Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 86
hann til að neyta sölva og mjólkur. Lausn og lækning Egils felst í því
að yrkja Sonatorrek, en „Egill tók að hressast svo sem fram leið að
yrkja kvæðið“ (Egils saga 1985: 496, 79 k.). Þannig birtist aristótel-
ísk tenging skáldagáfunnar við melankólíu með skýrum hætti í
verkinu, yrking meistaraverksins leysir skáldið Egil undan melan -
kólíunni, hann rís úr rekkju og sest í öndvegi.
Tilvísanir til Aristótelesar birtast á fleiri vegu í verkinu, til dæmis
með þeirri áherslu sem lögð er á höfuð Egils. Það má álykta sem
svo að hugmyndir höfundar Eglu séu í takti við það sem nefnt hefur
verið endurreisn 12. aldar, en það tímabil hafa sagnfræðingar tengt
við vaknandi áhuga á klassískum menntum fornaldar eins og Susan
Bauer (2013: xxiii) greinir frá. Charles Haskins segir að 12. öldin í
Evrópu hafi verið tími mikillar grósku þar sem ýmis fræði efldust
mjög. Þetta hafi verið tímabil krossferða, þróunar þéttbýlis og til-
komu bókmennta á þjóðtungum, vakningar og uppsveiflu grískra
vísinda með arabískum viðbótum, kenninga Aristótelesar og grískr -
ar heimspeki, klassískra latneskra fræða og latneskra bókmennta.
Þessi tími hafi sett mark sitt á akademíska heimspeki, lagakerfi
Evrópu, arkitektúr og list, og bókmenntir bæði á latínu og þjóð -
tungum (Haskins 1927: vi, 6–7). Normann Kretzmann bendir á að
klassísk latnesk fræði hafi lagt verulega til menningarinnar á 12. öld,
og einn mikilvægasti hlekkurinn í þeirri þróun hafi verið endur-
uppgötvun verka Aristótelesar sem einmitt hófst á 12. öld, en um-
breytandi áhrifa kenninga hans hafi hinsvegar fyrst farið að gæta á
þeirri þrettándu (Kretzmann 1991: 489–490).
Bergljót S. Kristjánsdóttir hefur sýnt fram á hversu áberandi
höfuð Egils er í verkinu. Hún rekur hvernig höfuðið ber á góma í
fjórtán lausavísum, öllum hinum stóru kvæðum Egils og 20–30
sinnum í lausamálinu, ekki síst þegar hann sé í geðshræringu (Berg-
ljót S. Kristjánsdóttir 1997: 74). Hún íhugar hvort „hið skynuga
höfuð Egils gæti verið afkvæmi aristótelísku byltingarinnar á 13.
öld“ og á við það þegar hinn náttúrulegi maður var aftur hafinn til
vegs umfram hinn kristna (Bergljót S. Kristjánsdóttir 1997: 89).
Hún tengir jafnframt þessa áherslu á höfuðið við 12. aldar skrif
Johns frá Salisbury um að ríkisheildin væri líkami og höfuð hennar
konungurinn (Bergljót S. Kristjánsdóttir 1997: 82). Þessar hug-
386 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 386