Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 252
Á flestum myndanna stendur,
situr, lafir eða bara er ein hokin
fígúra, líkt og föst í svefnpoka lífs
síns, upp að hnjám í því sem
amerík anar kalla „emotional lug-
gage“, en gægist út úr pokan -
um/haugnum: Hún varpar mynd
sinni á okkur, laumulega, feimin,
full af efa, full af straumi sem
leiðir inn í sál, inn í sál fígúr-
unnar og inn í sál okkar, það er
listmagnið sem gengur í gegnum
augun, orka sem sumum er ósýni-
leg en aðrir mæla í amperum.
Hvert liggur þessi leið sem leiðir
inn úr fletinum, inn úr veggnum?
Hvaðan kemur hún? Er Goya
genginn aftur?
Setji vinnustofugestur sig í list -
fræðilegar stellingar mætti einnig
ættfæra þessar myndir aftur á
miðja tuttugustu öld, inn í miðj -
an módernisma, það er stundum eins og þeir félagar Francis Bacon
og Giacometti hafi getið barn og barnið verið sprautað, já, með
Goya. Gamli góði exístensíalisminn hefur fengið á sig gömlumeist-
arablæ.
Handalaus situr mannskepnan föst á fleti sínum og starir út úr
honum eða í gaupnir sér, niður fyrir sig, og virðist hafa uppgötvað
eitthvað um sjálfa sig og lífið, eitthvað hræðilegt, eitthvað stór-
kostlegt, eitthvað sem ekki verður komið í orð, aðeins máluð um það
mynd.
Hvaða fólk er þetta? Heimilisleysinginn sem stendur betlandi á
götunni og horfir eitt augnablik út úr lífi sínu, kemur auga á hlut-
skipti sitt í formi kámugs samlokubréfs á stéttinni. Flóttamennirnir
sem eytt hafa þremur sólarhringum á opnum báti og eygja loks land,
en eru þó mest slegnir yfir því að það skuli ekki vekja þeim neina
552 hallgrímur helgason skírnir
Olía á striga, 180 × 115 cm, 2012.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 552