Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 196
óhægt á eptir, að hrinda sannleika alls Nýja Testamentisins, og með því
eyðileggja Krists kirkju og hans sáluhjálplega lærdóm á jörðu. ([Gamall
Klerkur á Vesturströndum] 1865: 71)
Klerkurinn gagnrýnir ritið um Jóhannesarguðspjall ekki efnislega
enda viðurkennir höfundurinn að hann hafi ekki lesið bókina. Hann
greinir vandann út frá hugmyndum um málfrelsi sem komu fram á
þessum tíma:
… þessara tíma frelsis og heimsvísinda andi er orðinn svo ríkur í brjóstum
manna, að óhæfa þykir að lofa ekki úlfinum í sauðaklæðunum að hafa frelsi
til að æða innan um hjörðina og gjöra það illt, sem hann getur. ([Gamall
Klerkur á Vesturströndum] 1865: 71)
Jón Thoroddsen, skáld og sýslumaður á Barðaströnd, tók undir
með gamla klerkinum að Magnús væri „djöfulóður“ og bætti um
betur með því að leggja til að bókin skyldi brennd og Magnúsi
stungið í svarthol. Lokaorð Jóns, sem er talinn vera brautryðjandi
í íslenskri skáldsagnagerð, sýna vel hve harðan dóm hann fellir um
Magnús:
Jeg enda þá þessa grein, með því að segja löndum mínum álit mitt um
Magnús Eiríksson, og verður það þetta: Hann er nú hinn sami auðnuleys-
ingi sem áður, maður vitskertur, stundum með viti og stundum með óviti.
Þegar köstin koma að honum, talar hann alla óhæfu, eins og vitstola menn,
og á því má ekki henda neinar reiður. (Jón Þórðarson Thoroddsen 1865: 90)
Að lokum biður sýslumaður menn að biðja fyrir Magnúsi til þess að
hann losni við villutrúna, en það eigi Magnús skilið vegna þess að
hann sé Íslendingur.
Það viðhorf kom fram hjá fyrstu andmælendum Magnúsar að
óþarfi sé að fjalla um bók hans á Íslandi þar sem hún væri ekki
skrifuð á íslensku („Útaf „bókafregn“ í Norðanfara“ 1865: 72).
Virtust þeir sjá sig knúna til að andmæla riti Magnúsar, sérstaklega
þar sem fjallað var um það á lofsamlegum nótum í „Bókafregn“ í
Norðanfara („Útaf „bókafregn“ í Norðanfara“ 1865: 72). En eftir að
hið íslenska ágrip af bók Magnúsar um Jóhannesarguðspjall kom
út náði deilan nýjum hæðum. Þá er það ekki ónafngreindur aðili
sem ræðst að Magnúsi á ómálefnalegan hátt, heldur sjálfur Sigurður
496 vilhjálmur árnason og jón b. pálson skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 496