Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 237
537stutt undirvisun í reikníngslistinni
Om Indbyggerne selv havde været Allernaadigst overladt at vælge, skulde
de intet heller have tilønsket sig, i denne Henseende: end at Landets Handel
maatte betroes til saa oplyste, saa retsindige, og for dets Velstand og Op-
komst saa omhyggelige Herrers Bestyrelse. (Ólafur Stefánsson 1785: *3)
Höfundur ræddi síðan að verslunin gæti ekki annað en verið kon-
unginum byrði, en vék svo að því að bókinni væri ætlað að bæta
kunnáttu uppvaxandi kynslóðar sem gæti átt eftir að eiga hlut að
versluninni eða vinna við hana:
Alt hvad jeg haver troet at kunne være mine Landsmænd, og især den op-
voxende Ungdom, til Tieneste med, der kunde hielpe til at give dem noget
Slags Kundskab og Beqvemhed, enten til selv, i sin Tid, at kunne tage nogen
Deel i Handelen, eller som Betiente at befordres ved samme; det har været
at overgive dem denne af mig sammenskrevne liden Regnebog, som jeg dog
haaber vil medføre nogen Nytte. (Ólafur Stefánsson 1785: *4)
Hér virðist bjarma fyrir væntingum um að Íslendingar muni sjálfir
geta séð um verslunina. Tileinkunin var undirrituð á Innra-Hólmi
4. október 1784 af O. Stephensen. Á eftir tileinkuninni kemur for-
máli (bls. *5), þar sem höfundur sagðist hafa tekið sér fyrir hendur
er hann var nýkominn frá Kaupmannahöfn þar sem hann hefði
fengið nokkra þekkingu á þeim mathematíska eða mælingar fræð -
innar lærdómi að rita árið 1758 eitt og annað af því sem hann hafði
numið. Til viðhalds þeirri þekkingu hefði hann skrifað þetta kver
sem nú komi fyrir almennings augu og hann hefði nýlega aukið um
nokkra kapítula. Hann hefði sniðið bók sína eftir reikningsskrifum
hinna nýjustu ritsmiða í þeim fræðum. Hann sagðist síður vilja fella
niður latnesk orð, þau séu látin standa í bókum á Norðurlöndunum,
en hann hefði einnig sett hina eiginlegu skýringu á móðurmálinu.
Höfundur sagðist ekki hafa viljað undanfella að sýna reikning með
tugabrotum, líkindum og samjöfnuði, og töluhlaupum sem séu
„þúngskilnari“ en aðrar reikningsgreinir. Sama mætti segja um hinar
„fyrstu grunnstæður í bókstafareikningi og algebru“ sem ætlaðar
væru skólasveinum. Athyglisvert er að hér eru einmitt nefnd þau
viðfangsefni sem Magnús Stephensen upplýsti um í sjálfsævisögu
sinni að hann hefði bætt við handrit föður síns. Formálinn er ekki
undirritaður.
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 537