Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 242
Það skiptist í inngang og fjóra aðra kafla. Kaflinn „Om Matemati-
kens Forklaring“ er um hlutverk reikningslistarinnar, fræðilega og
hagnýta stærðfræði og hinar ýmsu greinar hennar. Kaflinn „Om
Arithmetiken. Forberedelse“ fjallar um talnahugtakið, heiti talna
og tölutákn. Það er fyrst á bls. 33 sem fjallað er um reikni aðgerð irnar
fjórar; fyrst í heilum tölum, síðan í almennum brotum og því næst
í tugabrotum. Þá er fjallað um ferningstölur og teningstölur og að
lokum um hlutföll og logra en sá kafli er endasleppur.
Sé prentuðu útgáfunni af bók Ólafs og handritinu á fyrirlestrum
próf. Geuss flett saman virðast nokkur atriði furðu lík. Sér í lagi er
áhugavert að skoða það sem ekki er að finna í handritinu Lbs 409
8vo Stutt undirvisan, en er í prentuðu bókinni, þar á meðal tuga-
brotin. Einnig er áhugavert að bera inngang bókarinnar saman við
inngang að fyrirlestrum Prof. Geuss:
Í handritinu er haldið áfram í §2 með umræðu um aðskildar (dis -
cretae) og samanhangandi (continuae) tölur en í bókinni fjallar §2
um einskyns tölur (numeri homogenei) og margskyns tölur (num-
eri heterogenei) sem eru ræddar í þriðja kafla handritsins um talna-
hugtakið. Í sömu grein kennslubókarinnar er lítillega rætt um
542 kristín bjarnadóttir skírnir
Handrit Lbs. 408 8vo: Professor J. M.
Geuss Collegium, over Arithmetiken,
holdet Anno C.N. 1781 & 1782.
§1
En Störrelse (qvantitas) er aldt det som
… modtage Forögelse og Formindskn-
ing. –. Det som tages fra en Störrelse, er
som en Deel af det Heele, ligeartet med
den (homogeneum) …
§2
… — Intensivæ Störrelser ere de, som
giver Deele men ingen tydelig Forestill-
ing kan gjöre sig … De övrige Störrelser
ere extensivae Störrelser …
Bók: Stutt Undirvisun í Reikníngs list -
inni og Algebra.
Inngángrinn.
Um Mælingarfræðina yfir høfud, og
hennar deild.
§. 1.
Stærd (Qvantitas) heitir serhvat þat, sem
minka má og vidauka, og í hveriu skyn -
semin getr adgreint aðra minni parta. Til
dæmis: ein míla, einn dagr; þó eru þær
stærdir til, um hverra parta ei má neitt
skírt hugargrip øðlaz, helldr at eins þeckia
og at nockru leiti áqvarda með grádum
(gradibus), til dæm: skarp leika, næmi,
lærdóm; þvílíkar heita því innvortis (in-
tensivæ), en allar adrar út vortisstærdir
(qvantitates extensivæ) (bls. 1–2).
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 542