Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 116
að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu, • draga saman aðalatriði,
beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi
texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum
boðskap og hugmyndum, • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni,
sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og
verkum.“ (Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, bls. 91-93).
Þau viðmið sem hér var lýst eru augljóslega býsna víð, og ekki
fer mikið fyrir lýsingu á því hvað í því felst að hafa þekkingu á ís-
lenskri tungu, menningu eða sögu eða til dæmis hvað þeir hafa lesið
af eldri og yngri textum. Gera má ráð fyrir að til standi að skýra
þetta nánar í nákvæmari námskrá, sem virðist þó ekki liggja fyrir
þegar þetta er ritað.
Hér skiptir augljóslega höfuðmáli hvaða kröfur eru gerðar til
þeirra sem annast kennsluna. Samkvæmt lögum nr. 87 frá árinu 2008
þurfa framhaldsskólakennarar að fá sérstakt leyfisbréf frá ráðherra
en lögin kveða á um að þeir hafi „meistaraprófi frá háskóla sem
hlotið hefur viðurkenningu ráðherra … á fræðasviði sem ráðherra
viðurkennir til kennslu á framhaldsskólastigi.“ Í ráðuneytinu mun
starfa nefnd sem sér um útgáfu leyfisbréfa til kennara og eitthvað er
um það að undanþágur séu veittar frá þeim skilyrðum sem sett eru
í lögum og reglum. En í reynd virðist kerfið þannig hannað að Há-
skóli Íslands, Menntavísindasvið og Hugvísindasvið og eftir at-
vikum önnur svið, hafi það að verulegu leyti í hendi sér hvernig
undirbúningi kennara er háttað.
Og sé litið á kennsluskrá Íslensku- og menningardeildar má sjá
að þar er boðið upp á námsleið til MA-prófs sem ber heitið „Ís-
lenskukennsla“. Markmið þess náms er sagt vera „að veita nem-
endum kennslufræðilega og vísindalega þjálfun og búa þá undir að
kenna íslensku í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum“.
Og að loknu þessu prófi „geta nemendur fengið leyfisbréf sem
framhaldsskólakennarar“. Þetta nám, sem skipulagt er í samvinnu
við Menntavísindasvið, býður upp á tvær mismunandi leiðir með
mismikilli áherslu á menntavísindaþáttinn (þótt ekki muni miklu),
og þar sem tengt er nám í kennslufræði og sjálfvalið nám í málfræði
og bókmenntum (ýmist 30 eða 40 einingar, minnst 10 einingar í
416 kristján árnason skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 416