Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 236
prentun í Kaupmannahöfn og laga það eftir þörfum. Magnús dvaldi
enn á Íslandi sumarið 1785 og segist honum svo frá í sjálfsævisög-
unni:
Við heimkomu sína til Kaupmannahafnar haustið 1785 … fann hann föður
síns reikningsbók fullprentaða, — en, því miður, of víða rangprentaða, í
hennar seinni hluta. Faðir hans hafði nefnilega falið Magnúsi á hendur,
1784, að yfirskoða, og, hvar þessi hjeldi við þurfa, laga hennar form í hand-
riti gömlu höfundsins og síðan prenta láta á þessa kostnað. Þetta fram-
kvæmdi M. Stephensen, með öðrum störfum sínum, um veturinn 1784–85,
breytti talsverðu í frumritinu og jók það öldungis að nýju með 6 kapítulum,
nefnilega þeim 13.—15. um tugabrot, líkindi og samjöfnuð og töluhlaup ;
einninn þeim 27.–29. með viðbætt um verkefnum, nefnil. um bókstafa -
reikning (og algebra), einfaldar og kvadratiskar líkingar — eður frá bls. 105–
132 og frá bls. 198–248. (Magnús Stephensen 1888: 261–262)
Villurnar eru taldar upp neðanmáls í sjálfsævisögunni. Annars
vegar er um orðalag í formála bókarinnar að ræða en hins vegar sjö
villur í algebrukafla. Víkur nú sögunni að innihaldi bókarinnar,
handriti með sama heiti og handriti með fyrirlestrum prófessor
Geuss.
Kennslubókin
Stutt undirvisun í reikníngslistinni og algebra
Bókin Stutt Undirvisun í Reikníngslistinni og Algebra er allstór, 248
bls. í smáu broti, 8vo, auk 4 bls. tileinkunar til Directionen for den
kongelige Grønlandske, Islandske, Finmarkske og Færøiske Handel
og 6 bls. formála, Til lesarans. Verslunin hafði verið rekin fyrir
reikning konungs árin 1759–1764 er Almenna verslunarfélagið tók
við. Konungsverslunin síðari hófst 1777 og varð hún m.a. vettvang -
ur umbótatilrauna Danakonungs á Íslandi. Verslunin gekk mjög vel
til að byrja með, en með Móðu harðindunum árið 1783 versnaði
hagur verslunarinnar hratt og varð algert hrun síðustu ár einokun-
arinnar (Gísli Gunnarsson 1987).
Í upphafi tileinkunarinnar fagnaði höfundur að verslunin skuli
hafa verið færð í hendur svo upplýstum og ráðvöndum herrum:
536 kristín bjarnadóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 536