Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 119
419um íslensk fræði
Íslenska – talmeinafræðiáhersla, Íslenska – máltækniáhersla, Ís-
lenska – ritfærniáhersla, Íslenska – ritlistaráhersla.
Námið á öllum þessum leiðum er þannig skipulagt að á fyrsta
misseri eru einungis kennd almenn námskeið: Aðferðir og vinnu-
brögð, bókmenntafræði og inngangur að málfræði. Í lýsingu á inn-
gangsnámskeiðinu í málfræði stendur að nemendum verði kynnt
„helstu viðfangsefni í málvísindum og undirstöðuatriði í íslenskri
málfræði. Leitast verður við að efla skilning nemenda á eðli mann-
legs máls og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir mál-
vísinda.“ Í lýsingu námskeiðsins í kennsluskrá stendur líka: „Fjallað
verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísindanna með
hliðsjón af íslensku: beygingar, orðflokka, setningaliði, málhljóð,
hljóðritun og íslenskar mállýskur. Helstu hliðargreinar málvísind-
anna verða einnig kynntar: félagsleg málvísindi, máltaka barna, mál
og mannshugur og söguleg málvísindi. Að lokum verður gefið stutt
yfirlit yfir þróun málvísinda og rætt um sögu málfræðirannsókna á
Íslandi.“ Aðalkennslubókin í þessu námskeiði er á ensku (sjá From-
kin, Rodman & Hyams 2011). Um inngangsnámskeið í bók-
menntafræði segir að kynnt verði „undirstöðuhugtök bók mennta-
fræðinnar og ýmsar greiningaraðferðir sem þeim tengjast — og þá
jafnt leitað til klassískrar mælskufræði sem kenninga síðustu ára-
tuga“. Námið hefst sem sé með því að kynna kenningar í hinum
alþjóðlegu fræðum, en síðar kemur að íslenskri bókmenntasögu,
miðaldabókmenntum og námskeiði sem ber heitið „Málkerfið:
Hljóð og orð“. Athygli vekur að íslenskt fornmál, sem einu sinni var
talin hin „klassíska íslenska“ er ekki kynnt til sögunnar með sér-
stöku námskeiði fyrr en á fjórða misseri. Og það námskeið er ekki
skylda fyrir þá sem taka íslensku sem aðalgrein, þ.e. 120 eininga
nám (samsvarar 2 árum) í íslensku. Samsvarandi námskeið hét áður
„Íslenskt mál að fornu“ og var í kjarna, þ.e. skylda allra íslensku-
nema, en nú heitir námskeiðið „Fornmálið“. Þótt í litlu sé kann hér
að vera stigið skref í þá átt að greina fornmálið frá nútímamálinu
með skýrari hætti en verið hefur.
Á þriðja misseri íslenskunámsins, upphafi annars árs, er kennt
námskeið sem ber heitið „Breytingar og tilbrigði“. Markmiði þessa
námskeiðs er lýst svo að því sé ætlað „að skýra þau tengsl sem eru
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 419