Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 174
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Mánasteinn í grimmdarleikhúsi
spænsku veikinnar
Mánasteinn. Drengurinn sem aldrei var til eftir Sjón er stutt skáld-
saga eða nóvella.1 Þar segir frá sex vikum frostaveturinn mikla 1918.
Sagan hefst 12. október þegar eldfjallið Katla gýs, mesta gosi frá
landnámi með tilheyrandi flóðum, fólk í Reykjavík hefur safnast
saman á Skólavörðuholti til að sjá eldsbjarmann og reykjarskýin í
austri en í kjarrinu í Öskjuhlíð rétt utan við bæinn er 16 ára sögu-
hetja okkar, Máni Steinn, að totta viðskiptavin. Í fjarska heyrist
mótorhjól nálgast, það er stúlkan sem hann tilbiður, músan hans
hún Sóla Guðb-, og þegar hún stöðvar hjólið á hæðinni fyrir ofan
mennina tvo fær kúnninn fullnægingu.
Í bók sinni þjappar Sjón saman í einu tímarými (e. chronotop)2
frásögn af þremur „opinberum“ atburðum í Íslandssögunni, Kötlu-
gosinu, spænsku veikinni sem kemur til landsins viku eftir gosið og
loks fullveldinu sem fagnað er 1. desember 1918 með tilheyrandi
lúðrablæstri og þjóðernistilfinningu. Þar er samtímis sögð þreföld
saga af kynhneigð og ummyndunum Mána Steins, grimmdarleik-
húsi og spænsku veikinni.
Þetta eru öfgafullir tímar þar sem öll viðmið eru í upplausn og
„sjúkdómurinn“ sem ræðst á allt sem fyrir verður reynist ekki
Skírnir, 189. ár (haust 2015)
1 Allar tilvísanir til sögunnar eru til frumútgáfu hennar (Sjón 2013) með blað síðu -
tölum innan sviga.
2 Míkhaíl Bakhtín bendir á að tímahugtakið geti ekki alltaf vísað til sama fyrirbæris
í skáldsögunni, tíminn geti dregist saman og þéttst eða dreifst og splundrast. Hug-
takið „tímarými“ vísar til þess að tími og rúm eru óaðskiljanleg í frásögn og um
leið er ekki hægt að tala eða hugsa um tímann sem eitt fyrirbæri. Virkni hans er
misjöfn eftir frásagnaraðferðum og bókmenntagreinum. Í tímarýminu þéttist
hann: „Time, as it were, thickens, takes on flesh, becomes artistically visible;
likewise, space becomes charged and responsive to the movements of time, plot
and history. This intersection of axes and fusion of indicators characterizes the art-
istic chronotope“ (Bakhtin 2004: 84).
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 474