Skírnir - 01.09.2015, Page 22
efnahagslífsins á meðan forsetinn „lék lausum hala og rak sína eigin
glæfralegu stefnu í málinu“ (Björn Þór Sigbjörnsson 2013: 179).
Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna — Sjálfstæðisflokks,
Fram sóknarflokks og Hreyfingarinnar — voru mjög samstíga í
atkvæðagreiðslum um Icesave-málið á Alþingi. Þeir voru fylgjandi
þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið við Breta og Hollend-
inga en greiddu atkvæði gegn lagafrumvarpinu sjálfu eftir að sú til-
laga var felld. Stjórnarandstaðan taldi eðlilegt að forsetinn myndi
neita undirskrift laganna. Þannig gæti hann — með orðum Birgittu
Jónsdóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar — „sameinað
þjóðina að baki sér. Eðli embættisins sé að vera sameiningartákn og
mikilvægt að svo sé í raun í þeim erfiðleikum sem þjóðin þurfi nú
að takast á við“ („Getur sameinað …“ 2010).
Eftir neitun forsetans hélst samstaða stjórnarandstöðunnar.
Ákvörðun forsetans var fagnað og stjórnarandstöðuflokkarnir voru
„einnig á einu máli um að ríkisstjórnin hafi ekki lengur umboð til
þess að ná niðurstöðu í Icesave-málinu ein og óstudd. Það umboð
hafi hún nú misst til þjóðarinnar“ („Eiga að afla málinu …“ 2010).
Jafnframt lýsti stjórnarandstaðan efasemdum um að ríkisstjórninni
væri yfirleitt treystandi fyrir málstað Íslands í Icesave-deilunum og
fullyrti að „þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Stein-
grímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra hefðu bæði fremur talað fyrir
málstað viðsemjenda okkar, þ.e. Hollendinga og Breta, en Íslend-
inga“.15
Þannig rættist alls ekki von forsetans um að ákvörðun hans
leiddi til sáttar í Icesave- málum. Þvert á móti dýpkaði enn gjáin á
milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Þjóðin skiptist sömuleiðis í
tvær fylkingar. Í skoðanakönnun sögðust t.d. 56% svarenda styðja
ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki Icesave-lögin. 42% sögð -
ust reiðubúin til að staðfesta þau í þjóðaratkvæða greiðslu. Mikill
meirihluti (76,3%) stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar studdi ákvörð -
un forsetans en um 80% þeirra sem sögðust andvígir ríkisstjórninni
322 svanur kristjánsson skírnir
15 „Eiga að afla málinu …“ 2010. Svikabrigsl af þessu tagi — að andstæðingar gangi
erinda útlendinga og vinni gegn málstað Íslendinga — hefur lengi verið fastur
liður í íslenskri stjórnmálabaráttu, m.a. í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar,
sbr. t.d. Svanur Kristjánsson 2010a, hér 34–35, 47.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 322