Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 110
á menningarsviðinu dugir íslenskan ekki, heldur verða höfundar
annað hvort að skrifa á öðru tungumáli eða þá að fá verk sín þýdd
yfir á „stærri“ tungur. Og á þetta við jafnt um vísindi, bókmenntir
og listir, þar með kvikmyndir. Þótt dæmin sanni að höfundar eins
og Halldór Laxness geti náð alheimsviðurkenningu með því að
skrifa á móðurmálinu, og nú nýverið Arnaldur Indriðason, er
„smæð hins íslenska markaðar“ auðvitað innilokandi.
En um leið má segja að íslenskan sé afmarkandi út á við, e.t.v. ein-
hvers konar vörn gegn óæskilegri samkeppni. Notkun íslensku er
megineinkenni þess að vera Íslendingur og vilji menn komast inn í
íslenskt samfélag er tungumálið lykillinn. Þótt einhverjir kunni að
sjá sér hag í þessu og nota það til að tryggja sér gæði og banna þau
öðrum, er þetta auðvitað neikvæður þáttur. Eftir atvikum eru menn
„lokaðir inni“ í þessum heimi, eða þá að þeim er úthýst úr sam-
félaginu á forsendum þess að þeir hafi ekki nógu gott „vald“ á
tungumáli sem byggir á margra alda hefð, sem krafist er að menn séu
handgengnir.
Hvað felst í því að vera lifandi ritmál? Ritmáli fylgir stöðlun,
samræming stafsetningar og ritun orðabóka. Um þetta hafa fræði-
menn á borð við Einar Haugen fjallað af skynsemi og bent á að
flókin lögmál gilda um slíka þróun ekki síður en um bókmennt-
irnar og tungumálið sem tæki í boðskiptum og hugsun (sbr. t.d.
Haugen 1966, 1972). Mikilvægt hugtak í þessu samhengi er orðið
viðmið (norm) sem áður var minnst á. Það voru vandkvæði landa
hans, Norðmanna, á nítjándu og tuttugustu öld við að koma sér upp
eigin ritmáli sem leiddu Haugen inn á þá hugsun um eðli mál -
stöðlunar sem hefur mótað slík fræði á heimsvísu (sbr. t.d. Deu-
mert & Vandenbussche 2003, þar sem meðal annars er kafli um
íslensku eftir undirritaðan). Hin nýfrjálsa norska þjóð átti á 19. öld
ekkert ritmál sem hún gat talið sitt eigið, hún átti að vísu sér-norskt
alþýðumál, en það var ekki fullþroska bókmenntamál, og hún átti
bókmenntamál sem ekki var sér-norskt eins og skáldið Arne Gar-
borg lýsti því í ritlingin árið 1897 (sbr. Haugen 1966, bls. 1-2). Hol-
berg og Ibsen skrifuðu sem kunnugt er á dönsku, sem síðar varð að
svokölluðu norsku bókmáli. Eftir mikið stríð og baráttu varð
nýnorskan til við hlið bókmálsins, þannig að Norðmenn búa nú við
410 kristján árnason skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 410