Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 210
Þáttur Matthíasar Jochumssonar, annars helsta talsmanns Magn-
úsar, felst fyrst og fremst í því að hann segir með mjög lifandi hætti
í endurminningum sínum („Dvöl mín í Danmörku“) frá hjartnæmri
bæn Magnúsar á fjórða kirkjuþingi Norðurlanda árið 1871 þegar
áhorfendur gerðu aðsúg að honum í ræðustól. Í frásögninni segir
meðal annars:
Eftir mikla orrahríð varð hlé, og Magnús, sem enn stóð blýfastur í stólnum,
hóf upp hendur sínar og hrópaði: „Úr því ég enga áheyrn fæ, hrópa ég í
neyð minni til þín, þú eilífi alfaðir, sem útbreiðir hendur þínar allan daginn
yfir þverbrotinn lýð!“ […] Undir ræðunni (bæninni) var steinhljóð í
salnum, og féll kvenfólkið í grát, og sá ég að menn þeir er stóðu mér nærri
viknuðu, en aðrir hristust. (Matthías Jochumsson 1916: 262)
Matthías nefnir Magnús auk þess í sömu andrá og Jón Sigurðsson
sem „andlegt stórmenni“ og kallar hann trúarhetju vegna fram-
göngu sinnar. Þessi frásögn var birt í nokkrum tímaritum og at-
hæfi Magnúsar þótti aðdáunarvert. Ágúst fellir til að mynda langa
tilvitnun í frásögn Matthíasar inn í grein sína um Magnús.
Matthías skrifar einnig stutta en athyglisverða grein undir heit-
inu „Tolstoi og Magnús Eiríksson“ þar sem hann líkir þeim
saman, Magnúsi Eiríkssyni og Leo Tolstoj. Grein Matthíasar var
birt í tímaritinu Austra á Íslandi en einnig í Lögbergi í Winnipeg
(Matthías Jochumsson 1894). Hún fjallar fyrst og fremst um rit
Tolstojs, „Guðsríki innra með oss“, en í upphafi og lok greinar-
innar líkir Matthías henni við kenningar Magnúsar. Í greininni
segir:
Leo Tolstoi … er enn sem fyr efstur á blaði með sitt nýja rit „Guðsríki
innra í oss.“ Merkilegt er, hve líkur hann er í síðustu bókum sínum Magn-
úsi Eiríkssyni. Þeim sem lesið hafa síðustu rit Magnúsar getur ekki dulizt,
að beggja aðalskoðanir eru nálega hinar sömu, einkum þó hvað Krists
kenning og eptirbreytni snertir, því Tolstoi skiptir sjer minna af sjálfum
trúarjátningunum, sem hann metur lítils, enda er ekki hálærður guðfræð -
ingur eins og Magnús var. Báðir eru hinir mestu óvinir allra kirkjuflokka
eins og þeir nú eru, báðir bera kirkjunni sama á brýn að hún misskilji frá
rótum „kristindóm Krists“ og haldi mönnum með kreddum sínum og
kirkjutrú á hundheiðnum villunnar vegi. Báðir segja að aðalvilla kirkjunnar
510 vilhjálmur árnason og jón b. pálson skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 510