farið áður fyrr. Mikil landeyðing hefur verið þarna undanfarnar aldir en lúpínan kom og náði að loka þessum sárum aftur á Haukadalsheiðinni. Hún sáir sér sjálf á þessu svæði þar sem enginn gróður er fyrir. Svo fer hún að hopa og gefa eftir fyrir öðrum gróðri sem sáir sér sjálfur á svæðinu,“ segir Trausti. Hann bætir við að lúpínan verði aldrei á sama stað að eilífu. „Hún vinnur sínar jarðvegsbætur og svo mun hún gefa eftir. “ Á heimasíðu Skógræktarinnar seg- ir að lúpínan sé ekki einráð á svæðinu heldur miðli af næringarforðanum sem hún kemur upp í sandinum. Upp- græðslustarfið á Haukadalsheiði hef- ur verið unnið án útgjalda, fyrir utan dreifingu á fræjum lúpínunnar. Nú hentar svæðið vel til skógrækt- ar en áður fyrr voru skilyrðin verri og landið þakið grjóti og klöppum. Spurður hvort lúpínan flækist fyrir ræktuninni segir Trausti: „Við erum með tæki sem rótar lúp- ínunni aðeins frá og svo ræktum við plönturnar á svokölluðum rásum.“ Jurtin er umdeild og að sögn Hreins Óskarssonar, sviðsstjóra sam- hæfingarsviðs, breytir hún gróðurfari þar sem hún vex. „Hún breytir gróð- urfarinu varanlega. Hún breytir þessum lágvaxna gróðri yfir í frjó- Lúpínan nærir jarðveginn vel  Á Haukadalsheiði hefur gróður sprottið upp fyrir tilstilli lúpínu Morgunblaðið/Ómar Náttúra Krakkar á byrjendanámskeiði hjá reiðskólanum Eðalhestum í Garðabæ voru á ferð um lúpínubreiðurnar rétt hjá Guðmundarlundi í Kópavogi. Alaskalúpína er öflug land- græðslujurt, innflutt frá Alaska. Henni hefur verið sáð víða um landið og hefur hún grætt upp víðáttumiklar auðnir á skömm- um tíma. Á vef Náttúrustofn- unar Íslands segir að varast beri að setja hana nálægt grónu landi. Hún leggi mó- lendi t.d. undir sig smátt og smátt og eyði úr því öllum gróðri. Á móti kem- ur að lúpínan stuðl- ar að bættum jarð- vegi fyrir tré, s.s. birki og víði. Lúpínan get- ur eytt gróðri LÚPÍNAN BREIÐIST ÚT samt land þar sem kemur stærri gróður eins og hvönn og kerfill sem er útlendur.“ Skýr merki eru um vaxandi grósku á Haukadalsheiði. Brönugrös og blá- gresi eru áberandi á lúpínubreið- unum. „Í lúpínubreiðum er að sjá t.d. grös, hvítmöðru, gulmöðru, hrúta- berjalyng og stundum jarðarberja- lyng,“ segir Hreinn. Alls staðar þar sem lúpínunni hef- ur verið sáð í gamla daga fyllist allt af birki og víði, að sögn Hreins. „Á sumum svæðum verður ofsa- lega mikil frostlyfting á veturna og enginn íslenskur gróður vex þar. Mikil hreyfing verður á veturna og erfitt verður fyrir gróður að lifa af. Lúpínan nær því hins vegar með sterkum rótum sínum og myndar skjól fyrir annan gróður og stuðl- ar að auknum vexti. “ Hreinn segir þó lúpínuna um- deilda vegna þess að hún geti ýtt öðrum gróðri frá. „Hún fer yfir land þar sem gróðurlandið er rýrt, og þar er gjarnan berjalyng, og breytir því algerlega.“ Hreinn Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.